Innlent

"Hver býðst til að útskýra það réttlæti fyrir börnunum?“

Boði Logason skrifar
Ódæðismennirnir ganga lausir en maðurinn sem upplýsti um tilræðið var dæmdur í 35 ára fangelsi í dag,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks.
Ódæðismennirnir ganga lausir en maðurinn sem upplýsti um tilræðið var dæmdur í 35 ára fangelsi í dag,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks.
Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, segir á Facebook síðu sinni í kvöld frá írönskum systkinum sem hann og kvikmyndatökumaðurinn Ingi R. Ingason hittu í Bagdad árið 2010.

Á síðu sinni segir Kristinn Hrafnsson að þau Saeed og Do'ha hafi breytt lífi sínu. Fjölmiðlarmennirnir hittu þau tveimur dögum áður en þyrluárásarmyndbandið, sem Bradley Manning kom til WikiLeaks-samtakanna, var sýnt.

„Pabbi þeirra, Matasher Tomal, var að skutla þeim í skólann en stoppaði til þess að hjálpa Saeed Chmagh, starfsmanni Reuters, þar sem hann lá helsærður. Fyrir þær sakir eru börnin nú föðurlaus, með djúp ör á sál og líkama," segir Kristinn á Facebook-síðu sinni.

„Ódæðismennirnir ganga lausir en maðurinn sem upplýsti um tilræðið var dæmdir í 35 ára fangelsi í dag. Hver býðst til að útskýra það réttlæti fyrir börnunum?“ segir Kristinn á síðu sinni.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×