Fleiri fréttir

"Hvar er anarkismi Besta flokksins núna?"

"Með þessari hugmynd er verið að lögfesta flatneskju. Borg er eins og skógur. Það eru mishá tré í skóginum og það þurfa að vera mishá hús til að borg fái einhvern takt," segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður um nýtt aðalskipulag borgarinnar

Bóndinn í nálgunarbann vegna kynferðisbrota

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að rúmlega áttræður bóndi af Snæfellsnesi, sem grunaður er um að hafa níðst kynferðislega á þroskaskertri stjúpdóttur sinni í fjóra áratugi, skuli sæta nálgunarbanni.

Páll Óskar treystir á að Sigmundur Davíð bjargi NASA

"Ég held í vonina og ég ætla ekki að gefast upp," segir poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem berst enn fyrir því að skemmtistaðurinn NASA við Austurvöll verði ekki lagður niður í þeirri mynd sem hann var í áður. Hann segir forvitnilegt að sjá hvort að forsætisráðherra muni beita sér í málinu enda hafi hann lengi talað fyrir því að vernda gömul hús.

Lýður Guðmundsson greiðir tvær milljónir í sekt - Bjarnfreður sýknaður

Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, var í dag dæmdur til að greiða tveggja milljóna króna sekt vegna hlutafjáraukningar í Exista í lok árs 2008. Ákæran var í tveimur liðum. Lýður var einn ákærður í fyrri hluta ákærunnar og var sakfelldur fyrir þann lið. Bjarnfreður Ólafsson, hæstaréttarlögmaður, var ásamt Lýð ákærður í seinni hluta ákærunnar. Þeir voru báðir sýknaðir fyrir þann lið. Ólafur Þ. Hauksson, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, segir að nú verði farið yfir forsendur dómsins og ríkissaksóknari muni svo taka ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað.

Femínistar gagnrýna WOW Air harðlega

Í grein sem birtist á knuz.is í dag gagnrýna femínistarnir Hildur Lillendahl og Steinunn Rögnvaldsdóttir texta sem má finna á heimasíðu WOW Air. Um er að ræða kynningartexta á Amsterdam, en undir millifyrirsögninni "Hass og hórur“ er fjallað um Rauða hverfið í borginni. "Textinn var gjörsamlega tekinn úr samhengi“, segir upplýsingafulltrúi WOW air.

Segist hafa verið hafður að fífli - sakborningar benda hvor á annan

"Símon er búinn að hafa mig að fífli,"sagði Jón Baldur Valdimarsson reiður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en hann er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin og flutt inn nítján kíló af amfetamíni frá Kaupmannahöfn til Íslands í janúar síðastliðnum.

Talar við verkin sín

"Það er saga á bakvið allar myndirnar,“ segir Rikke Kiil, danskur myndlistarmaður, sem opnar sýningu á Kaffi Sólon á laugardaginn. Þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni í byrjun vikunnar var hún enn að bíða eftir myndunum sínum úr tollinum en allt gekk að óskum. Rikke segir að verkin sín séu einskonar expressionismi. "Það er ákveðinn kraftur og óstýrileiki í myndunum,“ segir Kiil. Hún segir að það taki fjóra til sex mánuði að mála verkin, eftir því hve stór þau eru. Augljóst er að Rikke sýnir verkunum sínum mikla alúð og sjálf segir hún að það komi fyrir að hún tali við þau.

Töluverð öryggisgæsla vegna réttarhalda

Réttarhöld eru hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir sjö karlmönnum sem hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúmlega nítján kíló af amfetamíni til landsins með pósti frá Kaupmannahöfn í janúar á þessu ári.

Bensín hækkar

Olíufélögin hafa hækkað verð á bensíni um þrjár krónur á lítrann og dísillítrann um tvær krónur.

Afgangur verður af maí-kvóta

Nú er ljóst á mikill afgangur verður af maíkvóta strandveiðibáta á þremur veiðisvæðum af fjórum.

Kindur og lömb undir skriðum

Talið er að nokkrar kindur og lömb hafi orðið undir aurskriðum sem féllu í sjó fram norðanmegin og utanvert í Seyðisfirði fyrr í vikunni.

Ofsaakstur á Hellisheiði

Selfosslögreglan stöðvaði erlendan ökumann á Hellisheiði um ellefuleytið í gærkvöldi, eftir að bíll hans hafði mælst á 168 kílómetra hraða á klukkustund.

Færa virkjunarkosti í nýtingarflokk

Umhverfisráðherra hefur hafið vinnu við að breyta Rammaáætlun. Líklegast er að sex virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Lögformlegt ferli gerir þó ráð fyrir því að verkefnisstjórn leggi tillögur að breytingum fyrir ráðherra.

Háhýsi bönnuð í miðborginni

Hverfisvernd verður sett á miðborgina innan Hringbrautar samkvæmt nýju aðalskipulagi. Byggðarmynd og gatnaskipulag verða vernduð. Fortakslaust verður að hús á svæðinu verði ekki hærri en fimm hæðir.

Íslandsvinur forðast hina ferðamennina

Hollenskur verkfræðingur hefur komið til Íslands til að njóta náttúrunnar í 22 ár. Hann segir verra að vera ferðamaður á Íslandi nú en árið 1991 vegna túristafjölda.

Fleiri útköll vegna fjölgunar ferðamanna

Útköllum björgunarsveitanna hefur fjölgað gríðarlega undanfarið. Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, segir fjölgun ferðamanna og veðurfar meðal skýringa á þessari fjölgun. Tekjur sveitanna hafa dregist saman.

Mikill vilji en minni eftirfylgni

„Mikill vilji virðist vera alls staðar til að gera betur og það er vel,“ segir Herdís Sólborg Haraldsdóttir, höfundur skýrslu um stöðu jafnréttis innan háskólanna á Íslandi.

Þungar áhyggjur af síldarstofni

Íslendingar lýsa yfir áhyggjum vegna aukinna veiða Færeyinga úr norsk-íslenska síldarstofninum. Tvíhliða fundur Íslands og Færeyja var haldinn á mánudag vegna veiða á síld á árinu 2013.

Gríma leikur ömmu Grettis

"Ég leik pabba Guðmundar og systir mín leikur ömmu mína,“ sagði Grettir Valsson, en systkinin Gríma og Grettir koma til með að leika hlið við hlið í nýrri uppsetningu Þjóðleikhússins á Óvitunum eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn Gunnars Helgasonar.

Grundvallarbreytingar á íslenskum fjarskiptamarkaði

Þróun hefur verið hröð á íslenska fjarskiptamarkaðinum síðustu misseri og nú standa yfir umskipti á markaði þar sem áhersla fjarskiptafyrirtækjanna færist frá talsímaþjónustu yfir í gagnaflutninga.

Foreldar bólusetja börn sín gegn hlaupabólu

Færst hefur í vöxt síðustu ár að foreldrar bólusetji sjálfir börn sín gegn hlaupabólu. Árlega eru allt að nítján manns lagðir inn á spítala vegna alvarlegra einkenna hennar. Yfirlæknir hjá Landlækni segir að almenna bólusetning gegn hlaupabólu vera hagkvæma fyrir samfélög.

Fatlaðar konur beittar kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi

"Það er að rifjast upp þegar ég var einmitt unglingur, á gaggó árunum, þá var ég í strætó og þá fékk ég svona hendi upp í klofið sko, bara jafnaldri minn sko. En ég veit ekkert hvort hann gerði það af því að ég er fötluð eða hvort það var af því að þetta var bara fyndið." Svona lýsir fötluð kona því ofbeldi sem hún varð fyrir sem unglingur og sagt er frá í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á ofbeldi gegn fötluðum konum

Fá ekki að vera viðstaddir skýrslutökur hver hjá öðrum

Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að sjömenningar sem ákærður hafa verið fyrir að smygla um tuttugu kílóum af amfetamíni og um 1,7 lítra af amfetamínbasa fái ekki að vera viðstaddir skýrslutökur hjá hver öðrum við aðalmeðferð málsins. Aðalmeðferð málsins fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Mennirnir voru handteknir í byrjun ársins, en fimm þeirra eru Íslendingar og tveir Litháar. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa smyglað efninu inn með póstsendingu.

Kærustu meðlims vélhjólagengis dæmdar bætur

Kærustu meðlims í vélhjólagengi voru dæmdar 250 þúsund krónur í miskabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna ólögmætrar frelsissviptingar við húsleit á heimili hennar.

Íslendingar draga lappirnar í jafnréttismálum

Íslendingar hafa ekki innleitt tilskipanir frá Evrópusambandinu um jafna stöðu kynjanna, eins og þeim ber að gera samkvæmt EES samningnum. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveðið að höfða mál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum vegna þessa. Í fréttatilkynningu frá ESA segir að Íslendingar verði að breyta löggjöf um jafna stöðu kynjanna til þess að hún sé í samræmi við löggjöfina á evrópska efnahagssvæðinu. Umrædd tilskipun Evrópusambandsins, sem Íslendingar hafa ekki innleitt með fullnægjandi hætti, snýst um jafnan aðgang að atvinnutækifærum, launum og tryggingum á vinnumarkaði. Íslendingar fengu sent rökstutt álit frá ESA vegna málsins í júní í fyrra. ESA telur að ekki hafi verið brugðist við því og ætla því að stefna Íslendingum fyrir EFTA dómstólinn.

Jóhannes Gunnarsson: Skilið neytendum því sem þeim ber að fá

"Það er greinilegt að núna eru einhverjir að taka til sín fjármuni aukalega í skjóli styrkinga krónunnar, og það er óþolandi,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, en í morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að innlendar matvörur hækkuðu í maí en innfluttar vörur lækkuðu lítillega á móti. Þetta hefur gerst þrátt fyrir töluverða styrkingu krónunnar frá því í febrúar.

Heilsuhlaupið á morgun

Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins verður haldið í tuttugasta og annað sinn á morgun. Hlaupið er ekki fjáröflun heldur til þess gert að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar.

Ræddi norðurslóðir við forseta Finnlands

Forsætisráðherra átti í dag fund með forseta Finnlands, en opinber heimsókn hans til Íslands hófst í gær. Fundurinn var haldinn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Jón Gnarr varð fyrir hrottalegu einelti

Jón Gnarr borgarstjóri varð fyrir miklu einelti þegar hann var í Réttarholtsskóla í Reykjavík. Hann var alltaf kallaður Ljóti. "Eiginlega alveg frá fyrsta degi. Ég var kallaður Ljóti;.... Hey Ljóti, ertu pönkari. Hey Ljóti, af hverju ertu svona ljótur. Svo urðu þetta pústrar og hrindingar og alls kyns áreiti. Það voru alltaf eldri strákar sem stóðu fyrir þessu, en ég man aldrei eftir að stelpa hafi tekið þátt í einelti gagnvart mér,“ segir Jón í samtali við nýtt blað Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem kom út í gær.

Vill útigangsmenn inni í Hörpu vegna skorts á gistiskýlum

Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði til í Velferðarráði á mánudaginn að Tjarnasalur Ráðhússins eða hluti Hörpunnar sem ekki er í notkun, yrði nýttur undir þann mikla fjölda útigangsmanna sem hefur þurft að vísa frá neyðarskýlum borgarinnar.

Hundaplága í Norðlingaholti

Íbúar við Vatnsendasvæðið í Norðlingaholti hafa fengið sig fullsadda af lausagöngu hunda þar um slóðir, en staðurinn er vinsæll meðal hundaeigenda. Hundarnir gera þarfir sínar á einkalóðum á svæðinu og eigendurnir hirða ekki upp eftir þá.

Sjá næstu 50 fréttir