Færa virkjunarkosti í nýtingarflokk 30. maí 2013 07:00 Umhverfisráðherra hefur talað fyrir því að virkjanir í neðrihluta Þjórsár verði færðar úr biðflokki og í nýtingarflokk. Urriðafossvirkjun er ein þeirra. fréttablaðið/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson hafði aðeins verið nokkra daga í starfi sem umhverfisráðherra þegar hann hóf vinnu við að breyta Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Ramminn varð að lögum 14. janúar og fyrri ríkisstjórn hefur gumað nokkuð af því að með áætluninni hefði langþráð sátt náðst um virkjanir og verndun. Sú sátt var hins vegar alltaf reist á sandi og Rammaáætlun var málamiðlun. Eftir að sérfræðingar höfðu flokkað fjölda virkjunarkosta í þrjá flokka, verndar-, nýtingar- og biðflokk, tók pólitíkin við. Það varð að samkomulagi á milli ríkisstjórnarflokkanna að færa sex virkjunarkosti úr nýtingar- í biðflokk.Yfirlýst markmiðÁkvörðun Sigurðar Inga á ekki að koma neinum á óvart. Það var alltaf umdeilt að hrófla við flokkun sérfræðinganna, þó vissulega hafi það legið skýrt fyrir frá upphafi að það yrði Alþingi sem á endanum hefði úrslitavald. Stjórnarandstaðan lá heldur ekki á þeirri skoðun sinni að um óheppileg afskipti stjórnmálamanna væri að ræða. Sigurður Ingi sagði í samtali við Fréttablaðið 14. janúar, þegar Rammaáætlun var afgreidd á Alþingi, að það væri mikilvægt að ferlinu lyki á sama hátt og það hófst; í sátt og samlyndi. „Í meðförum hæstvirtrar ríkisstjórnar hefur þessi friður verið í sundur slitinn. Hér liggur fyrir pólitískt plagg sem eru því miður gríðarleg átök um og ég óttast að afleiðingin verði sú að það sem hér verður samþykkt í dag muni ekki lifa lengi.“ Það stóð heima, því innan við fjórum mánuðum síðar var vinna hafin við að endurskoða Rammaáætlunina, undir forystu Sigurðar Inga, nú umhverfisráðherra.Burt með pólitíkinaÞrátt fyrir margítrekaðar tilraunir hefur umhverfisráðherra ekki gefið færi á sér til umræðu við Fréttablaðið um Rammaáætlun. Hann lýsti því yfir í síðustu viku að vinna við endurskoðun væri hafin, hún hófst 24. maí. Það er í samræmi við ræðu Sigurðar við eldhúsdagsumræðurnar í mars: „Fáum við umboð ykkar til munum við endurskoða hina pólitísku Rammaáætlun í samræmi við niðurstöðu faghópa sérfræðinga.“ Stefnan er sem sagt sú að breyta áætluninni til samræmis við útlit hennar áður en stjórnarflokkarnir fyrrverandi náðu samkomulagi um breytta röðun virkjunarkosta, eða eins og Sigurður Ingi orðaði það við Fréttablaðið í janúar: „Við framsóknarmenn munum greiða atkvæði samkvæmt þeirri meginstefnu að rammaáætlun sem vísindamenn skiluðu af sér, hún muni standa, en ekki það pólitíska plagg sem hér er borið fram af meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar“ Neðrihluti Þjórsár Eins og sést hér til hliðar munu sex virkjunarkostir sem áður voru í biðflokki færast yfir í nýtingarflokk. Þetta eru Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun í neðrihluta Þjórsár, Skrokkölduvirkjun í Köldukvísl og Hágönguvirkjun I og II. Þá hyggst ráðherra einnig taka til skoðunar tvo virkjunarkosti sem hann telur ekki hafa fengið viðlítandi heildarskoðun, Hólmsárvirkjun neðri við Atley og Hagavatnsvirkjun, en báðir lentu í biðflokki. Í þingsályktunartillögunni um Rammaáætlun, sem þáverandi iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, lagði fram og varð að lögum, segir um Hólmsárvirkjun neðri við Atley: „Mat faghópa var ekki byggt á nýjustu gögnum. Óvissa er með áhrif á skóglendi og hvar línulögn mun liggja. Vantar frekari upplýsingar.“ Sigurður Ingi sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins á dögunum að gögn um virkjunina hefðu týnst. Hagavatnsvirkjun var sett í biðflokk með þeim rökum að borist hefðu nýjar upplýsingar um jarðvegsfok og áhrif virkjunarinnar á ferðaþjónustu. Því var beint til næstu verkefnisstjórnar að taka virkjunarkostinn til nánari skoðunar og meta hvort ástæða sé til að gera tillögu um breytta flokkun hans. Sú vinna er nú hafin á vegum umhverfisráðherra. Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson hafði aðeins verið nokkra daga í starfi sem umhverfisráðherra þegar hann hóf vinnu við að breyta Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Ramminn varð að lögum 14. janúar og fyrri ríkisstjórn hefur gumað nokkuð af því að með áætluninni hefði langþráð sátt náðst um virkjanir og verndun. Sú sátt var hins vegar alltaf reist á sandi og Rammaáætlun var málamiðlun. Eftir að sérfræðingar höfðu flokkað fjölda virkjunarkosta í þrjá flokka, verndar-, nýtingar- og biðflokk, tók pólitíkin við. Það varð að samkomulagi á milli ríkisstjórnarflokkanna að færa sex virkjunarkosti úr nýtingar- í biðflokk.Yfirlýst markmiðÁkvörðun Sigurðar Inga á ekki að koma neinum á óvart. Það var alltaf umdeilt að hrófla við flokkun sérfræðinganna, þó vissulega hafi það legið skýrt fyrir frá upphafi að það yrði Alþingi sem á endanum hefði úrslitavald. Stjórnarandstaðan lá heldur ekki á þeirri skoðun sinni að um óheppileg afskipti stjórnmálamanna væri að ræða. Sigurður Ingi sagði í samtali við Fréttablaðið 14. janúar, þegar Rammaáætlun var afgreidd á Alþingi, að það væri mikilvægt að ferlinu lyki á sama hátt og það hófst; í sátt og samlyndi. „Í meðförum hæstvirtrar ríkisstjórnar hefur þessi friður verið í sundur slitinn. Hér liggur fyrir pólitískt plagg sem eru því miður gríðarleg átök um og ég óttast að afleiðingin verði sú að það sem hér verður samþykkt í dag muni ekki lifa lengi.“ Það stóð heima, því innan við fjórum mánuðum síðar var vinna hafin við að endurskoða Rammaáætlunina, undir forystu Sigurðar Inga, nú umhverfisráðherra.Burt með pólitíkinaÞrátt fyrir margítrekaðar tilraunir hefur umhverfisráðherra ekki gefið færi á sér til umræðu við Fréttablaðið um Rammaáætlun. Hann lýsti því yfir í síðustu viku að vinna við endurskoðun væri hafin, hún hófst 24. maí. Það er í samræmi við ræðu Sigurðar við eldhúsdagsumræðurnar í mars: „Fáum við umboð ykkar til munum við endurskoða hina pólitísku Rammaáætlun í samræmi við niðurstöðu faghópa sérfræðinga.“ Stefnan er sem sagt sú að breyta áætluninni til samræmis við útlit hennar áður en stjórnarflokkarnir fyrrverandi náðu samkomulagi um breytta röðun virkjunarkosta, eða eins og Sigurður Ingi orðaði það við Fréttablaðið í janúar: „Við framsóknarmenn munum greiða atkvæði samkvæmt þeirri meginstefnu að rammaáætlun sem vísindamenn skiluðu af sér, hún muni standa, en ekki það pólitíska plagg sem hér er borið fram af meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar“ Neðrihluti Þjórsár Eins og sést hér til hliðar munu sex virkjunarkostir sem áður voru í biðflokki færast yfir í nýtingarflokk. Þetta eru Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun í neðrihluta Þjórsár, Skrokkölduvirkjun í Köldukvísl og Hágönguvirkjun I og II. Þá hyggst ráðherra einnig taka til skoðunar tvo virkjunarkosti sem hann telur ekki hafa fengið viðlítandi heildarskoðun, Hólmsárvirkjun neðri við Atley og Hagavatnsvirkjun, en báðir lentu í biðflokki. Í þingsályktunartillögunni um Rammaáætlun, sem þáverandi iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, lagði fram og varð að lögum, segir um Hólmsárvirkjun neðri við Atley: „Mat faghópa var ekki byggt á nýjustu gögnum. Óvissa er með áhrif á skóglendi og hvar línulögn mun liggja. Vantar frekari upplýsingar.“ Sigurður Ingi sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins á dögunum að gögn um virkjunina hefðu týnst. Hagavatnsvirkjun var sett í biðflokk með þeim rökum að borist hefðu nýjar upplýsingar um jarðvegsfok og áhrif virkjunarinnar á ferðaþjónustu. Því var beint til næstu verkefnisstjórnar að taka virkjunarkostinn til nánari skoðunar og meta hvort ástæða sé til að gera tillögu um breytta flokkun hans. Sú vinna er nú hafin á vegum umhverfisráðherra.
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira