Innlent

Repúblikani í forstjórastól FBI

James Comey er sagður næsti yfirmaður FBI.
James Comey er sagður næsti yfirmaður FBI.

James Comey, 52 ára, verður næsti yfirmaður Alríkislögreglunnar - FBI - ef marka má Reuters í morgun.

Comey er yfirlýstur repúblikani og var háttsettur í dómsmálaráðuneytinu í forsetatíð George W. Bush yngra, og dómsmálaráðherra um hríð árið 2004. Gert er ráð fyrir því að Comey taki við embættinu af Robert Mueller í september. Mueller var skipaður yfirmaður FBI fyrir tólf árum, viku fyrir hryðjuverkaárásirnar miklu á New York og Pentagon og hefur FBI bólgnað út síðan þá: Starfsmönnum fjölgað úr 11.500 í 14.000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×