Hundaplága í Norðlingaholti Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. maí 2013 10:40 Íbúi í Norðlingaholti segir hundaeftirliti í Reykjavík vera mjög ábótavant. Mynd/úr safni Íbúar við Vatnsendasvæðið í Norðlingaholti hafa fengið sig fullsadda af lausagöngu hunda þar um slóðir, en staðurinn er vinsæll meðal hundaeigenda. Hundarnir gera þarfir sínar á einkalóðum á svæðinu og eigendurnir hirða ekki upp eftir þá. Engin úrræði Jóhann Skírnisson, einn íbúanna, hefur margsinnis lent í því að fá ókunnuga hunda á pallinn heima hjá sér og jafnvel inn í íbúð. Hann segir hundaeftirlitið vera meingallað kerfi sem nýtist ekki þegar fólk þarf helst á því að halda. „Eftirlit í kringum þessi hundamál virkar hreinlega ekki. Reykjavíkurborg er með hundaeftirlit, en það er bara manneskja sem vinnur á venjulegum vinnutíma þegar vandamálið er allra minnst. Auðvitað fer fólk helst út með dýrin eftir vinnu, á kvöldin og á frídögum. Það gefur auga leið“, segir hann. Viðvarandi vandamál um allan bæ Jóhann segist oft hafa þurft að grípa til þess að hringja í lögreglu eftir að Hundaeftirlitið lokar. „Lögreglan viðurkennir að þetta sé viðvarandi vandamál um allan bæ, en þeir benda samt alltaf á Reykjavíkurborg og segja að þeir geti ekki gert neitt á meðan hundurinn hefur ekki bitið neinn eða valdið skaða. Auðvitað ætti lögreglan bara að taka yfir þessi mál þegar Hundaeftirlitið lokar á daginn.“ Fólk á að vera öruggt heima hjá sér Jóhann tekur fram að flestir hundaeigendur fari að lögum og það sé algjör minnihluti sem sleppir þeim lausum og hirðir ekki upp eftir þá. Hann segir óþrifnaðinn þó ekki vera vandamálið heldur sé það áreitið frá hundunum. „Fólki á að líða öruggu heima hjá sér. Konan mín er til dæmis alveg logandi hrædd við hunda. Hér við hliðina á okkur búa hjón með þriggja ára barn og um daginn var kominn stór Husky hundur inn á pall þar sem barnið var að leika sér. Barnið og foreldrarnir urðu alveg dauðskelkuð.“ Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Íbúar við Vatnsendasvæðið í Norðlingaholti hafa fengið sig fullsadda af lausagöngu hunda þar um slóðir, en staðurinn er vinsæll meðal hundaeigenda. Hundarnir gera þarfir sínar á einkalóðum á svæðinu og eigendurnir hirða ekki upp eftir þá. Engin úrræði Jóhann Skírnisson, einn íbúanna, hefur margsinnis lent í því að fá ókunnuga hunda á pallinn heima hjá sér og jafnvel inn í íbúð. Hann segir hundaeftirlitið vera meingallað kerfi sem nýtist ekki þegar fólk þarf helst á því að halda. „Eftirlit í kringum þessi hundamál virkar hreinlega ekki. Reykjavíkurborg er með hundaeftirlit, en það er bara manneskja sem vinnur á venjulegum vinnutíma þegar vandamálið er allra minnst. Auðvitað fer fólk helst út með dýrin eftir vinnu, á kvöldin og á frídögum. Það gefur auga leið“, segir hann. Viðvarandi vandamál um allan bæ Jóhann segist oft hafa þurft að grípa til þess að hringja í lögreglu eftir að Hundaeftirlitið lokar. „Lögreglan viðurkennir að þetta sé viðvarandi vandamál um allan bæ, en þeir benda samt alltaf á Reykjavíkurborg og segja að þeir geti ekki gert neitt á meðan hundurinn hefur ekki bitið neinn eða valdið skaða. Auðvitað ætti lögreglan bara að taka yfir þessi mál þegar Hundaeftirlitið lokar á daginn.“ Fólk á að vera öruggt heima hjá sér Jóhann tekur fram að flestir hundaeigendur fari að lögum og það sé algjör minnihluti sem sleppir þeim lausum og hirðir ekki upp eftir þá. Hann segir óþrifnaðinn þó ekki vera vandamálið heldur sé það áreitið frá hundunum. „Fólki á að líða öruggu heima hjá sér. Konan mín er til dæmis alveg logandi hrædd við hunda. Hér við hliðina á okkur búa hjón með þriggja ára barn og um daginn var kominn stór Husky hundur inn á pall þar sem barnið var að leika sér. Barnið og foreldrarnir urðu alveg dauðskelkuð.“
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira