Innlent

Koma til móts við langa biðlista

HÓ skrifar
Bið eftir liðaskiptaaðgerð getur verið allt að árs löng. Heilbrigðisstofnum Vesturlands hyggst fjölga aðgerðum um tuttugu á þessu ári.
Bið eftir liðaskiptaaðgerð getur verið allt að árs löng. Heilbrigðisstofnum Vesturlands hyggst fjölga aðgerðum um tuttugu á þessu ári.

Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi stefnir á að fjölga liðskiptaaðgerðum á þessu ári um allt að tuttugu. Guðjón S. Brjánsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, segir að lögð sé sérstök áhersla á eflingu á þessu sviði í ljósi langra biðlista en ríflega 250 einstaklingar bíða nú þessara aðgerða á suðvesturhorni landsins samkvæmt tölulegum upplýsingum Landlæknisembættisins.

Um er að ræða bæði aðgerðir á hné og mjöðm. Guðjón segir að bið eftir aðgerð af þessu tagi geti því verið ríflega árslöng við núverandi og óbreyttar aðstæður. Hann segir enn fremur að undanfarin þrjú ár hafi verið gerðar um 110 aðgerðir á ári á sjúkrahúsinu á Akranesi og standi nú vonir til þess að þær verði ekki færri en 120 talsins í ár. Samkvæmt Guðjóni eru liðskiptaaðgerðir talsvert kostnaðarsamar en hann segir mögulegt að fjölga þeim nú vegna skipulagsbreytinga og hagræðingar í starfseminni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×