Femínistar gagnrýna WOW Air harðlega Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. maí 2013 12:13 Femínistar gagnrýna umfjöllun WOW air um Rauða hverfið í Amsterdam. Í grein sem birtist á knuz.is í dag gagnrýna femínistarnir Hildur Lillendahl og Steinunn Rögnvaldsdóttir texta sem má finna á heimasíðu WOW Air. Um er að ræða kynningartexta á Amsterdam, en undir millifyrirsögninni „Hass og hórur“ er fjallað um Rauða hverfið í borginni. „Textinn var gjörsamlega tekinn úr samhengi“, segir upplýsingafulltrúi WOW air. Flugfélagið segir hverfið vera alræmt lastabæli sem sómakært fólk ýmist forðast eða þykist forðast. Þar sé elsta atvinnugrein í heimi stunduð og gleðikonur stilli sér upp í gluggum þar sem þær bíða eftir næsta kúnna. Því næst er sérstaklega minnst á að margar vændiskonurnar séu gamlar og lúnar en aðrar ef til vill ferskari. Lýsa eftir jafnréttisstefnu WOW Femínistar segja WOW leggjast lágt. „Flugfélagið tekur það beinlínis upp hjá sjálfu sér að markaðssetja líkama kvenna til að selja flug. Flugfélagið finnur líka hjá sér hvöt til að raða vændiskonunum í Amsterdam upp eftir girnileika þeirra.“ Knúzarar lýsa eftir jafnréttisstefnu WOW, að baki slíkrar markaðssetningar liggi djúpstæð kvenfyrirlitning. Eins og að minnast ekki á Eiffel turninn í París Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, skrifaði textann. Hún segir sorglegt að sjá Knúz konur taka orðin úr samhengi. „Ég vil biðjast velvirðingar á því að hafa sært eða móðgað einhvern. Þetta er umfjöllun um áfangastað sem ég skrifaði eftir upplýsingum sem ég fékk frá Ferðamannaráði Amsterdam, en Rauða hverfið er eitthvað sem dregur ferðamenn þangað og er órjúfanlegur hluti af menningu borgarinnar. Að minnast ekki á það er eins og að minnast ekki á Eiffel turninn í umfjöllun um París.“ Búið að lagfæra textann Svanhvít viðurkennir að orðalag textans hafa verið óheppilegt. „Þetta var gjörsamlega tekið úr samhengi og fólk sem les umfjöllunina í heild sinni ætti að átta sig á því. Við tökum gagnrýninni þó að sjálfsögðu og textinn hefur verið lagfærður á vefsíðu okkar. Þetta er mjög leiðinlegt mál þar sem ég sjálf er mikill jafnréttissinni og meirihluti fólks í stjórnunarstöðum hjá WOW eru konur.“ Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Í grein sem birtist á knuz.is í dag gagnrýna femínistarnir Hildur Lillendahl og Steinunn Rögnvaldsdóttir texta sem má finna á heimasíðu WOW Air. Um er að ræða kynningartexta á Amsterdam, en undir millifyrirsögninni „Hass og hórur“ er fjallað um Rauða hverfið í borginni. „Textinn var gjörsamlega tekinn úr samhengi“, segir upplýsingafulltrúi WOW air. Flugfélagið segir hverfið vera alræmt lastabæli sem sómakært fólk ýmist forðast eða þykist forðast. Þar sé elsta atvinnugrein í heimi stunduð og gleðikonur stilli sér upp í gluggum þar sem þær bíða eftir næsta kúnna. Því næst er sérstaklega minnst á að margar vændiskonurnar séu gamlar og lúnar en aðrar ef til vill ferskari. Lýsa eftir jafnréttisstefnu WOW Femínistar segja WOW leggjast lágt. „Flugfélagið tekur það beinlínis upp hjá sjálfu sér að markaðssetja líkama kvenna til að selja flug. Flugfélagið finnur líka hjá sér hvöt til að raða vændiskonunum í Amsterdam upp eftir girnileika þeirra.“ Knúzarar lýsa eftir jafnréttisstefnu WOW, að baki slíkrar markaðssetningar liggi djúpstæð kvenfyrirlitning. Eins og að minnast ekki á Eiffel turninn í París Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, skrifaði textann. Hún segir sorglegt að sjá Knúz konur taka orðin úr samhengi. „Ég vil biðjast velvirðingar á því að hafa sært eða móðgað einhvern. Þetta er umfjöllun um áfangastað sem ég skrifaði eftir upplýsingum sem ég fékk frá Ferðamannaráði Amsterdam, en Rauða hverfið er eitthvað sem dregur ferðamenn þangað og er órjúfanlegur hluti af menningu borgarinnar. Að minnast ekki á það er eins og að minnast ekki á Eiffel turninn í umfjöllun um París.“ Búið að lagfæra textann Svanhvít viðurkennir að orðalag textans hafa verið óheppilegt. „Þetta var gjörsamlega tekið úr samhengi og fólk sem les umfjöllunina í heild sinni ætti að átta sig á því. Við tökum gagnrýninni þó að sjálfsögðu og textinn hefur verið lagfærður á vefsíðu okkar. Þetta er mjög leiðinlegt mál þar sem ég sjálf er mikill jafnréttissinni og meirihluti fólks í stjórnunarstöðum hjá WOW eru konur.“
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira