Viðsnúningur á fáeinum mánuðum í viðhorfi til unglingadrykkju Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. maí 2013 19:23 Ný rannsókn á vímuefnaneyslu ungmenna sýnir að grundvallarbreyting verður á viðhorfi foreldra til áfengisneyslu barna sinna þegar þau byrja í menntaskóla. Grundvallarbreyting verður á viðhorfi foreldra til alvarleika áfengisneyslu meðal unglinga í efsta bekk grunnskóla annars vegar og sömu unglinga á fyrsta ári í framhaldsskóla hins vegar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu þar sem rýnt er vímuefnamál í öllum framhaldsskólum landsins. Kjartan Hreinn Njálsson. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í væntanlegri skýrslu frá Rannsóknum og greiningu, við Háskólann í Reykjavík. Hér er ljósi varpað á vímuefnanotkun framhaldsskólanema frá aldamótum til ársins 2013. Ljóst er að öflugt forvarnarstarf í efstu bekkjum grunnskólanna hefur borið árangur. Vímuefnaneysla ungmenna hér á landi er með því lægsta sem þekkist í hinum vestræna heimi. Niðurstöðurnar eru þó ekki allar jafn jákvæðar, þá sérstaklega þegar litið er á viðhorf foreldra til reykinga og ölvunar. Nemendur í tíunda bekk voru spurðir hver viðbrögð foreldra þeirra yrðu ef þau myndu reykja sígarettur annars vegar og drekka áfengi hins vegar. Nokkrum mánuðum seinna voru þessir nemendur spurðir sömu spurninga aftur, þegar framhaldsskólanám þeirra var nýhafið. Áttatíu og þrjú prósent unglinga í tíunda bekk segja að foreldar þeirra myndu bregðast illa við ef þau myndu reykja. Sú prósenta stóð í sjötíu og þremur þegar framhaldsskólanám var hafið. Hins vegar segjast hátt í sjötíu prósent unglinga að vori í tíunda bekk að foreldrar þeirra myndu bregðast afar illa við ef þau myndu neyta áfengis. Aðeins þrjátíu og fjögur prósent unglinga svara því þannig til, aðeins nokkrum mánuðum síðar. Það er því hægt að draga þá ályktun að ungmenni í framhaldsskólum séu að ná góðum árangri í vímuefnamálum, í andstöðu við þær aðstæður sem þau búa við eða í það minnsta ekki með stuðningi umhverfisins. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ný rannsókn á vímuefnaneyslu ungmenna sýnir að grundvallarbreyting verður á viðhorfi foreldra til áfengisneyslu barna sinna þegar þau byrja í menntaskóla. Grundvallarbreyting verður á viðhorfi foreldra til alvarleika áfengisneyslu meðal unglinga í efsta bekk grunnskóla annars vegar og sömu unglinga á fyrsta ári í framhaldsskóla hins vegar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu þar sem rýnt er vímuefnamál í öllum framhaldsskólum landsins. Kjartan Hreinn Njálsson. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í væntanlegri skýrslu frá Rannsóknum og greiningu, við Háskólann í Reykjavík. Hér er ljósi varpað á vímuefnanotkun framhaldsskólanema frá aldamótum til ársins 2013. Ljóst er að öflugt forvarnarstarf í efstu bekkjum grunnskólanna hefur borið árangur. Vímuefnaneysla ungmenna hér á landi er með því lægsta sem þekkist í hinum vestræna heimi. Niðurstöðurnar eru þó ekki allar jafn jákvæðar, þá sérstaklega þegar litið er á viðhorf foreldra til reykinga og ölvunar. Nemendur í tíunda bekk voru spurðir hver viðbrögð foreldra þeirra yrðu ef þau myndu reykja sígarettur annars vegar og drekka áfengi hins vegar. Nokkrum mánuðum seinna voru þessir nemendur spurðir sömu spurninga aftur, þegar framhaldsskólanám þeirra var nýhafið. Áttatíu og þrjú prósent unglinga í tíunda bekk segja að foreldar þeirra myndu bregðast illa við ef þau myndu reykja. Sú prósenta stóð í sjötíu og þremur þegar framhaldsskólanám var hafið. Hins vegar segjast hátt í sjötíu prósent unglinga að vori í tíunda bekk að foreldrar þeirra myndu bregðast afar illa við ef þau myndu neyta áfengis. Aðeins þrjátíu og fjögur prósent unglinga svara því þannig til, aðeins nokkrum mánuðum síðar. Það er því hægt að draga þá ályktun að ungmenni í framhaldsskólum séu að ná góðum árangri í vímuefnamálum, í andstöðu við þær aðstæður sem þau búa við eða í það minnsta ekki með stuðningi umhverfisins.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira