Foreldar bólusetja börn sín gegn hlaupabólu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. maí 2013 18:30 Færst hefur í vöxt síðustu ár að foreldrar bólusetji sjálfir börn sín gegn hlaupabólu. Árlega eru allt að nítján manns lagðir inn á spítala vegna alvarlegra einkenna hennar. Yfirlæknir hjá Landlækni segir að almenna bólusetning gegn hlaupabólu vera hagkvæma fyrir samfélög. Á hverju ári veikist fjöldi barna hér á landi af hlaupabólu en talið er að um nær öll börn fái hana fyrir fullorðinsaldur. Tekið getur viku til tíu daga fyrir sjúkdóminn að ganga yfir og oft fylgir honum mikill kláði og óþægindi. Líkt og hjá þessum tæplega þriggja ára strák sem var í dag heima hjá sér með hlaupabólu. Þá er talið að leggja þurfi allt að nítján manns inn á spítala árlega vegna hlaupabólu hér á landi, langflestir af þeim eru börn. Algengast er að þau fái bakteríusýkingar út frá sárum sínum. „Hlaupabóla getur verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum. Það gleymist stundum,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins. Síðustu tíu ár hefur verið í boði sérstakt bóluefni gegn hlaupabólu hér á landi. Börn eru ekki bólusett sjálfkrafa í ungbarnaeftirliti hjá Heilsugæslunum gegn hlaupabólu heldur þurfa foreldrar sjálfir að kaupa efnið. Bóluefnið heitir Varilrix og kostar skammturinn af því um 8.000 kr. Bólusetja þarf hvert barn tvisvar sinnum. Þar til fyrir þremur árum seldust yfirleitt um 50 skammtar af bóluefninu á ári en síðustu þrjú ár hefur fæst í vöxt að foreldrar bólusetji börn sín. Þannig seldust í fyrra 220 skattar af bóluefninu. „Foreldrar spyrja meira um þetta og það hefur farið í vöxt og aukist að foreldrar láti bólusetja börnin sín og það er bara gottt mál,“ segir Þórólfur. Mjög ólíklegt er að þau börn sem fá bóluefnið fái hlaupabólu og ef þau fá hana þá fá þau mjög væg einkenni. Þórólfur segir það hafa verið skoðað hvort að hefja eigi almenna bólusetningu gegn hlaupabólu hér á landi. Samkvæmt rannsókn sem unnin var við hagfræðideild Háskóla Íslands og birt árið 2009 kostaði hlaupabóla samfélagið þá 290 milljónir á ári. Þar skiptir mestu vinnutap aðstandenda barna með hlaupabólu. Kostnaður við að bólusetja hvert barn tvisvar hefði verið 156 milljónir og því þjóðhagslegur sparnaður af bólusetningunni. „Það hefur verið litið á þetta og þá með hliðsjón af úttektum erlendis frá sem sýnir að bóluetningin er hagkvæm og virkar vel. Umræðan hefur ekki farið á alvarlegt stig hér innanlands hvort það eigi að taka þetta upp hjá öllum börnum en það er margt sem að bendir til þess að við þurfum að gera það á næstunni,“ segir Þórólfur Þórólfur segir að ef að börn fá hlaupabólu þá sé til lyf sem geti gagnast þeim. „Það er til veirulyf sem að virkjar vel við hlaupabólu ef að meðferðin er hafin mjög snemma kannski á fyrsta sólarhring eða öðrum sólarhring þá er til veirulyf á markaði sem að virkjar mjög vel. Það hins vegar gleymist stundum og er ekki mikið notað því miður myndi ég segja, “ segir hann að lokum. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Færst hefur í vöxt síðustu ár að foreldrar bólusetji sjálfir börn sín gegn hlaupabólu. Árlega eru allt að nítján manns lagðir inn á spítala vegna alvarlegra einkenna hennar. Yfirlæknir hjá Landlækni segir að almenna bólusetning gegn hlaupabólu vera hagkvæma fyrir samfélög. Á hverju ári veikist fjöldi barna hér á landi af hlaupabólu en talið er að um nær öll börn fái hana fyrir fullorðinsaldur. Tekið getur viku til tíu daga fyrir sjúkdóminn að ganga yfir og oft fylgir honum mikill kláði og óþægindi. Líkt og hjá þessum tæplega þriggja ára strák sem var í dag heima hjá sér með hlaupabólu. Þá er talið að leggja þurfi allt að nítján manns inn á spítala árlega vegna hlaupabólu hér á landi, langflestir af þeim eru börn. Algengast er að þau fái bakteríusýkingar út frá sárum sínum. „Hlaupabóla getur verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum. Það gleymist stundum,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins. Síðustu tíu ár hefur verið í boði sérstakt bóluefni gegn hlaupabólu hér á landi. Börn eru ekki bólusett sjálfkrafa í ungbarnaeftirliti hjá Heilsugæslunum gegn hlaupabólu heldur þurfa foreldrar sjálfir að kaupa efnið. Bóluefnið heitir Varilrix og kostar skammturinn af því um 8.000 kr. Bólusetja þarf hvert barn tvisvar sinnum. Þar til fyrir þremur árum seldust yfirleitt um 50 skammtar af bóluefninu á ári en síðustu þrjú ár hefur fæst í vöxt að foreldrar bólusetji börn sín. Þannig seldust í fyrra 220 skattar af bóluefninu. „Foreldrar spyrja meira um þetta og það hefur farið í vöxt og aukist að foreldrar láti bólusetja börnin sín og það er bara gottt mál,“ segir Þórólfur. Mjög ólíklegt er að þau börn sem fá bóluefnið fái hlaupabólu og ef þau fá hana þá fá þau mjög væg einkenni. Þórólfur segir það hafa verið skoðað hvort að hefja eigi almenna bólusetningu gegn hlaupabólu hér á landi. Samkvæmt rannsókn sem unnin var við hagfræðideild Háskóla Íslands og birt árið 2009 kostaði hlaupabóla samfélagið þá 290 milljónir á ári. Þar skiptir mestu vinnutap aðstandenda barna með hlaupabólu. Kostnaður við að bólusetja hvert barn tvisvar hefði verið 156 milljónir og því þjóðhagslegur sparnaður af bólusetningunni. „Það hefur verið litið á þetta og þá með hliðsjón af úttektum erlendis frá sem sýnir að bóluetningin er hagkvæm og virkar vel. Umræðan hefur ekki farið á alvarlegt stig hér innanlands hvort það eigi að taka þetta upp hjá öllum börnum en það er margt sem að bendir til þess að við þurfum að gera það á næstunni,“ segir Þórólfur Þórólfur segir að ef að börn fá hlaupabólu þá sé til lyf sem geti gagnast þeim. „Það er til veirulyf sem að virkjar vel við hlaupabólu ef að meðferðin er hafin mjög snemma kannski á fyrsta sólarhring eða öðrum sólarhring þá er til veirulyf á markaði sem að virkjar mjög vel. Það hins vegar gleymist stundum og er ekki mikið notað því miður myndi ég segja, “ segir hann að lokum.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira