Innlent

Ræddi norðurslóðir við forseta Finnlands

Frá fundi leiðtoganna.
Frá fundi leiðtoganna.

Forsætisráðherra átti í dag fund með forseta Finnlands, en opinber heimsókn hans til Íslands hófst í gær. Fundurinn var haldinn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Forsætisráðherra og forseti ræddu um stöðu efnahagsmála á Íslandi og í Finnlandi, svo og á alþjóðavettvangi, en forseti Finnlands var fjármálaráðherra Finnlands eftir efnahagslægð þar í lok 9. áratugar síðustu aldar.

Einnig ræddu þeir um samstarf Íslands og Finnlands á ýmsum sviðum og kynnti forsætisráðherra þá auknu áherslu sem ríkisstjórn hans hyggst leggja á samstarf á norrænum vettvangi, einkum vestnorrænu starfi og því markmiði að Ísland verði leiðandi afl á norðurslóðum.  

Þar verði opnun siglingaleiða og áhersla á verkefni og uppbyggingu þeim tengd í forgrunni.

Forsætisráðherrahjón bjóða finnsku forsetahjónunum til hádegisverðar í Þingvallabústaðnum í dag, en heimsókninni lýkur síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×