Innlent

Hlýtur tæpar tuttugu milljónir í hönnunarverðlaun

Hjalti Karlsson hlýtur Torsten og Wanja Söderberg-hönnunarverðlaunin þetta árið.
Hjalti Karlsson hlýtur Torsten og Wanja Söderberg-hönnunarverðlaunin þetta árið.

Hjalti Karlsson, grafískur hönnuður, hlýtur þetta árið hin sænsku og eftirsóttu Torsten og Wanja Söderberg-hönnunarverðlaunin.

Verðlaunaféð nemur einni milljón sænskra króna sem leggur sig á um 19 milljónir króna. Verðlaunin verða afhent í Gautaborg 4. nóvember á þessu ári við sérstaka athöfn en þá verður jafnframt opnuð sýning á verkum Hjalta.

Hjalti Karlsson hefur starfað í New York undanfarin ár, í Karlssonwilker stúdíói þar í borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×