Innlent

Mikill vilji en minni eftirfylgni

mlþ skrifar
Háskóli Íslands stendur einna best hvað varðar jafnrétti háskólanna á Íslandi. Þó er ýmsu ábótavant þar sem annars staðar.
Háskóli Íslands stendur einna best hvað varðar jafnrétti háskólanna á Íslandi. Þó er ýmsu ábótavant þar sem annars staðar.

„Mikill vilji virðist vera alls staðar til að gera betur og það er vel,“ segir Herdís Sólborg Haraldsdóttir, höfundur skýrslu um stöðu jafnréttis innan háskólanna á Íslandi.

Skýrslan, sem er ítarleg úttekt á þáttum jafnréttis, greinir þær jafnréttisáætlanir sem unnið er eftir hverju sinni. Einnig skoðar Herdís kynjahlutföll í stjórnum skólanna, deildum þeirra og aðsóknartölum. Vakin er sérstök athygli á brottfalli karla úr háskólanámi og þrátt fyrir mikinn fjölda útskrifaðra kvenna, hversu fáar skili sér aftur í stöður innan akademíunnar.

„Það vakti fyrst og fremst athygli mína að í Háskólanum í Reykjavík er þessu öfugt farið, þar hallar frekar á konur í námi. Til þess að jafna hlutföllin hefur skólinn á undanförnum árum gripið til sértækra aðgerða og náð að minnka þann halla töluvert. Það sýnir að lítið mál er að snúa þróuninni til betri vegar ef viljinn er fyrir hendi,“ segir Herdís.

Enginn skólanna sex vinnur fullkomlega eftir eigin jafnréttisáætlun og skrifar Herdís það helst á tímaleysi. Háskóli Íslands stendur best hvað þetta varðar. Þeir skólar sem stóðu aftast voru Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst. Það má rekja til þess að engir jafnréttisfulltrúar eru starfandi við skólann og því enginn sem fylgir áætlunum eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×