Fleiri fréttir

Fjölskyldunum var vísað úr landi í dag

Flugvél með um þrjátíu króatíska hælisleitendur innanborðs flaug af landi brott í dag. Innanríkisráðherra segir aðgerðina í fullu samræmi við íslensk lög og hún hefði ekki beitt sér öðruvísi í málinu.

Viðræður við ESB hafa kostað 900 milljónir

Kostnaður íslenska ríkisins vegna aðildarviðræðna við ESB nemur tæplega 900 milljónum króna. Óvíst er hvaða tilgangi ný skýrsla um stöðu viðræðna þjónar þar sem þegar liggur fyrir ítarleg skýrsla utanríkisráðuneytisins.

Telur fornleifaskýrslu ærumeiðandi

Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur og aðjúkt við Háskólann á Hólum, telur að í stjórnsýsluúttekt mennta- og menningarmálaráðuneytisins á stöðu og þróun fornleifarannsókna á Íslandi sé að finna rangfærslur um störf hennar sem eru til þess fallnar að valda henni álitshnekki og fjártjóni.

Lík Önnu Kristínar Ólafsdóttur fundið

Staðfest hefur verið að lík af konu sem fannst í sjónum við Gróttu á Seltjarnarnesi á föstudaginn er lík Önnu Kristínar Ólafsdóttur. Þetta er niðurstaða kennslanefndar ríkislögreglustjóra sem tók til starfa um leið og líkið fannst. Fjölskyldu hennar hefur verið tilkynnt um andlát hennar, en ekki er talið að það hafi borið að saknæmum hætti.

Bannað að gefa öndunum brauð í sumar

Andarungum fjölgar hratt á þessum árstíma og sjást nú á ferð og flugi með foreldrum sínum við Tjörnina. Reykjavíkurborg vill að gefnu tilefni brýna fyrir fólki að gefa öndunum ekki brauð yfir sumartímann, þar sem það eykur stórlega líkur á að hættulegir vargfuglar á borð við sílamáva geri vart við sig og geri ungunum mein.

Forsætisráðherra, forseti, biskup og borgarstjóri öll úr sömu sveitinni

Mörg af helstu fyrirmennum landsins; forseti Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóri og biskup, eru öll ættuð úr sömu sveitinni, Reykhólahreppi í Austur-Barðarstrandarsýslu. "Eftir að hafa búið hér í að verða þrjú ár sé ég hversu rosalega sterkt og duglegt fólkið er sem kemur héðan," segir sveitarstjórinn.

Fékk arðgreiðslu daginn fyrir eignatilfærslu

Kristján Arason fékk greiddar 34 milljónir í arð vegna hlutabréfa í Kaupþingi daginn áður en samþykkt var að færa allar skuldir hans og hlutabréf yfir á eignarhaldsfélagið 7 Hægri.

Fundu 160 kíló af þýfi

Tollverðir fundu rúm 160 kíló af meintu þýfi í Norrænu við brottför skipsins frá Seyðisfirði í síðasta mánuði. Um var að ræða rúmlega 400 keramikeiningar, úr nýjum og notuðum hvarfakútum, sem tveir erlendir karlmenn hugðust flytja úr landi. Hið meinta þýfi var haldlagt á staðnum.

Íslendingar níunda hamingjusamasta þjóðin

Samkvæmt nýjustu tölum OECD Better Life Index eru Íslendingar níunda hamingjusamasta þjóð í heimi. Árið 2009 tróndi Ísland á toppi listans og fellur því niður um átta sæti.

Stór aurskriða fellur

Þjóðvegur númer 85, eða aðalleiðin á milli Akureyrar og Húsavíkur, var lokaður í morgun eftir að stór aurskriða féll á veginn á móts við bæinn Ystafell í Köldukinn einhvern tíma í nótt.

Láta kuldann ekki stoppa sig

Starfsfólk Skrúðgarða Reykjavíkur er nú í óða önn að undirbúa blómagarða borgarinnar undir sumarið. Það hefst auðvitað á því að gróðursetja plöntur og skera í grasbrúnir. „Það má ekki vera mikið kaldara en þetta,“ segir Eiríkur Sæland, verkstjóri skrúðgarðanna í miðborginni, um veðurfar undanfarinna daga.

Drómasýki og bóluefni tengd

Drómasýki hjá fullorðnum einstaklingum tengist bólusetningu með bóluefninu pandemrix í Finnlandi, segir í tilkynningu finnsku lýðheilsustöðvarinnar (THL). Í tilkynningu frá sóttvarnalækni segir að nýleg rannsókn þar í landi leiði í ljós rúmlega þrefalda hættu á drómasýki hjá einstaklingum á aldrinum 20-65 ára sem bólusettir voru með pandemrix á árunum 2009-2010.

Hafna úrskurði um farþega í slöngubáti

„Við munum að sjálfsögðu kanna dómstólaleiðina,“ segir Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants sem fær ekki að fjölga farþegum á slöngubát sínum úr tólf í sextán. Stefán segir Gentle Giants hafa notað RIB-bátinn Ömmu Siggu í tvö ár við hvalaskoðun á Húsavík. Viðlíka bátar eru í notkun í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi og Ísafirði. Gentle Giants kærði ákvörðun Siglingastofnunar um að heimila ekki sextán farþega um borð í stað tólf og að mæla fyrir um að farþegar væru í einangrandi flotbúningum þegar sjór væri kaldastur, það er utan sumartímabilsins 1. júní til 30. september.

Ráðist á pilt í Kópavogi

Ráðist var á unglingspilt um hábjartan dag, þegar hann fór um undirgöng í Kópavogi rétt fyrir klukkan sex í gærdag.

Skemmtiferðaskipin koma

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins er lagt af stað áleiðis til Íslands og mun leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn á hádegi á föstudag.

Sindri heimsótti Englaborg

Við Flókagötu 17 í Reykjavík býr Sigtryggur Bjarni Baldvinsson listmálari ásamt eiginkonu og þremur börnum. Húsið heitir Englaborg og var byggt árið 1942 af Jóni Engilberts listmálara. Sindri Sindrason heimsótti Sigtrygg.

Eldsneyti ítrekað stolið af lóð BM-Vallár

Stórfelldur stuldur á eldsneyti hefur átt sér stað hjá BM Vallá undanfarnar vikur, síðast nú um helgina. Lögreglan segir að alltaf sé eitthvað um slíka þjófnaði en að nú megi nánast tala um faraldur.

Aðalflugbraut lokað 2016 og vellinum eftir áratug

Borgarstjórn Reykjavíkur ætlar að halda fast við þau áform sín að tveimur af þremur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar verði lokað á næstu þremur árum og vellinum síðan endanlega lokað eftir áratug.

Kristján Davíðsson látinn

Kristján Davíðsson listmálari lést í dag á 96. aldursári. Kristján var einn virtasti listamaður þjóðarinnar um áratugaskeið.

Sjálfkjörið í stjórn VÍS

Sjálfkjörið verður í stjórn Vátryggingafélags Íslands, en aðalfundur fer fram á fimmtudaginn. Framboðsfrestur rann út á laugardag og gáfu fimm kost á sér í aðalstjórn og fimm í varastjórn. Framboðsfrestur til stjórnar Vátryggingafélags Íslands hf. rann út þann 25. maí sl. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

Fangar luku 162 einingum

Á nýliðinni vorönn voru 46 fangar af Litla- Hrauni og 13 af Sogni skráðir í eitthvert nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fangarnir 59 náðu luku samtals 162 einingum.

Gleypti gramm

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina þrjá karlmenn eftir að upp komst að þeir hefðu fíkniefni í vörslum sínum.

Hrelldi hóp af skólakrökkum með glæfralegum akstri

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði upp á sautján ára ökumanni sem hafði gert sér það að leik að hrella hóp af skólakrökkum með því að keyra glæfralega að þeim þar sem þau voru á gangi í Herjólfsdal.

Róbert formaður þingflokks Bjartrar framtíðar

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, var kosinn formaður þingflokks Bjartrar Framtíðar á þingflokksfundi í dag. Brynhildur Pétursdóttir var kosin varaformaður þingflokksins og Björt Ólafsdóttir var kosin ritari.

Dansaði upp á spítala

Stúlka slasaðist nokkuð aðfaranótt laugardags í Vestmannaeyjum þegar hún var að dansa á skemmtistað.

Íslendingar flykkjast á Beyoncé

Fjölmargir Íslendingar ætla sér að sjá stórstjörnuna Beyoncé stíga á stokk í Kaupmannahöfn í kvöld. Arnór Dan Arnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, er einn þeirra. Hann segir ekki þverfótað fyrir Íslendingum í Köben þessa stundina.

Tekur við af Hönnu Birnu í borginni

Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi tók við formennsku í borgarstjórnarflokknum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem hefur tekið við embætti innanríkisráðherra. Þetta var ákveðið á fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í dag.

Vildi aðskilja heimilisbókhaldið frá hlutabréfaviðskiptum

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sagðist ekki finna neinn annan tilgang á gjörningi Kristjáns Arasonar, þáverandi framkvæmdastjóra hjá bankanum, en að koma skuldunum í skjól með stofnun eignarhaldsfélagsins 7hægri ehf. Hreiðar Már bar vitni símleiðis í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Kindurnar komast ekki út vegna kulda

"Við þurftum að taka kindurnar inn þegar það byrjaði að snjóa í lok október, svo þær eru búnar að vera mjög lengi inni“, segir Guðmundur Halldórsson, bóndi að Ekru í Fljótsdalshéraði. Hann segir síðustu þrjú vor hafa einkennst af mikilli óvissu og veðrið hafi verið undarlegt.

Vitni í morðmálinu: "Við höfðum það notalegt allt kvöldið"

Milljarðarmæringurinn Knut-Axel Ugland er aðalvitnið í morðmálinu þar sem íslenskur karlmaður er grunaður um að hafa orðið útvarpsmanninum Helge Dahle að bana í Valle í Setedal í Noregi aðfaranótt sunnudags. "Við höfðum það notalegt allt kvöldið," segir Ugland.

Sjá næstu 50 fréttir