Innlent

Kindur og lömb undir skriðum

Skriðuhætta er nú fyrir austan.
Skriðuhætta er nú fyrir austan.

Talið er að nokkrar kindur og lömb hafi orðið undir aurskriðum sem féllu í sjó fram norðanmegin og utanvert í Seyðisfirði fyrr í vikunni.

Skriðurnar voru 500 metra langar og hátt í hundrað metra breiðar. Í gær féll önnur skriða úr fellinu skammt frá Ystafelli í Köldukinn, en í fyrradag lokaði aurskriða þjóðveginum þar. Af þessu tilefni varar  Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra fólk, sem er á ferð undir hlíðum og fellum á norður- og austurlandi næstu daga við aurskriðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×