Innlent

Íslendingar draga lappirnar í jafnréttismálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ekki hefur verið gætt almennilega að jafnrétti kynjanna í íslenskum lögum, segir ESA.
Ekki hefur verið gætt almennilega að jafnrétti kynjanna í íslenskum lögum, segir ESA. Mynd/ Getty.

Íslendingar hafa ekki innleitt tilskipanir frá Evrópusambandinu um jafna stöðu kynjanna, eins og þeim ber að gera samkvæmt EES samningnum. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveðið að höfða mál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum vegna þessa. Í fréttatilkynningu frá ESA segir að Íslendingar verði að breyta löggjöf um jafna stöðu kynjanna til þess að hún sé í samræmi við löggjöfina á evrópska efnahagssvæðinu. Umrædd tilskipun Evrópusambandsins, sem Íslendingar hafa ekki innleitt með fullnægjandi hætti, snýst um jafnan aðgang að atvinnutækifærum, launum og tryggingum á vinnumarkaði. Íslendingar fengu sent rökstutt álit frá ESA vegna málsins í júní í fyrra. ESA telur að ekki hafi verið brugðist við því og ætla því að stefna Íslendingum fyrir EFTA dómstólinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×