Fleiri fréttir Voru kjarnavopn á Keflavíkurflugvelli? - skjöl WikiLeaks varpa ljósi á málið Það kennir ýmissa grasa í nýbirtum gögnum uppljóstrunarsamtakanna WikiLeaks. Hér er um að ræða 1.7 milljónir skjala út utanríkis- og leyniþjónustu Bandaríkjanna á árunum 1973 til 1975. 8.4.2013 20:00 „Menn eru almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við Reykjavík síðdegis um hugmyndir flokksins um skuldaleiðréttingar. 8.4.2013 19:47 Fundaði með danska forsætisráðherranum „Sköpun starfa er algjört lykilatriði,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, en hann átti í dag fund með Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. 8.4.2013 17:59 Dómari hefur hafnað beiðni Gests og Ragnars Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Gests Jónssonar og Ragnars Hall um að segja sig frá al-Thani málinu. Þeir Gestur og Ragnar, sem eru verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar, héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu þetta. Ríkisútvarpið segist, á vef sínum, hafa heimildir fyrir því að Pétur Guðgeirsson dómari í málinu hafi hafnað því að þeir fengu að segja sig frá málinu. 8.4.2013 16:29 Hörður Felix og Karl Axelsson verða áfram Hvorki Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, né Karl Axelsson, verjandi Magnúsar Guðmundssonar, hafa ákveðið að setja sig frá al-Thani málinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem þeir Gestur, verjandi Sigurðar Einarssonar, og Ragnar, verjandi Ólafs Ólafssonar, héldu þegar þeir tilkynntu ákvörðun sína um að segja sig frá málinu. Ástæðuna segja þeir meðal annars vera þá að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að fresta aðalmeðferð málsins, sem gert er ráð fyrir að hefjist á fimmtudaginn. 8.4.2013 15:54 Sigurður Einarsson ekki óskað eftir nýjum verjanda Ólafur Ólafsson, sem hefur verið ákærður í Al-Thani málinu, hefur óskað eftir því að verða skipaður nýr verjandi eftir að Ragnar H. Hall sagði sig frá málinu í dag. Það hefur Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, ekki gert. Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar, segist þó búast við því að Sigurður óski eftir því að fá nýjan verjanda og að báðir haldi uppi vörnum. 8.4.2013 15:36 Saksóknari undrandi yfir ákvörðun verjenda "Ég er mjög undrandi,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari hjá sérstökum saksóknara vegna þeirrar ákvörðunar hæstaréttarlögmannana Gests Jónssonar og Ragnars Hall að segja sig frá al-Thani málinu. Þeir Gestur og Ragnar eru verjendur Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda bankans. 8.4.2013 15:27 Viðbúið að héraðsdómur hafni ósk verjendanna Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur viðbúð að Héraðsdómur Reykjavíkur muni synja beiðni hæstaréttarlögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall um að fá að segja sig frá al-Thani málinu. Þeir Gestur og Ragnar, sem eru verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar, héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir kynntu þessa ákvörðun sína. 8.4.2013 15:16 Verjendur segja sig frá Al-Thani málinu - segja málsmeðferð óeðlilega Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall hafa ákveðið að láta af störfum sem verjendur Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, eins af aðaleigendum Kaupþings. 8.4.2013 14:14 Tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður 20. aldarinnar "Margaret Thatcher var tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamáður 20 aldarinnar,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Talsmaður Thatchers tilkynnti breskum fjölmiðlum í morgun að Thatcher væri látin, 87 ára að aldri. Banamein hennar var heilablóðfall. 8.4.2013 13:08 Verjendur boða til blaðamannafundar vegna Al-Thani-málsins Verjendur Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings og Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda bankans, hafa boðað til blaðamannafundar í dag. 8.4.2013 12:13 Stal flösku af Jim Beam og sjálfskiptingarvökva Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning síðdegis síðastliðinn föstudag þess efnis að fjórir menn hefðu sést á hlaupum frá verslunarmiðstöðinni í Njarðvík. Voru þeir grunaðir um að hafa stolið áfengi úr vínbúðinni þar, svo og varningi úr Bílanausti. 8.4.2013 11:41 Samfélag samkynhneigðra fylgist með Jóhönnu og Jónínu Talsmenn aukinna réttinda samkynhneigðra munu fylgjast vel með þeim móttökum sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Jónína Leósdóttir, eiginkona hennar, fá í opinberri heimsókn þeirra í Kína. 8.4.2013 10:55 Fimmtán ára með fíknefni Um helgina höfðu lögreglumenn á Selfossi afskipti af 15 ára gömlum unglingi sem var með í vasa sínum tæpt gramm af kannabis. 8.4.2013 10:43 Datt af baki og lenti á vatnskari Það óhapp átti sér stað í Reykjanesbæ, að stúlka féll af baki hesti sínum og hlaut nokkur meiðsl. Stúlkan var með vinkonu sinni í útreiðatúr á Mánagrund þegar hestur hennar rauk allt í einu á fulla ferð. 8.4.2013 10:37 Ökuferðin gæti kostað 130 þúsund Tuttugu og sex ökumenn voru staðnir að að of hröðum akstri í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 141 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hann má búast við að glæfraaksturinn kosti hann 130 þúsund krónur. Flest hraðakstursbrotin áttu sér stað á Reykjanesbraut. 8.4.2013 10:25 Auglýst eftir áhugamönnum um túnfiskveiðar Stjórnvöld auglýsa í Stjórnartíðindum eftir aðilum, sem hafa áhuga á túnfiskveiðum, ýmist á sjóstöng eða línu. 8.4.2013 08:35 Yfir fjögur þúsund skjálftar Rólegt var á skjálftasvæðinu austur af Grímsey í nótt og hefur engin snarpur skjálfti mælst þar síðan einn upp á 3,3 stig varð þar á fimmta tímanum í fyrrinótt. Jarðvísindamenn eiga þó allt eins von á að virknin geti aukist á ný. Yfir fjögur þúsund skjálftar mældust á skjálftakerfinu í síðustu viku, lang flestir austur af Grímsey. 8.4.2013 07:48 Þorskurinn í fæðingarorlof Þorskurinn er að fara í fæðingarorlof, en svo nefna sjómenn gjarnan hrygningarstoppið, þegar veiðar eru bannaðar á tilteknum hrygningarsvæðum þorskins til að trufla ekki hrygningu hans. 8.4.2013 07:46 Sjóðandi heitt vatn setur menn og dýr í stórhættu Hluti af hitaveitulögnum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í Skorradal er úr sér genginn og skapar stórhættu fyrir menn og dýr. Ein lögnin fór sundur í gær með þeim afleiðingum að þúsundir lítra af 90 gráðu heitu vatni láku út og mynduðu stóra tjörn. 8.4.2013 07:00 Telja skógrækt við Þórsmörk í hættu „Ég er mjög ósáttur með úrskurð nefndarinnar sem kaus að hunsa fyrirliggjandi beitarþolsmat sem unnið var af Landbúnaðarháskólanum. Þar kemur skýrt fram að það sé ekki ákjósanlegt að hefja beit á svæðinu,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. 8.4.2013 07:00 Vilja kenna börnum skák frá fyrsta degi Sterk rök hníga að því að taka upp skákkennslu í grunnskólum landsins sem hluta af fastri stundaskrá. Könnun meðal skólastjórnenda sýnir að 97% þeirra vilja taka þátt í tilraunaverkefni sem myndi innleiða kerfisbundna skákkennslu fyrir yngstu börnin inn í skólastarfið. 8.4.2013 07:00 Fiskikóngur vonar að hafmeyjan fái frið Kristján Berg, sem rekur fiskbúðina Fiskikónginn við Sogaveg, hefur látið mála risastóra mynd af hafmeyju á vegg búðarinnar. Hann var áður með stórt auglýsingaskilti á veggnum en Reykjavíkurborg lét hann fjarlægja það. 8.4.2013 07:00 Ungur og óreyndur í aðalhlutverki Þrátt fyrir að vera óþekkt andlit hefur leikaradraumurinn lengi blundað í Styr Júlíussyni sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Falskur fugl. 7.4.2013 20:30 Gagnsæi er lykillinn að fulltrúalýðræði Smári McCarthy segir fylgisaukingu Pírata vera viðbúna og býst við að fá fulltrúa á þing. Þeir leggi áherslu á gagnsæi og aðgang almennings að upplýsingum, sem sé grunnurinn að fulltrúalýðræði og þátttöku almennings. 7.4.2013 20:15 "Finnst kennitalan ónýt og ekki hjálpar til hvað ég er feit" "Mér finnst það skipta máli hvað ég er orðin gömul, mér finnst til dæmis kennitalan mín vera ónýt. Og ekki hjálpar til hvað ég er feit. Ég fer í blóðprufur reglulega og er rosalega hraust - það er ekkert að mér,“ segir María Líndal Jóhannsdóttir, fimmtíu og tveggja ára atvinnulaus þriggja barna móðir í Reykjanesbæ. 7.4.2013 19:30 Yfir 80 prósent vilja að flugvöllurinn verði kyrr Yfir 80 prósent landsmanna vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði kyrr í Vatnsmýrinni, samkvæmt niðurstöðum könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Ekki er munur á afstöðu eftir búsetu, en í kosningum um framtíð flugvallarins árið 2001 vildi meirihluti Reykvíkinga flugvöllinn burt. 7.4.2013 18:30 Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem lést í bílslysi á Akrafjallsvegi norðan við Hvalfjarðargöngin í fyrrinótt hét Lovísa Hrund Svavarsdóttir. Hún var sautján ára gömul. 7.4.2013 14:59 Svona segist Sigmundur Davíð ætla að efna kosningaloforðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins segist viss um að höfuðstóll skulda almennings lækki eftir að gerðir verði samningar við kröfuhafa gömlu bankana. Segir hann að heildfjármagnið sé svo mikið, hagsmunir kröfuhafana um að losna út séu svo miklir og að tæki ríkisins um að knýja fram nýja samninga séu svo sterk. 7.4.2013 13:31 Katrín Jakobs: Átök á erfiðu kjörtímabili Katrín Jakobsdóttir formaður VG segist bjartsýn á að flokkurinn eigi eftir að ná vopnum sínum að nýju fram að kosningum. Hún segir erfiðar ákvarðanir á síðasta kjörtímabili og átök innan flokksins skýra fylgistap flokksins. 7.4.2013 12:17 Friðurinn og fegurðin dýpst á nóttunni Mikil reiði ríkir meðal veiðimanna vegna ákvörðunar Þingvallanefndar um að banna næturveiði í þjóðgarðinum. Stefán Jón Hafstein, útgáfustjóri Flugur.is, sem barist hefur fyrir réttindum veiðimanna, segir að ákvörðuninni verði ekki unað. 7.4.2013 12:04 Fylgistapið vonbrigði - verðum að sækja fram Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fylgistap flokksins í síðustu skoðanakönnunum séu mikil vonbrigði. Eina í stöðunni núna sé að sækja fram og trúa á boðskapinn. 7.4.2013 11:38 Fresta flugskeytaprófun Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta flugskeytaprófun sem fram átti að fara í Kaliforníu í næstu viku. 7.4.2013 09:48 Vilja umboðsmann aldraðra Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennni telur að stofna eigi embætti umboðsmanns aldraðra. Hlutverk embættisins ætti samkvæmt þessum tillögum að vera að gæta hagsmuna aldraðra í hvívetna. 7.4.2013 09:37 Engin tengsl á milli drykkjuláta og silungsveiða Ákvörðun Þingvallanefndar um að banna veiði í þjóðgarðinum að næturlagi hefur vakið mikla reiði veiðimanna og ríkir ólga á samskiptamiðlum vegna málsins. 7.4.2013 09:33 Ógnaði pizzasendli með hnífi Maður ógnaði pizzasendli með hnífi í Kópavogi í gærkvöldi og hafði á brott með sér farsíma, skiptimynnt og pizzur, sem voru í hitatöskum. Ræninginn er ófundinn og er málið í rannsókn hjá lögreglu. 7.4.2013 09:26 Fimmfaldur næst Lottópotturinn verður fimmfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar. 6.4.2013 20:39 Hún var stórkostleg hún mamma Tinna Gunnlaugsdóttir hefur mörgu að sinna þessa dagana. Fyrir utan að stjórna þjóðleikhúsi Íslendinga tekur hún þátt í að undirbúa útför móður sinnar, Herdísar Þorvaldsdóttur. 6.4.2013 20:30 Ætli það endi ekki með því að leikmenn mæta með sinn bolta Knattspyrnufélag ÍA ætlar ekki að spila með boltann sem lagt er til að spilað verði með í Pepsideild karla í sumar. Formaður samtaka efstudeildarliða segir gagnrýnina meira í formi gífuryrða en ekki byggða á faglegum grunni. 6.4.2013 19:05 Árni Páll skorar á Sigmund Davíð að mæta sér Það hefur ekki blásið sérstaklega byrlega fyrir Samfylkingunni í skoðannakönnunum síðustu vikna. Það var hinsvegar hugur í þeim sem mættu á baráttugleði flokksins í Gamla Bíói í dag. 6.4.2013 18:52 Yfir 80% vilja taka málið upp aftur Langflestir landsmenn eru þeirrar skoðunnar að taka eigi Guðmundar- og Geirfinnsmál upp að nýju fyrir íslenskum dómstólum. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Sonur Sævars Ciecelskis segir niðurstöðuna bera vott um að sleggjudómar síðustu ára séu á undanhaldi. 6.4.2013 18:30 Eldur í þurrkara Eldur kom upp í kjallara íbúaðarhúsnæðis á Langholtsvegi á sjötta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kviknaði í þurrkara. Töluvert mikill reykur barst í nærliggjandi íbúðir og reykræstu slökkviliðsmenn þær íbúðir. Enginn slasaðist. 6.4.2013 17:56 Pottur gleymdist á eldavél Slökkviliðinu var tilkynnt um reyk sem barst út úr íbúð á annarri hæð íbúðar við Skógarveg í Reykjavík um klukkan þrjú í dag. Reykkafarar fóru inn í gegnum svalarhurð. Kom þá í ljós að pottur gleymdist á eldavél. Íbúarnar voru ekki heimi en komu á vettvang þegar slökkviliðið var að reykræsta íbúðina. 6.4.2013 17:20 Setti í vitlausan gír Tvær konur voru fluttar til skoðunar á slysadeild eftir árekstur á Tryggvagötu við Kolaportið á öðrum tímanum í dag. 6.4.2013 17:18 Jóhanna og Jónína í opinbera heimsókn til Kína Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir, fara í þriggja daga opinbera heimsókn til Kína 15. apríl næstkomandi. 6.4.2013 16:02 Sjá næstu 50 fréttir
Voru kjarnavopn á Keflavíkurflugvelli? - skjöl WikiLeaks varpa ljósi á málið Það kennir ýmissa grasa í nýbirtum gögnum uppljóstrunarsamtakanna WikiLeaks. Hér er um að ræða 1.7 milljónir skjala út utanríkis- og leyniþjónustu Bandaríkjanna á árunum 1973 til 1975. 8.4.2013 20:00
„Menn eru almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við Reykjavík síðdegis um hugmyndir flokksins um skuldaleiðréttingar. 8.4.2013 19:47
Fundaði með danska forsætisráðherranum „Sköpun starfa er algjört lykilatriði,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, en hann átti í dag fund með Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. 8.4.2013 17:59
Dómari hefur hafnað beiðni Gests og Ragnars Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Gests Jónssonar og Ragnars Hall um að segja sig frá al-Thani málinu. Þeir Gestur og Ragnar, sem eru verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar, héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu þetta. Ríkisútvarpið segist, á vef sínum, hafa heimildir fyrir því að Pétur Guðgeirsson dómari í málinu hafi hafnað því að þeir fengu að segja sig frá málinu. 8.4.2013 16:29
Hörður Felix og Karl Axelsson verða áfram Hvorki Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, né Karl Axelsson, verjandi Magnúsar Guðmundssonar, hafa ákveðið að setja sig frá al-Thani málinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem þeir Gestur, verjandi Sigurðar Einarssonar, og Ragnar, verjandi Ólafs Ólafssonar, héldu þegar þeir tilkynntu ákvörðun sína um að segja sig frá málinu. Ástæðuna segja þeir meðal annars vera þá að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að fresta aðalmeðferð málsins, sem gert er ráð fyrir að hefjist á fimmtudaginn. 8.4.2013 15:54
Sigurður Einarsson ekki óskað eftir nýjum verjanda Ólafur Ólafsson, sem hefur verið ákærður í Al-Thani málinu, hefur óskað eftir því að verða skipaður nýr verjandi eftir að Ragnar H. Hall sagði sig frá málinu í dag. Það hefur Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, ekki gert. Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar, segist þó búast við því að Sigurður óski eftir því að fá nýjan verjanda og að báðir haldi uppi vörnum. 8.4.2013 15:36
Saksóknari undrandi yfir ákvörðun verjenda "Ég er mjög undrandi,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari hjá sérstökum saksóknara vegna þeirrar ákvörðunar hæstaréttarlögmannana Gests Jónssonar og Ragnars Hall að segja sig frá al-Thani málinu. Þeir Gestur og Ragnar eru verjendur Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda bankans. 8.4.2013 15:27
Viðbúið að héraðsdómur hafni ósk verjendanna Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur viðbúð að Héraðsdómur Reykjavíkur muni synja beiðni hæstaréttarlögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall um að fá að segja sig frá al-Thani málinu. Þeir Gestur og Ragnar, sem eru verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar, héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir kynntu þessa ákvörðun sína. 8.4.2013 15:16
Verjendur segja sig frá Al-Thani málinu - segja málsmeðferð óeðlilega Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall hafa ákveðið að láta af störfum sem verjendur Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, eins af aðaleigendum Kaupþings. 8.4.2013 14:14
Tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður 20. aldarinnar "Margaret Thatcher var tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamáður 20 aldarinnar,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Talsmaður Thatchers tilkynnti breskum fjölmiðlum í morgun að Thatcher væri látin, 87 ára að aldri. Banamein hennar var heilablóðfall. 8.4.2013 13:08
Verjendur boða til blaðamannafundar vegna Al-Thani-málsins Verjendur Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings og Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda bankans, hafa boðað til blaðamannafundar í dag. 8.4.2013 12:13
Stal flösku af Jim Beam og sjálfskiptingarvökva Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning síðdegis síðastliðinn föstudag þess efnis að fjórir menn hefðu sést á hlaupum frá verslunarmiðstöðinni í Njarðvík. Voru þeir grunaðir um að hafa stolið áfengi úr vínbúðinni þar, svo og varningi úr Bílanausti. 8.4.2013 11:41
Samfélag samkynhneigðra fylgist með Jóhönnu og Jónínu Talsmenn aukinna réttinda samkynhneigðra munu fylgjast vel með þeim móttökum sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Jónína Leósdóttir, eiginkona hennar, fá í opinberri heimsókn þeirra í Kína. 8.4.2013 10:55
Fimmtán ára með fíknefni Um helgina höfðu lögreglumenn á Selfossi afskipti af 15 ára gömlum unglingi sem var með í vasa sínum tæpt gramm af kannabis. 8.4.2013 10:43
Datt af baki og lenti á vatnskari Það óhapp átti sér stað í Reykjanesbæ, að stúlka féll af baki hesti sínum og hlaut nokkur meiðsl. Stúlkan var með vinkonu sinni í útreiðatúr á Mánagrund þegar hestur hennar rauk allt í einu á fulla ferð. 8.4.2013 10:37
Ökuferðin gæti kostað 130 þúsund Tuttugu og sex ökumenn voru staðnir að að of hröðum akstri í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 141 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hann má búast við að glæfraaksturinn kosti hann 130 þúsund krónur. Flest hraðakstursbrotin áttu sér stað á Reykjanesbraut. 8.4.2013 10:25
Auglýst eftir áhugamönnum um túnfiskveiðar Stjórnvöld auglýsa í Stjórnartíðindum eftir aðilum, sem hafa áhuga á túnfiskveiðum, ýmist á sjóstöng eða línu. 8.4.2013 08:35
Yfir fjögur þúsund skjálftar Rólegt var á skjálftasvæðinu austur af Grímsey í nótt og hefur engin snarpur skjálfti mælst þar síðan einn upp á 3,3 stig varð þar á fimmta tímanum í fyrrinótt. Jarðvísindamenn eiga þó allt eins von á að virknin geti aukist á ný. Yfir fjögur þúsund skjálftar mældust á skjálftakerfinu í síðustu viku, lang flestir austur af Grímsey. 8.4.2013 07:48
Þorskurinn í fæðingarorlof Þorskurinn er að fara í fæðingarorlof, en svo nefna sjómenn gjarnan hrygningarstoppið, þegar veiðar eru bannaðar á tilteknum hrygningarsvæðum þorskins til að trufla ekki hrygningu hans. 8.4.2013 07:46
Sjóðandi heitt vatn setur menn og dýr í stórhættu Hluti af hitaveitulögnum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í Skorradal er úr sér genginn og skapar stórhættu fyrir menn og dýr. Ein lögnin fór sundur í gær með þeim afleiðingum að þúsundir lítra af 90 gráðu heitu vatni láku út og mynduðu stóra tjörn. 8.4.2013 07:00
Telja skógrækt við Þórsmörk í hættu „Ég er mjög ósáttur með úrskurð nefndarinnar sem kaus að hunsa fyrirliggjandi beitarþolsmat sem unnið var af Landbúnaðarháskólanum. Þar kemur skýrt fram að það sé ekki ákjósanlegt að hefja beit á svæðinu,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. 8.4.2013 07:00
Vilja kenna börnum skák frá fyrsta degi Sterk rök hníga að því að taka upp skákkennslu í grunnskólum landsins sem hluta af fastri stundaskrá. Könnun meðal skólastjórnenda sýnir að 97% þeirra vilja taka þátt í tilraunaverkefni sem myndi innleiða kerfisbundna skákkennslu fyrir yngstu börnin inn í skólastarfið. 8.4.2013 07:00
Fiskikóngur vonar að hafmeyjan fái frið Kristján Berg, sem rekur fiskbúðina Fiskikónginn við Sogaveg, hefur látið mála risastóra mynd af hafmeyju á vegg búðarinnar. Hann var áður með stórt auglýsingaskilti á veggnum en Reykjavíkurborg lét hann fjarlægja það. 8.4.2013 07:00
Ungur og óreyndur í aðalhlutverki Þrátt fyrir að vera óþekkt andlit hefur leikaradraumurinn lengi blundað í Styr Júlíussyni sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Falskur fugl. 7.4.2013 20:30
Gagnsæi er lykillinn að fulltrúalýðræði Smári McCarthy segir fylgisaukingu Pírata vera viðbúna og býst við að fá fulltrúa á þing. Þeir leggi áherslu á gagnsæi og aðgang almennings að upplýsingum, sem sé grunnurinn að fulltrúalýðræði og þátttöku almennings. 7.4.2013 20:15
"Finnst kennitalan ónýt og ekki hjálpar til hvað ég er feit" "Mér finnst það skipta máli hvað ég er orðin gömul, mér finnst til dæmis kennitalan mín vera ónýt. Og ekki hjálpar til hvað ég er feit. Ég fer í blóðprufur reglulega og er rosalega hraust - það er ekkert að mér,“ segir María Líndal Jóhannsdóttir, fimmtíu og tveggja ára atvinnulaus þriggja barna móðir í Reykjanesbæ. 7.4.2013 19:30
Yfir 80 prósent vilja að flugvöllurinn verði kyrr Yfir 80 prósent landsmanna vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði kyrr í Vatnsmýrinni, samkvæmt niðurstöðum könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Ekki er munur á afstöðu eftir búsetu, en í kosningum um framtíð flugvallarins árið 2001 vildi meirihluti Reykvíkinga flugvöllinn burt. 7.4.2013 18:30
Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem lést í bílslysi á Akrafjallsvegi norðan við Hvalfjarðargöngin í fyrrinótt hét Lovísa Hrund Svavarsdóttir. Hún var sautján ára gömul. 7.4.2013 14:59
Svona segist Sigmundur Davíð ætla að efna kosningaloforðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins segist viss um að höfuðstóll skulda almennings lækki eftir að gerðir verði samningar við kröfuhafa gömlu bankana. Segir hann að heildfjármagnið sé svo mikið, hagsmunir kröfuhafana um að losna út séu svo miklir og að tæki ríkisins um að knýja fram nýja samninga séu svo sterk. 7.4.2013 13:31
Katrín Jakobs: Átök á erfiðu kjörtímabili Katrín Jakobsdóttir formaður VG segist bjartsýn á að flokkurinn eigi eftir að ná vopnum sínum að nýju fram að kosningum. Hún segir erfiðar ákvarðanir á síðasta kjörtímabili og átök innan flokksins skýra fylgistap flokksins. 7.4.2013 12:17
Friðurinn og fegurðin dýpst á nóttunni Mikil reiði ríkir meðal veiðimanna vegna ákvörðunar Þingvallanefndar um að banna næturveiði í þjóðgarðinum. Stefán Jón Hafstein, útgáfustjóri Flugur.is, sem barist hefur fyrir réttindum veiðimanna, segir að ákvörðuninni verði ekki unað. 7.4.2013 12:04
Fylgistapið vonbrigði - verðum að sækja fram Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fylgistap flokksins í síðustu skoðanakönnunum séu mikil vonbrigði. Eina í stöðunni núna sé að sækja fram og trúa á boðskapinn. 7.4.2013 11:38
Fresta flugskeytaprófun Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta flugskeytaprófun sem fram átti að fara í Kaliforníu í næstu viku. 7.4.2013 09:48
Vilja umboðsmann aldraðra Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennni telur að stofna eigi embætti umboðsmanns aldraðra. Hlutverk embættisins ætti samkvæmt þessum tillögum að vera að gæta hagsmuna aldraðra í hvívetna. 7.4.2013 09:37
Engin tengsl á milli drykkjuláta og silungsveiða Ákvörðun Þingvallanefndar um að banna veiði í þjóðgarðinum að næturlagi hefur vakið mikla reiði veiðimanna og ríkir ólga á samskiptamiðlum vegna málsins. 7.4.2013 09:33
Ógnaði pizzasendli með hnífi Maður ógnaði pizzasendli með hnífi í Kópavogi í gærkvöldi og hafði á brott með sér farsíma, skiptimynnt og pizzur, sem voru í hitatöskum. Ræninginn er ófundinn og er málið í rannsókn hjá lögreglu. 7.4.2013 09:26
Fimmfaldur næst Lottópotturinn verður fimmfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar. 6.4.2013 20:39
Hún var stórkostleg hún mamma Tinna Gunnlaugsdóttir hefur mörgu að sinna þessa dagana. Fyrir utan að stjórna þjóðleikhúsi Íslendinga tekur hún þátt í að undirbúa útför móður sinnar, Herdísar Þorvaldsdóttur. 6.4.2013 20:30
Ætli það endi ekki með því að leikmenn mæta með sinn bolta Knattspyrnufélag ÍA ætlar ekki að spila með boltann sem lagt er til að spilað verði með í Pepsideild karla í sumar. Formaður samtaka efstudeildarliða segir gagnrýnina meira í formi gífuryrða en ekki byggða á faglegum grunni. 6.4.2013 19:05
Árni Páll skorar á Sigmund Davíð að mæta sér Það hefur ekki blásið sérstaklega byrlega fyrir Samfylkingunni í skoðannakönnunum síðustu vikna. Það var hinsvegar hugur í þeim sem mættu á baráttugleði flokksins í Gamla Bíói í dag. 6.4.2013 18:52
Yfir 80% vilja taka málið upp aftur Langflestir landsmenn eru þeirrar skoðunnar að taka eigi Guðmundar- og Geirfinnsmál upp að nýju fyrir íslenskum dómstólum. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Sonur Sævars Ciecelskis segir niðurstöðuna bera vott um að sleggjudómar síðustu ára séu á undanhaldi. 6.4.2013 18:30
Eldur í þurrkara Eldur kom upp í kjallara íbúaðarhúsnæðis á Langholtsvegi á sjötta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kviknaði í þurrkara. Töluvert mikill reykur barst í nærliggjandi íbúðir og reykræstu slökkviliðsmenn þær íbúðir. Enginn slasaðist. 6.4.2013 17:56
Pottur gleymdist á eldavél Slökkviliðinu var tilkynnt um reyk sem barst út úr íbúð á annarri hæð íbúðar við Skógarveg í Reykjavík um klukkan þrjú í dag. Reykkafarar fóru inn í gegnum svalarhurð. Kom þá í ljós að pottur gleymdist á eldavél. Íbúarnar voru ekki heimi en komu á vettvang þegar slökkviliðið var að reykræsta íbúðina. 6.4.2013 17:20
Setti í vitlausan gír Tvær konur voru fluttar til skoðunar á slysadeild eftir árekstur á Tryggvagötu við Kolaportið á öðrum tímanum í dag. 6.4.2013 17:18
Jóhanna og Jónína í opinbera heimsókn til Kína Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir, fara í þriggja daga opinbera heimsókn til Kína 15. apríl næstkomandi. 6.4.2013 16:02