Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Jón Þór Stefánsson skrifar 21. ágúst 2025 19:00 Halla Tómasdóttir vill að stjórnvöld taki af skarið og grípi strax til aðgerða varðandi gervigreindina. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands birtist í djúpfölsuðu gervigreindarmyndbandi sem Facebook-notendur geta nú séð sem auglýsingu á samfélagsmiðlinum. Þar heyrist Halla mæla með óljósum fjárfestingarkostum og segist ábyrgjast verðmæti fólks í þeim. Myndbandið sem um ræðir er falsað og segir Halla að henni hafi dauðbrugðið og orðið öskureið þegar hún varð myndbandsins vör. Halla ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta komi fyrir, og tekur fram að fólk verði að hafa varan á. „Ef fólk rekst á myndbönd af mér, eða öðrum þjóðþekktum einstaklingum að biðja þau um að fjárfesta í einhverju þá er eins gott að staldra við, því það mun ég aldrei gera,“ segir Halla. Hvernig varð þér við þegar þú sást þetta? „Mér dauðbrá og ég varð öskureið, svo ég segi bara alveg eins og er. Þetta er auðvitað mikil árás á einstakling þegar rödd manns og andlit er tekið svona. Þess vegna held ég að það þurfi að gera þetta glæpsamlegt.“ Örstutt hljóðbrot og ein mynd nóg Hún tekur fram að gervigreind bjóði upp á spennandi framþróun á mörgum sviðum, fylgi henni líka skuggahliðar. „Þetta er náttúrulega alveg skelfilegt. Eins og gervigreindin getur verið spennandi og hjálpað okkur að leysa alvöru verkefni eins og við að finna lausnir og lyf við krabbameini, þá eru áskoranirnar í kringum þessa byltingu afar stórar, og krefjast miklu meiri athygli, umræðu og aðgerða heldur en er að eiga sér stað í okkar samfélagi. Þetta er auðvitað bara ein birtingarmyndin af þessari byltingu sem er að eiga sér stað á ógnarhraða.“ Hér má sjá myndbandið sem um ræðir. Hún bendir á hversu lítið geti þurft til þess að búa til djúpfalsað myndband. „Örstutt raddbrot, nokkrar sekúndur, og ein mynd af einstaklingi dugar til að búa til fals- myndir, myndbönd, og fréttir sem ná því miður stundum að blekkja fólk. Auðvitað er þetta bæði að vega að trausti í samfélaginu og jafnvel að sjálfu lýðræðinu okkar. Þetta er mjög alvarleg þróun og við eigum að bregðast við af festu.“ Vill ekki bíða eftir Evrópusambandinu Halla vill að íslensk stjórnvöld bregðist við vandanum. Hún segir ekki nóg að þau bíði eftir því hvað Evrópusambandið geri, heldur verði þau sjálf að taka af skarið. Hún nefnir sem dæmi fyrirhugaðrar breytingar á danskri löggjöf sem myndu gera notkun á líkindum og rödd fólks glæpsamlega. „Svo ég tali nú bara hreint út, ég held að bæði hér heima og úti í heimi séu stjórnvöld víða ekki að átta sig á því hversu mikil áhrif þessi gervigreindarbylting mun hafa á allt frá svikum og fölsunum, og hvernig kosningar fara fram, á vinnumarkaðinn. Það er ákaflega brýnt að við eigum alvöru samtal um hvaða leið við ætlum að fara.“ Halla segist nú íhuga að gera þetta að umfjöllunarefni sínu í komandi þingsetningarávarpi forseta. „Ég er kannski svolítil harðlínumanneskja þegar kemur að þessu. Það eru margir fletir á gervigreindarbyltingunni sem geta fært okkur gagn, en hún verður að þjóna mannkyninu en ekki öfugt. Það er svolítið eins og við séum orðin fórnarlömb þessarar byltingar nú þegar, hún sé að ræna okkur mörgu sem er mikilvægt fyrir heilbrigt samfélag. Ég vona einlæglega að þingið og ríkisstjórn taki þessi mál föstum tökum. Ég mun sannarlega hvetja til þess.“ Gervigreind Tækni Forseti Íslands Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Myndbandið sem um ræðir er falsað og segir Halla að henni hafi dauðbrugðið og orðið öskureið þegar hún varð myndbandsins vör. Halla ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta komi fyrir, og tekur fram að fólk verði að hafa varan á. „Ef fólk rekst á myndbönd af mér, eða öðrum þjóðþekktum einstaklingum að biðja þau um að fjárfesta í einhverju þá er eins gott að staldra við, því það mun ég aldrei gera,“ segir Halla. Hvernig varð þér við þegar þú sást þetta? „Mér dauðbrá og ég varð öskureið, svo ég segi bara alveg eins og er. Þetta er auðvitað mikil árás á einstakling þegar rödd manns og andlit er tekið svona. Þess vegna held ég að það þurfi að gera þetta glæpsamlegt.“ Örstutt hljóðbrot og ein mynd nóg Hún tekur fram að gervigreind bjóði upp á spennandi framþróun á mörgum sviðum, fylgi henni líka skuggahliðar. „Þetta er náttúrulega alveg skelfilegt. Eins og gervigreindin getur verið spennandi og hjálpað okkur að leysa alvöru verkefni eins og við að finna lausnir og lyf við krabbameini, þá eru áskoranirnar í kringum þessa byltingu afar stórar, og krefjast miklu meiri athygli, umræðu og aðgerða heldur en er að eiga sér stað í okkar samfélagi. Þetta er auðvitað bara ein birtingarmyndin af þessari byltingu sem er að eiga sér stað á ógnarhraða.“ Hér má sjá myndbandið sem um ræðir. Hún bendir á hversu lítið geti þurft til þess að búa til djúpfalsað myndband. „Örstutt raddbrot, nokkrar sekúndur, og ein mynd af einstaklingi dugar til að búa til fals- myndir, myndbönd, og fréttir sem ná því miður stundum að blekkja fólk. Auðvitað er þetta bæði að vega að trausti í samfélaginu og jafnvel að sjálfu lýðræðinu okkar. Þetta er mjög alvarleg þróun og við eigum að bregðast við af festu.“ Vill ekki bíða eftir Evrópusambandinu Halla vill að íslensk stjórnvöld bregðist við vandanum. Hún segir ekki nóg að þau bíði eftir því hvað Evrópusambandið geri, heldur verði þau sjálf að taka af skarið. Hún nefnir sem dæmi fyrirhugaðrar breytingar á danskri löggjöf sem myndu gera notkun á líkindum og rödd fólks glæpsamlega. „Svo ég tali nú bara hreint út, ég held að bæði hér heima og úti í heimi séu stjórnvöld víða ekki að átta sig á því hversu mikil áhrif þessi gervigreindarbylting mun hafa á allt frá svikum og fölsunum, og hvernig kosningar fara fram, á vinnumarkaðinn. Það er ákaflega brýnt að við eigum alvöru samtal um hvaða leið við ætlum að fara.“ Halla segist nú íhuga að gera þetta að umfjöllunarefni sínu í komandi þingsetningarávarpi forseta. „Ég er kannski svolítil harðlínumanneskja þegar kemur að þessu. Það eru margir fletir á gervigreindarbyltingunni sem geta fært okkur gagn, en hún verður að þjóna mannkyninu en ekki öfugt. Það er svolítið eins og við séum orðin fórnarlömb þessarar byltingar nú þegar, hún sé að ræna okkur mörgu sem er mikilvægt fyrir heilbrigt samfélag. Ég vona einlæglega að þingið og ríkisstjórn taki þessi mál föstum tökum. Ég mun sannarlega hvetja til þess.“
Gervigreind Tækni Forseti Íslands Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira