Innlent

Samfélag samkynhneigðra fylgist með Jóhönnu og Jónínu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er í Kína með eiginkonu sinni.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er í Kína með eiginkonu sinni. Mynd/ Valli.
Talsmenn aukinna réttinda samkynhneigðra munu fylgjast vel með þeim móttökum sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Jónína Leósdóttir, eiginkona hennar, fá í opinberri heimsókn þeirra í Kína.

Þær fara til Kína, meðal annars, til að ljúka við gerð fríverslunarsamnings, en opinber heimsókn hefst á mánudag eftir viku. International Herald Tribune segir að fylgst verði náið með því hvernig ríkissjónvarpsstöðin, CCTV, muni fjalla um heimsóknina þar sem hjónabönd samkynhneigðra séu ekki leyfð í Kína. Hins vegar sé þrýstingur sumsstaðar í kínversku samfélagi á að leyfa þau.

International Herald Tribune segir að kínversk yfirvöld þoli, eða hundsi, einkalíf samkynhneigðra og hafi í auknu mæli fjallað um málefni samkynhneigðra þegar HIV veiran og AIDS hefur borið á góma. Hins vegar gæti ennþá tortryggni í garð samkynhneigðra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×