Innlent

Verjendur segja sig frá Al-Thani málinu - segja málsmeðferð óeðlilega

Gestur Jónsson t.v. og Ragnar H. Hall. Þeir hafa sagt sig frá Al-Thani málinu svokallaða.
Gestur Jónsson t.v. og Ragnar H. Hall. Þeir hafa sagt sig frá Al-Thani málinu svokallaða. Mynd Pjetur
Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall hafa ákveðið að láta af störfum sem verjendur Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, eins af aðaleigendum Kaupþings.

Ástæðan er sú að hæstaréttarlögmennirnir líti svo á að brotið hafi ítrekað verið á skjólstæðingum þeirra í Al-Thani málinu.

Verjendurnir hafa þegar tilkynnt Héraðsdómi Reykjavíkur þetta með bréfi sem þeir sendu í dag. Í tilkynningu sem þeir afhentu blaðamönnum á Grand Hóteli fyrir stundu segir að steininn hafi tekið úr þegar Hæstiréttur Íslands úrskurðaði meðal annars síðasta fimmtudag að aðalmeðferð yrði ekki frestað eins og verjendur fóru fram á, heldur færi hún fram næstkomandi fimmtudag.

Ragnar sagði á fundinum að lögmennirnir væru samt sem áður fullkomlega sannfærðir um sakleysi Sigurðar og Ólafs, en þeir vildu ekki, með þátttöku sinni, ljá málsmeðferðinni það yfirbragð að farið hefði verið eftir réttlátum reglum um málsmeðferð.

Hér fyrir neðan má nálgast greinagerðir lögmannanna.


Tengdar fréttir

Hörður Felix og Karl Axelsson verða áfram

Hvorki Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, né Karl Axelsson, verjandi Magnúsar Guðmundssonar, hafa ákveðið að setja sig frá al-Thani málinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem þeir Gestur, verjandi Sigurðar Einarssonar, og Ragnar, verjandi Ólafs Ólafssonar, héldu þegar þeir tilkynntu ákvörðun sína um að segja sig frá málinu. Ástæðuna segja þeir meðal annars vera þá að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að fresta aðalmeðferð málsins, sem gert er ráð fyrir að hefjist á fimmtudaginn.

Saksóknari undrandi yfir ákvörðun verjenda

"Ég er mjög undrandi,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari hjá sérstökum saksóknara vegna þeirrar ákvörðunar hæstaréttarlögmannana Gests Jónssonar og Ragnars Hall að segja sig frá al-Thani málinu. Þeir Gestur og Ragnar eru verjendur Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda bankans.

Sigurður Einarsson ekki óskað eftir nýjum verjanda

Ólafur Ólafsson, sem hefur verið ákærður í Al-Thani málinu, hefur óskað eftir því að verða skipaður nýr verjandi eftir að Ragnar H. Hall sagði sig frá málinu í dag. Það hefur Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, ekki gert. Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar, segist þó búast við því að Sigurður óski eftir því að fá nýjan verjanda og að báðir haldi uppi vörnum.

Viðbúið að héraðsdómur hafni ósk verjendanna

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur viðbúð að Héraðsdómur Reykjavíkur muni synja beiðni hæstaréttarlögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall um að fá að segja sig frá al-Thani málinu. Þeir Gestur og Ragnar, sem eru verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar, héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir kynntu þessa ákvörðun sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×