Innlent

Vilja umboðsmann aldraðra

Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennni telur að stofna eigi embætti umboðsmanns aldraðra. Hlutverk embættisins ætti samkvæmt þessum tillögum að vera að gæta hagsmuna aldraðra í hvívetna.

Í tilkynningu segir að meðal annars ætti umboðsmaður aldraðra að gæta þess, að lögum um málefni aldraðra sé framfylgt, þar á meðal því ákvæði laganna, að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur.

„Í lögum um almannatryggingar eru ákvæði þess efnis, að við hækkun lífeyris skuli tekið mið af hækkun launa og verðlags.Skuli lífeyrir aldrei hækka minna en vísitala neysluverðs en því hefur hefur ekki verið framfylgt undanfarin ár.Kjaranefnd telur, að umboðsmaður aldraðra eigi að gæta þess að þessu lagaákvæði sé framfylgt og treystir því, að nýtt alþingi samþykki að setja á stofn embætti umboðsmanns aldraðra," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×