Innlent

Hörður Felix og Karl Axelsson verða áfram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hörður Felix Harðarson, tv., ásamt fulltrúum annarra verjenda við fyrirtöku al-Thani málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Hörður Felix Harðarson, tv., ásamt fulltrúum annarra verjenda við fyrirtöku al-Thani málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Hvorki Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, né Karl Axelsson, verjandi Magnúsar Guðmundssonar, hafa ákveðið að setja sig frá al-Thani málinu.

Þetta kom fram á blaðamannafundi sem þeir Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, og Ragnar H. Hall, verjandi Ólafs Ólafssonar, héldu þegar þeir tilkynntu ákvörðun sína um að segja sig frá málinu.

Ástæðuna segja þeir meðal annars vera þá að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að fresta aðalmeðferð málsins, sem gert er ráð fyrir að hefjist á fimmtudaginn.

Þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Ólafur Ólafsson, einn aðaleigenda, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, voru allir ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í viðskiptum Kaupþings við Sheik Hamad bin Kalifa al-Thani með hlutabréf í bankanum rétt fyrir hrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×