„Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 21. ágúst 2025 21:22 Mæðgurnar Iðunn Eiríksdóttir og Bryndís Klara Birgisdóttir Iðunn Iðunn Eiríksdóttir, móðir Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést eftir stunguárás á Menningarnótt í fyrra, ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina, einu ári eftir að árásin átti sér stað. „Þetta hefur verið hræðilegasta ár okkar lífs. Áhrifin sem þetta hefur haft eru náttúrulega skelfileg. Manni finnst þetta enn þá svo óraunverulegt. Þetta hefur haft hræðileg áhrif á líf okkar, að missa barnið okkar. Maður á aldrei eftir að jafna sig, aldrei í lífinu. Við tökum einn dag í einu og reynum að láta gott af okkur leiða,“ segir Iðunn í samtali við fréttastofu. „Þetta er allt ógeðslega erfitt fyrir okkur, þó að við séum að gera eins og með minningarsjóðinn þá er söknuðurinn og sorgin óendanleg.“ Enginn annar eigi að þurfa að ganga í gegnum þetta Flugeldasýning menningarnætur verður tileinkuð Bryndísi Klöru þetta árið, og verður mínútu þögn áður en hún hefst á Arnarhóli. „Mér finnst fallegt að heiðra minningu hennar með mínútu þögn. Því þetta eru jú sömu aðstæður, þetta gerðist á Menningarnótt í fyrra. Mér fyndist rosalega skrýtið að það ætti einhvern veginn að gleyma því sem gerðist fyrir ári. Auðvitað viljum við ekki að neinn annar þurfi að ganga í gegnum það sem við og hún gengum í gegnum.“ Fleiri breytingar hafa verið kynntar. Hátíðinni mun ljúka klukkutíma fyrr, eða klukkan tíu að kvöldi. Þá verður lögregla með meiri viðbúnað. Markmiðið mun vera að gera Menningarnótt að meiri fjölskylduhátíð. „Mér finnst alveg að Reykjavíkurborg hefði getað gengið lengra. Mér finnst svona hátíðir ekkert þurfa að vera til tíu á kvöldin,“ segir Iðunn sem telur að það hefði verið betri lending að ljúka hátíðinni klukkan átta. „Mér hefði alveg fundist mega að ganga lengra í þessu, bara upp á öryggi allra barna. Við vitum alveg að eftir því sem fólk er lengur er meiri drykkja og það sem fylgir því. Við erum þakklát fyrir það sem þau gera, minnast hennar og eru með aukna öryggisgæslu, en mér hefði fundist góð hugmynd að ljúka dagskránni enn fyrr.“ Þakklát öllum þeim sem hlaupa Iðunn og fjölskyldan ætlar ekki að vera í bænum meðan Menningarnótt stendur yfir. Hún segist ekki treysta sér til þess. Hún ætlar hins vegar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Minningarsjóði Bryndísar Klöru. Faðir Bryndísar og systir hennar ætla líka að gera það, og margir aðrir. „Þarna verðum við foreldrarnir, systir hennar, ofboðslega margir í fjölskyldunni, vinir, kunningjar, og bara fullt af fólki sem ætlar að hlaupa fyrir hana sem við þekkjum ekki einu sinni.“ Iðunn segir að söfnunin hafi gengið mjög vel og að markmiðið sé að geta unnið að stofnun Bryndsíarhlíðar, miðstöðvar fyrir börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Hún finnur fyrir miklu þakklæti í garð þeirra sem ætla að hlaupa til þess að styðja við sjóðinn. Búin undir erfitt hlaup „Allir dagar hjá okkur hafa verið rosalega erfiðir, en nú þegar líða fór á Menningarnótt hefur margfaldast þessi kvíði ofan í sorgina,“ segir Iðunn sem er búin undir að hlaupið á laugardagsmorgun verði erfitt. „Ég er viðbúin því að þetta verði erfitt. Það er nú bara þannig,“ segir Iðunn. „Maður er alveg búin undir það að kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig. Maður bara reynir að klára þessa tíu kílómetra hvernig sem það verður.“ Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Mun sjá eftir árásinni alla ævi Piltur sem hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að verða Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana og stinga tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra játaði að stinga þau þrjú. Hann las yfirlýsingu í þinghaldi málsins þar sem hann sagði að um væru að ræða stærstu mistök lífs hans. 30. apríl 2025 19:02 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Sjá meira
„Þetta hefur verið hræðilegasta ár okkar lífs. Áhrifin sem þetta hefur haft eru náttúrulega skelfileg. Manni finnst þetta enn þá svo óraunverulegt. Þetta hefur haft hræðileg áhrif á líf okkar, að missa barnið okkar. Maður á aldrei eftir að jafna sig, aldrei í lífinu. Við tökum einn dag í einu og reynum að láta gott af okkur leiða,“ segir Iðunn í samtali við fréttastofu. „Þetta er allt ógeðslega erfitt fyrir okkur, þó að við séum að gera eins og með minningarsjóðinn þá er söknuðurinn og sorgin óendanleg.“ Enginn annar eigi að þurfa að ganga í gegnum þetta Flugeldasýning menningarnætur verður tileinkuð Bryndísi Klöru þetta árið, og verður mínútu þögn áður en hún hefst á Arnarhóli. „Mér finnst fallegt að heiðra minningu hennar með mínútu þögn. Því þetta eru jú sömu aðstæður, þetta gerðist á Menningarnótt í fyrra. Mér fyndist rosalega skrýtið að það ætti einhvern veginn að gleyma því sem gerðist fyrir ári. Auðvitað viljum við ekki að neinn annar þurfi að ganga í gegnum það sem við og hún gengum í gegnum.“ Fleiri breytingar hafa verið kynntar. Hátíðinni mun ljúka klukkutíma fyrr, eða klukkan tíu að kvöldi. Þá verður lögregla með meiri viðbúnað. Markmiðið mun vera að gera Menningarnótt að meiri fjölskylduhátíð. „Mér finnst alveg að Reykjavíkurborg hefði getað gengið lengra. Mér finnst svona hátíðir ekkert þurfa að vera til tíu á kvöldin,“ segir Iðunn sem telur að það hefði verið betri lending að ljúka hátíðinni klukkan átta. „Mér hefði alveg fundist mega að ganga lengra í þessu, bara upp á öryggi allra barna. Við vitum alveg að eftir því sem fólk er lengur er meiri drykkja og það sem fylgir því. Við erum þakklát fyrir það sem þau gera, minnast hennar og eru með aukna öryggisgæslu, en mér hefði fundist góð hugmynd að ljúka dagskránni enn fyrr.“ Þakklát öllum þeim sem hlaupa Iðunn og fjölskyldan ætlar ekki að vera í bænum meðan Menningarnótt stendur yfir. Hún segist ekki treysta sér til þess. Hún ætlar hins vegar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Minningarsjóði Bryndísar Klöru. Faðir Bryndísar og systir hennar ætla líka að gera það, og margir aðrir. „Þarna verðum við foreldrarnir, systir hennar, ofboðslega margir í fjölskyldunni, vinir, kunningjar, og bara fullt af fólki sem ætlar að hlaupa fyrir hana sem við þekkjum ekki einu sinni.“ Iðunn segir að söfnunin hafi gengið mjög vel og að markmiðið sé að geta unnið að stofnun Bryndsíarhlíðar, miðstöðvar fyrir börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Hún finnur fyrir miklu þakklæti í garð þeirra sem ætla að hlaupa til þess að styðja við sjóðinn. Búin undir erfitt hlaup „Allir dagar hjá okkur hafa verið rosalega erfiðir, en nú þegar líða fór á Menningarnótt hefur margfaldast þessi kvíði ofan í sorgina,“ segir Iðunn sem er búin undir að hlaupið á laugardagsmorgun verði erfitt. „Ég er viðbúin því að þetta verði erfitt. Það er nú bara þannig,“ segir Iðunn. „Maður er alveg búin undir það að kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig. Maður bara reynir að klára þessa tíu kílómetra hvernig sem það verður.“
Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Mun sjá eftir árásinni alla ævi Piltur sem hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að verða Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana og stinga tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra játaði að stinga þau þrjú. Hann las yfirlýsingu í þinghaldi málsins þar sem hann sagði að um væru að ræða stærstu mistök lífs hans. 30. apríl 2025 19:02 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Sjá meira
Mun sjá eftir árásinni alla ævi Piltur sem hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að verða Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana og stinga tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra játaði að stinga þau þrjú. Hann las yfirlýsingu í þinghaldi málsins þar sem hann sagði að um væru að ræða stærstu mistök lífs hans. 30. apríl 2025 19:02
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent