Ætli það endi ekki með því að leikmenn mæta með sinn bolta Hjörtur Hjartarson skrifar 6. apríl 2013 19:05 Jón Rúnar og Ingi Fannar Knattspyrnufélag ÍA ætlar ekki að spila með boltann sem lagt er til að spilað verði með í Pepsideild karla í sumar. Formaður samtaka efstudeildarliða segir gagnrýnina meira í formi gífuryrða en ekki byggða á faglegum grunni. Íslenskur toppfótbolti, samtök efstudeildarliða, samþykkti á dögunum að spilað yrði með knettinum sem er frá Adidas í efstu deild karla í sumar. Boltinn er af gerðinni, Confederation Cup 2013 og er B-týpan í þeim flokki. Leikmenn nokkurra liða hafa á undanförnum dögum lýst yfir óánægju sinni með boltann og hefur samskiptavefurinn Twitter verið vinsælasti vettvangurinn til þess. Formaður íslensks toppfótbolta segir að sú gagnrýni sem sett hafi verið fram hingað til hafi verið í formi upphrópana og byggð á fátæklegum grunni. „Gífuryrði er nú yfirleitt ekki mjög djúp og vitur. Mér hefur fundist fara lítið fyrir faglegri gagnrýni," segir formaðurinn Jón Rúnar Halldórsson. En nú hafa Skagamenn gengið skrefinu lengra og ákveðið að spila ekki heimaleiki sína í sumar með boltanum umdeilda. „Þessi bolti er bara eftirlíking af keppnisboltanum og við viljum ekki spila með eftirlíkingar. Annað hvort spilum við bara með alvöru týpuna eða bara með Nike boltann áfram, ekki þessum. Þetta er bara bolti sem ég myndi gefa frænda mínum," segir Ingi Fannar Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar ÍA. Jón Rúnar segir að vel komi til greina að endurskoða málið ekki síst í ljósi ákvörðun forráðamanna ÍA. „Sé sú ákvörðun, sem var tekin, sannanlega röng, þá breytum við bara því. En ég held líka að þetta sé soldið komið þannig að ansi margir sem hafa haft uppi mikil gífuryrði, miklar skoðanir, yfirleitt án þess að hafa nokkuð á bakvið sig, ég held að það sé erfiðara fyrir þá að snúa við. Ætli þetta endi ekki á því að hver leikmaður mæti með sinn bolta, það eru þeir sem hafa mesta vitið á því skilst mér," segir hann að lokum. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Sjá meira
Knattspyrnufélag ÍA ætlar ekki að spila með boltann sem lagt er til að spilað verði með í Pepsideild karla í sumar. Formaður samtaka efstudeildarliða segir gagnrýnina meira í formi gífuryrða en ekki byggða á faglegum grunni. Íslenskur toppfótbolti, samtök efstudeildarliða, samþykkti á dögunum að spilað yrði með knettinum sem er frá Adidas í efstu deild karla í sumar. Boltinn er af gerðinni, Confederation Cup 2013 og er B-týpan í þeim flokki. Leikmenn nokkurra liða hafa á undanförnum dögum lýst yfir óánægju sinni með boltann og hefur samskiptavefurinn Twitter verið vinsælasti vettvangurinn til þess. Formaður íslensks toppfótbolta segir að sú gagnrýni sem sett hafi verið fram hingað til hafi verið í formi upphrópana og byggð á fátæklegum grunni. „Gífuryrði er nú yfirleitt ekki mjög djúp og vitur. Mér hefur fundist fara lítið fyrir faglegri gagnrýni," segir formaðurinn Jón Rúnar Halldórsson. En nú hafa Skagamenn gengið skrefinu lengra og ákveðið að spila ekki heimaleiki sína í sumar með boltanum umdeilda. „Þessi bolti er bara eftirlíking af keppnisboltanum og við viljum ekki spila með eftirlíkingar. Annað hvort spilum við bara með alvöru týpuna eða bara með Nike boltann áfram, ekki þessum. Þetta er bara bolti sem ég myndi gefa frænda mínum," segir Ingi Fannar Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar ÍA. Jón Rúnar segir að vel komi til greina að endurskoða málið ekki síst í ljósi ákvörðun forráðamanna ÍA. „Sé sú ákvörðun, sem var tekin, sannanlega röng, þá breytum við bara því. En ég held líka að þetta sé soldið komið þannig að ansi margir sem hafa haft uppi mikil gífuryrði, miklar skoðanir, yfirleitt án þess að hafa nokkuð á bakvið sig, ég held að það sé erfiðara fyrir þá að snúa við. Ætli þetta endi ekki á því að hver leikmaður mæti með sinn bolta, það eru þeir sem hafa mesta vitið á því skilst mér," segir hann að lokum.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent