Innlent

Verjendur boða til blaðamannafundar vegna Al-Thani-málsins

Verjendur Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings og Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda bankans, hafa boðað til blaðamannafundar í dag.

Það eru þeir Gestur Jónsson og Ragnar H Hall sem eru verjendur tvímenninganna í svokölluðu Al Thani máli. Þar eru þeir Sigurður og Ólafur - ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra bankans, og Magnúsi Guðmundssyni - ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun.

Fundurinn verður haldinn í Háteigi á Grand Hóteli Reykjavík klukkan tvö í dag. Fáheyrt er að verjendur í sakamálum boði til blaðamannafundar fyrir aðalmeðferð mála. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð 11. apríl, eða næsta fimmtudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.