Sjóðandi heitt vatn setur menn og dýr í stórhættu 8. apríl 2013 07:00 Hluti af hitaveitulögnum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í Skorradal er úr sér genginn og skapar stórhættu fyrir menn og dýr. Ein lögnin fór sundur í gær með þeim afleiðingum að þúsundir lítra af 90 gráðu heitu vatni láku út og mynduðu stóra tjörn. Sumarbústaðaeigendur á svæðinu, sem blaðið ræddi við, eru afar óánægðir og telja OR draga lappirnar í málinu. Að sögn Péturs Davíðssonar, sem situr í hreppsnefnd Skorradals, fer lögnin í sundur einu sinni til tvisvar í mánuði. Þegar veitunni var komið á fót, árið 1996, var hún lögð í plaströr. Orkuveitan hóf endurnýjun á rörunum árið 2007 en hefur aðeins náð að skipta út rúmum helmingi þeirra. Hitaveitulagnir OR sem liggja úr Deildatunguhver í Reykholtsdal yfir í Borgarnes eru einnig löngu komnar á tíma. Þær voru lagðar fyrir 33 árum og áttu þá að duga í tuttugu ár. „Ég er búinn að þrýsta á Orkuveituna sem hefur brugðist við og endurnýjað hluta lagnarinnar en ég tel að það sé enn mikil hætta fyrir hendi,“ segir Sigurður Jakobsson, bóndi á Varmalæk. Gamla lögnin var að mestu leyti yfirbyggð en á 300-400 metra kafla er hún enn niðurgrafin. Að sögn Sigurðar stafar mikil hætta á þeim hluta enda er hann aðeins um fimmtíu metra frá bæjardyrunum. Lögnin hefur farið fjórum sinnum í sundur á síðustu tveimur árum. Í eitt skiptið lenti hross, sem Sigurður var að geyma fyrir mág sinn, ofan í sjóðheitu dýi sem hafði myndast og drapst. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir hættu vissulega skapast þegar hitaveituæðar gefi sig. Unnið sé að endurnýjun á báðum þessum lögnum, um 20 milljónir króna fari í lagnirnar í Skorradal á næstu tveimur árum og um 80 milljónir í Deildartungu á þessu ári. „Það verður að segjast eins og er að fjárhagserfiðleikar hafa hægt á þessari nauðsynlegu endurnýjun.“ segir Eiríkur. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Hluti af hitaveitulögnum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í Skorradal er úr sér genginn og skapar stórhættu fyrir menn og dýr. Ein lögnin fór sundur í gær með þeim afleiðingum að þúsundir lítra af 90 gráðu heitu vatni láku út og mynduðu stóra tjörn. Sumarbústaðaeigendur á svæðinu, sem blaðið ræddi við, eru afar óánægðir og telja OR draga lappirnar í málinu. Að sögn Péturs Davíðssonar, sem situr í hreppsnefnd Skorradals, fer lögnin í sundur einu sinni til tvisvar í mánuði. Þegar veitunni var komið á fót, árið 1996, var hún lögð í plaströr. Orkuveitan hóf endurnýjun á rörunum árið 2007 en hefur aðeins náð að skipta út rúmum helmingi þeirra. Hitaveitulagnir OR sem liggja úr Deildatunguhver í Reykholtsdal yfir í Borgarnes eru einnig löngu komnar á tíma. Þær voru lagðar fyrir 33 árum og áttu þá að duga í tuttugu ár. „Ég er búinn að þrýsta á Orkuveituna sem hefur brugðist við og endurnýjað hluta lagnarinnar en ég tel að það sé enn mikil hætta fyrir hendi,“ segir Sigurður Jakobsson, bóndi á Varmalæk. Gamla lögnin var að mestu leyti yfirbyggð en á 300-400 metra kafla er hún enn niðurgrafin. Að sögn Sigurðar stafar mikil hætta á þeim hluta enda er hann aðeins um fimmtíu metra frá bæjardyrunum. Lögnin hefur farið fjórum sinnum í sundur á síðustu tveimur árum. Í eitt skiptið lenti hross, sem Sigurður var að geyma fyrir mág sinn, ofan í sjóðheitu dýi sem hafði myndast og drapst. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir hættu vissulega skapast þegar hitaveituæðar gefi sig. Unnið sé að endurnýjun á báðum þessum lögnum, um 20 milljónir króna fari í lagnirnar í Skorradal á næstu tveimur árum og um 80 milljónir í Deildartungu á þessu ári. „Það verður að segjast eins og er að fjárhagserfiðleikar hafa hægt á þessari nauðsynlegu endurnýjun.“ segir Eiríkur.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira