Innlent

Saksóknari undrandi yfir ákvörðun verjenda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Þorvaldsson er saksóknari í al-Thani málinu.
Björn Þorvaldsson er saksóknari í al-Thani málinu.
„Ég er mjög undrandi," segir Björn Þorvaldsson saksóknari hjá sérstökum saksóknara vegna þeirrar ákvörðunar hæstaréttarlögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall að segja sig frá al-Thani málinu. Þeir Gestur og Ragnar eru verjendur Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda bankans.

„Það er mjög einkennilegt að þeir skyldu boða til blaðamannafundar í stað þess að gera bara dómnum grein fyrir þessu. Svo teljum við reyndar að þeim sé skylt, samkvæmt lögum um lögmenn að halda áfram að verja skjólstæðinga sína," segir Björn.

„Það er bara verið að reyna að tefja málið, alveg hreinar línur með það," segir Björn. Hann vill ekki spá um það hvernig Héraðsdómur Reykjavíkur mun bregðast við. „Ég vísa því til dómsins hvernig hann mun taka því. Það kemur bara í ljós," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×