Katrín Jakobs: Átök á erfiðu kjörtímabili 7. apríl 2013 12:17 Katrín Jakobsdóttir formaður VG segist bjartsýn á að flokkurinn eigi eftir að ná vopnum sínum að nýju fram að kosningum. Hún segir erfiðar ákvarðanir á síðasta kjörtímabili og átök innan flokksins skýra fylgistap flokksins. Katrín var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fór hún yfir helstu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar en flokkurinn talar meðal annars um að verja allt að sextíu milljörðum á næsta kjörtímabili til að efla velferðarkerfið, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Hvað skattkerfið varðar segir Katrín að flokkurinn vilji halda óbreyttu skattkerfi en að eftir því sem líði á kjörtímabilið verði svigrúm til lækkana skoðað, sérstaklega hjá lágum millitekjuhópum. „Við lofum því ekki, en teljum hinsvegar að ef svigrúm skapast viljum við horfa á stöðu þessa hóps og hinsvegar að líta til lítilla fyrirtækja. Við erum ekki að tala um að breyta kerfinu, heldur að viðhalda því, þannig að þeir sem hafa lægri tekjur borgi lægri skatta og þeir sem borgi hærri tekjur borgi hlutfallslega hærri skatta." Fylgi VG hefur hríðfallið í könnunum undanfarið og í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi. „Síðustu kannanir eru ekki mjög beisnar þannig að við horfum á það, að kosningabaráttan er að byrja og við höfum vonandi tækifæri til þess að bæta aðeins í," segir Katrín. En hvað veldur þessu? „Í fyrsta lagi eru síðustu kannanir fylgi flokka er á mikilli hreyfingu, svolítið í eina átt. Við erum ekki eini flokkurinn sem á við fylgistap að stríða þessa dagana, kannski að einhverju leyti hluti af , almennum „tendens". Þetta hefur verið erfitt kjörtímabil; við höfum misst þingmenn, það hafa verið átök og við höfum staðið í óvinsælum aðgerðum þannig að allt spilar þetta saman."Hlusta má á viðtalið við Katrínu í meðfylgjandi hljóðbroti. Kosningar 2013 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður VG segist bjartsýn á að flokkurinn eigi eftir að ná vopnum sínum að nýju fram að kosningum. Hún segir erfiðar ákvarðanir á síðasta kjörtímabili og átök innan flokksins skýra fylgistap flokksins. Katrín var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fór hún yfir helstu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar en flokkurinn talar meðal annars um að verja allt að sextíu milljörðum á næsta kjörtímabili til að efla velferðarkerfið, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Hvað skattkerfið varðar segir Katrín að flokkurinn vilji halda óbreyttu skattkerfi en að eftir því sem líði á kjörtímabilið verði svigrúm til lækkana skoðað, sérstaklega hjá lágum millitekjuhópum. „Við lofum því ekki, en teljum hinsvegar að ef svigrúm skapast viljum við horfa á stöðu þessa hóps og hinsvegar að líta til lítilla fyrirtækja. Við erum ekki að tala um að breyta kerfinu, heldur að viðhalda því, þannig að þeir sem hafa lægri tekjur borgi lægri skatta og þeir sem borgi hærri tekjur borgi hlutfallslega hærri skatta." Fylgi VG hefur hríðfallið í könnunum undanfarið og í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi. „Síðustu kannanir eru ekki mjög beisnar þannig að við horfum á það, að kosningabaráttan er að byrja og við höfum vonandi tækifæri til þess að bæta aðeins í," segir Katrín. En hvað veldur þessu? „Í fyrsta lagi eru síðustu kannanir fylgi flokka er á mikilli hreyfingu, svolítið í eina átt. Við erum ekki eini flokkurinn sem á við fylgistap að stríða þessa dagana, kannski að einhverju leyti hluti af , almennum „tendens". Þetta hefur verið erfitt kjörtímabil; við höfum misst þingmenn, það hafa verið átök og við höfum staðið í óvinsælum aðgerðum þannig að allt spilar þetta saman."Hlusta má á viðtalið við Katrínu í meðfylgjandi hljóðbroti.
Kosningar 2013 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira