Fleiri fréttir

Er með Þjóðverjum í klefa sem útveguðu honum föt

Davíð Örn Bjarnason, sem situr í fangelsi í Tyrklandi grunaður um fornminjasmygl, þjáist af magakveisu vegna matarins sem boðið er upp á í tyrkneska fangelsinu. Hann deilir herbergi með tveimur Þjóðverjum og eru þeir honum innan handar - þeir hafa meðal annars útvegað honum föt.

Davíð mögulega laus gegn tryggingargjaldi

"Samkvæmt upplýsingum sem við höfum fengið frá dómstólum verður Davíð mögulega látinn laus gegn tryggingagjaldi. Frú Zeynep mun biðla til dómarans að málið verði tekið fyrir eins fljótt og mögulegt er," segir Dr. Selim Sarıibrahimoğlu, ræðismaður Íslands í Ankara, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis.

Sagt löglegt að kaupa steininn

"Hefði ég vitað að kaupin væru ólögleg hefði ég aldrei keypt steininn. Leiðsögumaðurinn okkar varaði aldrei við við þessu," sagði Davíð Örn Bjarnason við yfirheyrslur síðastliðinn föstudag. Íslendingurinn 28 ára situr í fangelsi í Antalya í Tyrklandi grunaður um fornminjasmygl.

Vinnuslys í álverinu í Straumsvík

Vinnuslys varð í álverinu í Straumsvík á þriðja tímanum í nótt þegar starfsmaður klemmdist á báðum fótum og er líklega fótbrotinn, að mati lögreglu.

Kolaportið stækkar og markaður úti við

Reykjavíkurborg mun leigja húsnæði Kolaportsins af ríkinu og framleigja undir rekstur Kolaportsins. Rými þess verður stækkað og sjávarhlið hússins opnuð með gleri. Bílastæði færð upp á Tollhúsið og útimarkaði verður komið á í Tryggvagötu.

Bjuggumst við að krókna í myrkrinu

Þótt þær sætu með bilaðan síma í niðamyrkri, í bíl fullum af snjó eftir sjö veltur, höfðu Sandra Karen Skjóldal og vinkona hennar mestar áhyggjur af hundinum sem var horfinn úr aftursætinu. "Bjóst ekki við að lifa þetta af,“ segir Sandra.

Borgin vill sjálf draga burt bíla utan stæða

Mikið er kvartað undan bílum sem lagt er ólöglega að sögn framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs. Borgin vill vald frá innanríkisráðuneytinu til að draga burt bíla því lögreglan annar ekki verkefnunum. Getur kostað bíleigendur tugi þúsunda.

Myndavélar ekki á borði Persónuverndar

Settur forstjóri Persónuverndar segir matsatriði hvenær vöktun sé lögmæt. Öryggissjónarmið geti réttlætt notkun öryggismyndavéla í strætó en gæta verði meðalhófs.

Eigendur Lagarfljóts slegnir

Formaður Félags landeigenda við Lagarfljót segir slæm áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríkið slík að hún hefði aldrei verið leyfð ef afleiðingarnar hefðu legið fyrir. Umhverfisráðherra sagði 2001 að áhrifin yrðu ekki mikil.

Eldri sjónvörp þurfa stafræna móttakara

RÚV semur við Vodafone um stafræna sjónvarpsdreifingu (DVB-T). Hliðrænum (analog) útsendingum verður hætt á næsta ári. Gömlu loftnetin (greiðurnar) virka áfram ef bætt er við sérstöku móttökutæki.

Alþingi ræði hnignun í lífríki Lagarfljóts

„Það er of snemmt að fara á límingunum,“ segir Jósef Valgarð Þorvaldsson, formaður Veiðifélags Lagarfljóts, sem bíður með fullyrðingar um ástand fljótsins þar til „gruggskýrslan“ um lífríki þess kemur fram.

Ráðuneyti sendir mann til Davíðs

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að senda íslenskan lögfræðing til Tyrklands til að afla upplýsinga og hjálpa Davíð Erni Bjarnasyni, sem hefur verið fastur í fangelsi í Antalya síðan á föstudag. Lögfræðingurinn fær vonandi að hitta Davíð á morgun.

Ólympíufari synti Guðlaugssund

Fjöldi fólks kom saman í Sundhöllinni í Vestmannaeyjum í gær til að synda svokallað Guðlaugssund. Synt er til heiðurs Guðlaugi Friðþórssyni, sem synti sex kílómetra til lands eftir að Hellisey sökk árið 1984.

Telur steraneyslu vera að aukast

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins lagði Tollgæslan hald á tvöfalt til þrefalt það magn sem fannst á öllu síðasta ári. Yfirtollvörður hefur áhyggjur af aukinni steranotkun.

„Vonandi leysist þetta fljótlega"

"Þetta er allt annað en ef ungir íslendingar eru teknir erlendis með fíkniefni í sínum fórum," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Íslands. 28 ára Íslendingur situr í fangelsi í Tyrklandi grunaður um að hafa reynt að smygla fornminjum.

Reyndi að selja börnin sín á Facebook

Misty VanHorn, tuttugu og tveggja ára móðir frá Oklahoma í Bandaríkjunum hefur verið kærð fyrir að reyna að selja börnin sín á Facebook-síðu sinni til þess að geta borgað tryggingu fyrir kærasta sinn sem situr í fangelsi.

HÍ lagt að velli og Washington handan við hornið

Fjórir fræknir laganemar úr Háskólanum í Reykjavík halda vestur um haf í lok mánaðarins. Þar fer fram stærsta málflutningskeppni í heiminum með þátttakendur frá yfir 500 lagadeildum í rúmlega 80 löndum.

Neitar að hafa smyglað 2 kílóum af amfetamíni til landsins

Þrjátíu og tveggja ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa flutt inn 2 kíló af amfetamíni þann 2. janúar síðastliðinn. Efnið var hreint því að unnt er að framleiða 11 kíló úr því miðað við 5,8% styrkleika. Maðurinn flutti efnin til Íslands í þremur dósum af barnamjólkurdufti í farangri sínum í flugi frá Póllandi. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli. Hann neitaði sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Ríkið dæmt til þess að greiða bætur vegna mislukkaðs dvergakasts

Héraðsdómur Austurlands dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða konu rúmar fjórar milljónir króna í miskabætur vegna mislukkaðs dvergakasts sem átti sér stað á íþróttahátíð framhaldsskóla á Austurlandi. Hátíðin var kölluð Austfirsku ólympíuleikarnir og fóru fram á Neskaupsstað árið 2008. Konan var að læra hárgreiðslu í Verkmenntaskólanum á Austurlandi en hún hóf þar nám árið 2007.

Andri Snær: Lagarfljótið er dautt - ekki að það hafi komið á óvart

"Þá er komið í ljós það sem margir óttuðust. Lagarfljótið er dautt. Það er ekki hægt að segja að það hafi komið á óvart. Sjálfur skrifaði ég heila bók vegna málsins,“ skrifar Andri Snær Magnason rithöfundur á bloggið sitt en bókin sem hann vitnar til í þarna er bókin Draumalandið - sjálfshjálparbók fyrir hrædda þjóð.

Lýsa verulegum áhyggjum af símahlustun

Lögmannafélag Íslands lýsir verulegum áhyggjum af því hvernig staðið er að símahlustun í tengslum við rannsókn sakamála. Stjórn félagsins hefur skrifað Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra bréf í tilefni af svari hans við fyrirspurn á Alþingi á dögunum, varðandi símahlustun og þeim umræðum sem spruttu upp í kjölfar þess.

Undrandi og leið eftir FBI fund

"Ég er mjög undrandi eftir fundinn, og er eiginlega bara leið.“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um fund allsherjar- og menntamálanefndar sem fundaði í síðasta sinn á kjörtímabilinu um FBI-málið svokallaða á nefndasviði Alþingis í morgun.

Fagnar umræðunni um breytta stefnu í fíkniefnamálum

Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, fagnar umræðu um afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu. Nokkrir þingmenn úr stjórnarflokkunum og Hreyfingunni lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um breytta stefnu í fíkniefnamálum.

Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl

"Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu.

"Hættulegur plebbaskapur"

"Þetta er algjörlega óþolandi dónaskapur og frekja. Þetta er ekki ásættanleg hegðun í siðmenntuðu samfélagi," skrifar Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur í dagbók sína.

Um 50 flóttamenn sótt um hæli á tveimur mánuðum

Á fyrstu 65 dögum þessa árs bárust Útlendingastofnun 49 hælisumsóknir en til samanburðar má nefna að 115 umsóknir bárust allt síðasta ár. Það var jafnframt mesti fjöldi umsókna frá árinu 2002. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun. Þar kemur líka fram að fjölskyldufólki hefur fjölgað í hópi umsækjenda.

Mikilvægt að læra af reynslunni

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri Grænna, hefur óskað eftir að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjalli hið fyrsta um niðurstöður rannsókna á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á landbrot við Lagarfljót og lífríki Lagarins.

Þrír karlmenn í gæsluvarðhald grunaðir um kókaínsmygl

Tveir karlar frá Litháen, annar um þrítugt en hinn á fimmtugsaldri, sitja nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við fíkniefnamál, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, sem komu hingað frá Bretlandi í síðustu viku, voru handteknir sl. föstudag og úrskurðaðir daginn eftir í gæsluvarðhald til 15. mars, en annar þeirra reyndist hafa innvortis um 500 grömm af ætluðu kókaíni. Þriðji maðurinn, Íslendingur á þrítugsaldri, var svo handtekinn í gær, en sá er grunaður um aðild að málinu og hefur hann einnig verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. mars.

Gæti brotið í bága við persónufrelsi

"Öll rafræn vöktun getur brotið í bága við persónufrelsi" segir Þórður Sveinsson, staðgengill forstjóra Persónuverndar. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag segir að fyrirhugað sé að setja upp öryggismyndavélar í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu.

Eitt stórt spurningamerki

"Þessir ungu menn, fyrirmyndar vegfarendur, áttu erfitt með að skilja aðgangshörku ökumanna þessara bifreiða á dögunum og sendu okkur því þessa mynd."

Skráninganúmer tekin af sjö bílum

Lögreglan á Akranesi fjarlægði skráningarnúmer af 7 bílum í vikunni sem leið. Ýmist vegna vanrækslu á að færa þá til skoðunar eða vegna þess að þeir voru ótryggðir. Þá hafði lögreglan afskipti af ökumönnum sem voru á ferðinni og voru ekki með skráningarnúmer að framan. Þá voru nokkrir kærðir vegna þess að þeir gáfu ekki stefnuljós, m.a. einn sem ekið hafði um þrenn gatnamót án þess að gefa stefnumerki.

Hjól af Strætó losnaði og olli tjóni á nærliggjandi bílum

"Þetta er enn þá dálítið í óljóst, en það hefur væntanlega eitthvað brotnað,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., en svo virðist sem dekk hafi brotnað undan Strætó á Miklubrautinni um klukkan níu í morgun með þeim afleiðingum að dekkið olli tjóni á nærliggjandi bílum.

Stefán Karl, Sölvi og Kofi Annan

Ísland er fyrsta landið til þess að ganga formlega til liðs við alþjóðanefnd um nýja fíkniefnastefnu. Nefndina skipa meðal annars Kofi Annan auk fleiri þjóðhöfðingja sem stigið hafa fram og viðurkennt að stríð þeirra gagnvart fíkniefnaneyslu voru mistök.

Sagði kennara frá kynferðislegu ofbeldi afa síns

Afi barnungrar stúlku var dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir helgi. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þrívegis á árunum 2009 til 2011 þriggja ára tímabili nuddað kynfæri barnabarnsins innanklæða og að hafa haft við hana munnmök.

Sjá næstu 50 fréttir