Innlent

"Hættulegur plebbaskapur"

Jón Gnarr er ekki par hrifinn af háttalagi bílstjórans.
Jón Gnarr er ekki par hrifinn af háttalagi bílstjórans. Samsett mynd/ Tryggvi.
„Þetta er algjörlega óþolandi dónaskapur og frekja. Þetta er ekki ásættanleg hegðun í siðmenntuðu samfélagi," skrifar Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur í dagbók sína.

Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag barst lögreglunni í Reykjavík mynd af tveimur ungum strákum við hlið tveggja bifreiða sem lagt hafði verið ólöglega við verslunarkjarnann Austurver í Reykjavík.

Myndin hefur vakið töluverða athygli og fór ekki framhjá borgarstjóranum.

„Við erum að vinna að því að fá heimild frá Innanríkisráðuneytinu sem gefur Bílastæðasjóði leyfi til að láta draga burt ólöglega lögðum ökutækjum á kostnað eiganda. Vonandi verður það til að útrýma þessum hvimleiða og hættulega plebbaskap," skrifar borgarstjórinn.

Eitt stórt spurningamerki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×