Innlent

Lögreglan upprætti kannabisræktun í austurborginni

Lögreglan upprætti kannabisræktun í íbúðarhúsnæði í austurborginni í gærkvöldi og var ræktandinn staðinn að verki.

Lögregla lagði hald á plönturnar og telst málið upplýst. Lögreglan gefur ekki upp hversu margar plöntur voru þarna í ræktun.

Lögregla hafði líka afskipti af tveimur mönnum í bíl í Hafnarfirði í nótt, en báðir voru grunaðir um vörslu og neyslu fíkniefna. Ökumaður bílsins var svo handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglan á Akureyri stöðvaði svo ökumann í Hörgárdal í nótt eftir að bíll hans hafði mælst á 134 kílómetra harða. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og farþegi hans að líkindum líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×