Innlent

Innanríkisráðuneytið vill skýringar á niðurfellingu fasteignagjalda í Eyjum

Innanríkisráðuneytið hefur krafið bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum um nákvæmar og lagalegar skýringar á því, hvers vegna bæjarstjórn ákvað að fella niður fasteignagjöld bæjarbúa, sem eru orðnir sjötugir og eldri.

Á bæjarráðsfundi í Eyjum í gær var lýst furðu á því að ráðuneytðið skuli vera að skipta sér af því, þótt bæjarstjórn vilji létta undir með eldri borgurum og gera þeim kleift að búa við eðlilegt heimilislíf, svo lengi sem þeir óska. Ekki síst í ljósi þess, að Þessi hópur hafi mátt þola ýmiskonar kjaraskerðingu af hendi núverandi stjórnvalda undanfarin misseri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×