Innlent

Sagði kennara frá kynferðislegu ofbeldi afa síns

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Afi barnungrar stúlku var dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir helgi. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þrívegis á árunum 2009 til 2011 þriggja ára tímabili nuddað kynfæri barnabarnsins innanklæða og að hafa haft við hana munnmök.

Málið komst upp þegar stúlkan sagði kennara sínum frá atvikinu í kjölfar umræðna um kynferðisofbeldi í bekknum. Afinn reyndist vera ofdrykkjumaður á þessum tíma og kom það ítrekað fyrir að hann mundi ekki eftir heilu kvöldunum.

Í dómi kemur fram að ráða mætti af framburði mannsins að hann væri sjálfur ekki viss hvort framburður stúlkunnar væri réttur eða ekki en á þessu tímabili drakk hann um eina sterka áfengisflösku yfir daginn.

Sjálfur sagði maðurinn að helsta ástæðan fyrir því að hann hefði leitað stúlkuna, væri sú að hann teldi hana eiginkonu sína. Í dómi kemur fram að slíkt réttlæti ekki misnotkun gagnvart barni. Ekki þótti ástæða til þess að skilorðsbinda refsinguna. Þá er afanum gert að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×