"Ekkert einsdæmi en Tyrkirnir virðast vera að sýna einhverja hörku" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2013 15:29 „Við erum líka með nokkuð ströng lög á Íslandi. Það er kannski ekki tíu ára fangelsi fyrir að fara með minjar úr landi en það getur varðað fangelsisvist," segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. Töluvert hefur verið fjallað um mál Davíðs Arnar Bjarnasonar, 28 ára Íslendings, sem situr í fangelsi í Tyrklandi grunaður um að hafa reynt að smygla fornminjum úr landi. „Þetta er ekkert einsdæmi en Tyrkirnir virðast vera að sýna einhverja hörku," segir Kristín. Hún bendir á að Tyrkland sé ein þeirra þjóða sem hafi lent í miklum skakkaföllum hvað minjar varði í gegnum tíðina. „Bæði útaf stríðum og jarðskjálftum þar sem ýmislegt hefur eyðilagst. Þetta er eitt þeirra svæða þar sem elstu menningarminjar heimsins er að finna. Það komu þjóðir á árum áður og tóku mikið af þeirra gripum og fóru með í söfn í Vestur-Evrópu," segir Kristín. Fjölda fornminja frá Tyrklandi megi þannig finna á söfnum í Englandi og Þýskalandi og hið sama eigi við um muni frá Grikklandi og Egyptalandi.Leiðsögumenn eiga að vita betur „Nú eru þessar þjóðir að reyna að vinna gegn þessu og tryggja að ekki sé farið með hluti úr landi," segir Kristín. Mjög misjafnt sé hve hart þjóðir taki á málum sem þessum. Tyrkir hafi einhverra hluta vegna ákveðið að sýna einhverja hörku. „Þá lendir fólk í því í sakleysi sínu sem heldur að það megi kaupa hluti sem þessa og fara með úr landi í vandræðum eins og þessi vesalings maður," segir Kristín. Hún minnir á að ekki sé þrætt um það hvort flytja megi hlutina úr landi. Það megi ekki. Íslendingar séu greinilega ekki nógu upplýstir um forn- og menningaminjalög. Leiðsögumenn eigi þó að vita betur. „Þegar þú ferð í ferð til útlanda og ert að skoða minjastaði finnst manni eðlilegt að leiðsögumenn segi fólki að það megi ekki kaupa upprunalega gripi. Bara eftirlíkingar eða annað."Íslensk lög um fornminjar Kristín segir allar minjar 100 ára og eldri á Íslandi teljast til fornleifa. Það sama gildi um skip og báta 50 ára og eldri. „Ef Jón Jónsson verður var við grip úti á víðavangi, eitthvað sem fellur undir þennan aldur, er það ekki eign þess sem finnur heldur tilheyrir það íslenska ríkinu. Allir gripir sem finnast í jörðu eiga að enda á Þjóðminjasafninu." Kristín vísar í lög um menningarminjar þar sem fram komi hvað falli undir fornminjar. Þá hafi Ísland einnig gengist undir Evróputilskipun fyrir nokkrum árum en samkvæmt þeim má ekki fara með gripi á milli landa í Evrópu. Lög um menningarverðmæti milli annarra landa fjalli um það. „Það er ekki nóg með að það megi ekki fara með forngripi 100 ára og eldri á milli landa heldur gildir þetta um margt annað s.s. málverk, bækur, landabréf, skjalasöfn, dýrafræðigögn og fleira. Einnig samgöngutæki 75 ára og eldri," segir Kristín. Helsta undantekningin sé sú ef fólk hafi fengið eitthvað í arf og búi erlendis. Þá geti það farið með hlutina utan. Engu að síður þarf að tilkynna það til Minjastofnunar.Fornminjar í sjónvarpsþáttum Í ýmsum sjónvarpsþáttum á Íslandi kíkir þáttarstjórnandi í heimsókn til Íslendinga. Komið hefur fyrir að gestgjafi, sem hús er tekið á í þáttum sem þessum, hafi viðurkennt að hafa tekist að flytja fornminjar frá öðrum löndum til Íslands. Aðspurð segir Kristín að Minjastofnun geti ekki gripið þar inn í nema beiðni komi erlendis frá. Þó þekkist dæmi þess hér á landi að fólk hafi tekið kirkjugripi heim til sín. Fólk sem hafi á einhvern hátt tengst kirkjunum og mögulega haft áhyggjur af því að munirnir myndu týnast. „Svo hafa þeir orðið innlyksa heima hjá fólkinu, sem jafnvel hefur ekkert lengur með kirkjuna að gera, eða hjá ættingjum þeirra. Ef við sæjum það í sjónvarpsþáttum hjá ykkur þá myndum við reyna að nálgast gripina," segir Kristín. Hún segir það hafa komið upp að yfirvöld hafi sótt slíka gripi heim til fólks.Misjafnt hve ströng löggjöfin sé Kristín segir misjafnt hvernig lögin eru eftir löndum. Bretar séu til dæmis ekki jafnstrangir að mörgu leyti og flestar aðrar erlendar þjóðir. „Fólk sér fornleifaþætti í sjónvarpi þar sem fólk er að grafa upp og eignast gripina. Það er öðruvísi þar en hér. Í sumum tilvikum geta landeigendur eignast gripina ef þeir finna þá en þannig er það ekki á Íslandi," segir Kristín og skilur vel að fólk eigi erfitt með að átta sig á lögunum þegar þau eru jafnbreytileg og raun ber vitni. „Við þurfum greinilega að auglýsa þetta vel svo fleiri lendi ekki í svona leiðindamáli." Tengdar fréttir Íslendingur í fangelsi í Tyrklandi - "Við fáum ekki að vita neitt“ Tuttugu og átta ára gamall Íslendingur situr nú í fangelsi í Tyrklandi grunaður um að hafa ætla að smygla fornminjum úr landinu. Maðurinn, sem heitir Davíð Örn Bjarnason og er búsettur í Svíþjóð, var í fríi ásamt konu sinni í byrjun mánaðarins. 10. mars 2013 14:58 Reynir að fá Davíð Örn lausan Ræðismaður Íslands í Ankara í Tyrklandi, Selim Sariibrahimoglu, ætlar að beita sér fyrir því í dag að Davíð Erni Bjarnasyni verði sleppt úr fangelsi. Þetta kemur fram á vef Rúv. 11. mars 2013 09:22 Tókst ekki að leysa Davíð úr haldi í gær Davíð Örn Bjarnason situr enn í fangelsi í Tyrklandi grunaður um smygl á fornminjum og enginn veit hvort eða hvenær hann verður látinn laus. „Ég er búin að missa hann,“ segir kærastan eftir að hann fékk nýjan lögmann á vegum yfirvalda. 12. mars 2013 06:00 Unnustan veit ekkert - "Er búið að berja hann í tætlur?" Þriggja til 10 ára fangelsidómur eða milljóna sektir bíða íslensks karlmanns sem handtekinn var á flugvelli í Tyrklandi á föstudag. Hann er grunaður um að hafa ætlað að flytja gamlar minjar úr landi. Kona hans og börn hafa ekkert fengið að heyra frá honum. 10. mars 2013 18:32 Hendrikka Waage sendir frá sér heimilislínu Hendrikka Waage hefur sent frá sér nýja línu, púða fyrir heimilið, en Hendrikka er þekkt fyrir skartgripahönnun sína. 11. mars 2013 16:45 Halim Al gæti hugsanlega hjálpað "Málið verður víst ekki tekið fyrir í dag. Þeir vita ekkert hvenær málið verður tekið fyrir. Það er búið að taka þá úr málinu. Þetta lítur verr út með hverjum deginum," segir Þóra Björg Birgisdóttir. 11. mars 2013 14:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Sjá meira
„Við erum líka með nokkuð ströng lög á Íslandi. Það er kannski ekki tíu ára fangelsi fyrir að fara með minjar úr landi en það getur varðað fangelsisvist," segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. Töluvert hefur verið fjallað um mál Davíðs Arnar Bjarnasonar, 28 ára Íslendings, sem situr í fangelsi í Tyrklandi grunaður um að hafa reynt að smygla fornminjum úr landi. „Þetta er ekkert einsdæmi en Tyrkirnir virðast vera að sýna einhverja hörku," segir Kristín. Hún bendir á að Tyrkland sé ein þeirra þjóða sem hafi lent í miklum skakkaföllum hvað minjar varði í gegnum tíðina. „Bæði útaf stríðum og jarðskjálftum þar sem ýmislegt hefur eyðilagst. Þetta er eitt þeirra svæða þar sem elstu menningarminjar heimsins er að finna. Það komu þjóðir á árum áður og tóku mikið af þeirra gripum og fóru með í söfn í Vestur-Evrópu," segir Kristín. Fjölda fornminja frá Tyrklandi megi þannig finna á söfnum í Englandi og Þýskalandi og hið sama eigi við um muni frá Grikklandi og Egyptalandi.Leiðsögumenn eiga að vita betur „Nú eru þessar þjóðir að reyna að vinna gegn þessu og tryggja að ekki sé farið með hluti úr landi," segir Kristín. Mjög misjafnt sé hve hart þjóðir taki á málum sem þessum. Tyrkir hafi einhverra hluta vegna ákveðið að sýna einhverja hörku. „Þá lendir fólk í því í sakleysi sínu sem heldur að það megi kaupa hluti sem þessa og fara með úr landi í vandræðum eins og þessi vesalings maður," segir Kristín. Hún minnir á að ekki sé þrætt um það hvort flytja megi hlutina úr landi. Það megi ekki. Íslendingar séu greinilega ekki nógu upplýstir um forn- og menningaminjalög. Leiðsögumenn eigi þó að vita betur. „Þegar þú ferð í ferð til útlanda og ert að skoða minjastaði finnst manni eðlilegt að leiðsögumenn segi fólki að það megi ekki kaupa upprunalega gripi. Bara eftirlíkingar eða annað."Íslensk lög um fornminjar Kristín segir allar minjar 100 ára og eldri á Íslandi teljast til fornleifa. Það sama gildi um skip og báta 50 ára og eldri. „Ef Jón Jónsson verður var við grip úti á víðavangi, eitthvað sem fellur undir þennan aldur, er það ekki eign þess sem finnur heldur tilheyrir það íslenska ríkinu. Allir gripir sem finnast í jörðu eiga að enda á Þjóðminjasafninu." Kristín vísar í lög um menningarminjar þar sem fram komi hvað falli undir fornminjar. Þá hafi Ísland einnig gengist undir Evróputilskipun fyrir nokkrum árum en samkvæmt þeim má ekki fara með gripi á milli landa í Evrópu. Lög um menningarverðmæti milli annarra landa fjalli um það. „Það er ekki nóg með að það megi ekki fara með forngripi 100 ára og eldri á milli landa heldur gildir þetta um margt annað s.s. málverk, bækur, landabréf, skjalasöfn, dýrafræðigögn og fleira. Einnig samgöngutæki 75 ára og eldri," segir Kristín. Helsta undantekningin sé sú ef fólk hafi fengið eitthvað í arf og búi erlendis. Þá geti það farið með hlutina utan. Engu að síður þarf að tilkynna það til Minjastofnunar.Fornminjar í sjónvarpsþáttum Í ýmsum sjónvarpsþáttum á Íslandi kíkir þáttarstjórnandi í heimsókn til Íslendinga. Komið hefur fyrir að gestgjafi, sem hús er tekið á í þáttum sem þessum, hafi viðurkennt að hafa tekist að flytja fornminjar frá öðrum löndum til Íslands. Aðspurð segir Kristín að Minjastofnun geti ekki gripið þar inn í nema beiðni komi erlendis frá. Þó þekkist dæmi þess hér á landi að fólk hafi tekið kirkjugripi heim til sín. Fólk sem hafi á einhvern hátt tengst kirkjunum og mögulega haft áhyggjur af því að munirnir myndu týnast. „Svo hafa þeir orðið innlyksa heima hjá fólkinu, sem jafnvel hefur ekkert lengur með kirkjuna að gera, eða hjá ættingjum þeirra. Ef við sæjum það í sjónvarpsþáttum hjá ykkur þá myndum við reyna að nálgast gripina," segir Kristín. Hún segir það hafa komið upp að yfirvöld hafi sótt slíka gripi heim til fólks.Misjafnt hve ströng löggjöfin sé Kristín segir misjafnt hvernig lögin eru eftir löndum. Bretar séu til dæmis ekki jafnstrangir að mörgu leyti og flestar aðrar erlendar þjóðir. „Fólk sér fornleifaþætti í sjónvarpi þar sem fólk er að grafa upp og eignast gripina. Það er öðruvísi þar en hér. Í sumum tilvikum geta landeigendur eignast gripina ef þeir finna þá en þannig er það ekki á Íslandi," segir Kristín og skilur vel að fólk eigi erfitt með að átta sig á lögunum þegar þau eru jafnbreytileg og raun ber vitni. „Við þurfum greinilega að auglýsa þetta vel svo fleiri lendi ekki í svona leiðindamáli."
Tengdar fréttir Íslendingur í fangelsi í Tyrklandi - "Við fáum ekki að vita neitt“ Tuttugu og átta ára gamall Íslendingur situr nú í fangelsi í Tyrklandi grunaður um að hafa ætla að smygla fornminjum úr landinu. Maðurinn, sem heitir Davíð Örn Bjarnason og er búsettur í Svíþjóð, var í fríi ásamt konu sinni í byrjun mánaðarins. 10. mars 2013 14:58 Reynir að fá Davíð Örn lausan Ræðismaður Íslands í Ankara í Tyrklandi, Selim Sariibrahimoglu, ætlar að beita sér fyrir því í dag að Davíð Erni Bjarnasyni verði sleppt úr fangelsi. Þetta kemur fram á vef Rúv. 11. mars 2013 09:22 Tókst ekki að leysa Davíð úr haldi í gær Davíð Örn Bjarnason situr enn í fangelsi í Tyrklandi grunaður um smygl á fornminjum og enginn veit hvort eða hvenær hann verður látinn laus. „Ég er búin að missa hann,“ segir kærastan eftir að hann fékk nýjan lögmann á vegum yfirvalda. 12. mars 2013 06:00 Unnustan veit ekkert - "Er búið að berja hann í tætlur?" Þriggja til 10 ára fangelsidómur eða milljóna sektir bíða íslensks karlmanns sem handtekinn var á flugvelli í Tyrklandi á föstudag. Hann er grunaður um að hafa ætlað að flytja gamlar minjar úr landi. Kona hans og börn hafa ekkert fengið að heyra frá honum. 10. mars 2013 18:32 Hendrikka Waage sendir frá sér heimilislínu Hendrikka Waage hefur sent frá sér nýja línu, púða fyrir heimilið, en Hendrikka er þekkt fyrir skartgripahönnun sína. 11. mars 2013 16:45 Halim Al gæti hugsanlega hjálpað "Málið verður víst ekki tekið fyrir í dag. Þeir vita ekkert hvenær málið verður tekið fyrir. Það er búið að taka þá úr málinu. Þetta lítur verr út með hverjum deginum," segir Þóra Björg Birgisdóttir. 11. mars 2013 14:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Sjá meira
Íslendingur í fangelsi í Tyrklandi - "Við fáum ekki að vita neitt“ Tuttugu og átta ára gamall Íslendingur situr nú í fangelsi í Tyrklandi grunaður um að hafa ætla að smygla fornminjum úr landinu. Maðurinn, sem heitir Davíð Örn Bjarnason og er búsettur í Svíþjóð, var í fríi ásamt konu sinni í byrjun mánaðarins. 10. mars 2013 14:58
Reynir að fá Davíð Örn lausan Ræðismaður Íslands í Ankara í Tyrklandi, Selim Sariibrahimoglu, ætlar að beita sér fyrir því í dag að Davíð Erni Bjarnasyni verði sleppt úr fangelsi. Þetta kemur fram á vef Rúv. 11. mars 2013 09:22
Tókst ekki að leysa Davíð úr haldi í gær Davíð Örn Bjarnason situr enn í fangelsi í Tyrklandi grunaður um smygl á fornminjum og enginn veit hvort eða hvenær hann verður látinn laus. „Ég er búin að missa hann,“ segir kærastan eftir að hann fékk nýjan lögmann á vegum yfirvalda. 12. mars 2013 06:00
Unnustan veit ekkert - "Er búið að berja hann í tætlur?" Þriggja til 10 ára fangelsidómur eða milljóna sektir bíða íslensks karlmanns sem handtekinn var á flugvelli í Tyrklandi á föstudag. Hann er grunaður um að hafa ætlað að flytja gamlar minjar úr landi. Kona hans og börn hafa ekkert fengið að heyra frá honum. 10. mars 2013 18:32
Hendrikka Waage sendir frá sér heimilislínu Hendrikka Waage hefur sent frá sér nýja línu, púða fyrir heimilið, en Hendrikka er þekkt fyrir skartgripahönnun sína. 11. mars 2013 16:45
Halim Al gæti hugsanlega hjálpað "Málið verður víst ekki tekið fyrir í dag. Þeir vita ekkert hvenær málið verður tekið fyrir. Það er búið að taka þá úr málinu. Þetta lítur verr út með hverjum deginum," segir Þóra Björg Birgisdóttir. 11. mars 2013 14:20