Innlent

Fækka á slysum og auka öryggi í samgöngum

Herjólfur
Herjólfur mynd/365
Með nýjum lögum um rannsókn samgönguslysa er starfsemi Rannsóknarnefndar flugslysa, Rannsóknarnefndar sjóslysa og Rannsóknarnefndar umferðarslysa sameinuð.

Markmið með lögunum sem Alþingi hefur samþykkt er að fækka slysum og auka öryggis í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Samkvæmt lögunum eiga rannsóknirnar eingöngu að miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og -atvika til að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum. Þar skal sök eða ábyrgð ekki skipta máli.

Starfshópur sem vann að frumvarpi um lögin skoðaði samgöngurannsóknir í nágrannalöndum Íslands auk Bandaríkjanna og Kanada. Þannig er í Noregi sameiginleg flug-, lestar-, og umferðarslysanefnd, í Svíþjóð og Finnlandi sameiginlegar flug-, lestar-, og sjóslysanefndar og í Danmörku sameiginleg flug- og lestarslysanefnd.

Nánar um nýju lögin á heimasíðu innanríkisráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×