Eigendur Lagarfljóts slegnir Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. mars 2013 06:00 Pétur Elísson "Ég hef enga trú á að virkjanaleyfið hefði nokkurn tíma verið gefið út ef þetta hefði legið fyrir," segir Pétur Elísson, formaður Félags landeigenda við Lagarfljót, um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríki Lagarfljóts. Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, lýsti í Fréttablaðinu í gær innihaldi óbirtrar úttektar Landsvirkjunar á lífríki Lagarfljóts. Sagði Gunnar lífríkið "nánast búið". Landeigendur ræddu málið á félagsfundi í fyrrakvöld. "Það er meira en lítið mál að lífríki á vatnasvæði Lagarfljóts sé að drepast. Það er stórslys og náttúrulega alveg forkastanlegt. Menn eru bara slegnir," segir Pétur Elísson og bendir á að málið varði ekki aðeins landeigendur við Lagarfljótið sjálft. Áhrifin nái til þveránna sem til þessa hafi notið fiskgengdar úr fljótinu. "Það má segja að þetta sé dauðadómur," segir hann en undirstrikar þó að niðurstöður rannsókna Landsvirkjunar séu enn ekki endanlegar. "Vegna eðlis Lagarfljóts og lífríkis þess er það mat ráðuneytisins að breytingar á svifaur muni ekki valda miklum áhrifum á lífríki vatnsins," sagði í úrskurði Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra þegar hún síðla árs 2001 ógilti synjun Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn Kárahnúkavirkjun. Aðspurður játar Pétur því að legið hafi fyrir að rýni í Lagarfljóti myndi minnka með tilheyrandi áhrifum á lífríkið þegar Kárahnjúkavirkjun væri komin í gang. "En það datt engum í hug að þetta yrði með þessum ósköpum eins og virðist vera núna," segir hann. Lagarfljót er um eitt hundrað ferkílómetrar, að sögn Péturs, og vatnasviðið allt miklu stærra. "Ég held að við getum ekki gortað af hreinni orku til laða til okkar ferðamenn ef við drepum lífríkið á fleiri hundruð ferkílómetrum." Tengdar fréttir Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00 Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót "Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir. 11. mars 2013 06:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
"Ég hef enga trú á að virkjanaleyfið hefði nokkurn tíma verið gefið út ef þetta hefði legið fyrir," segir Pétur Elísson, formaður Félags landeigenda við Lagarfljót, um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríki Lagarfljóts. Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, lýsti í Fréttablaðinu í gær innihaldi óbirtrar úttektar Landsvirkjunar á lífríki Lagarfljóts. Sagði Gunnar lífríkið "nánast búið". Landeigendur ræddu málið á félagsfundi í fyrrakvöld. "Það er meira en lítið mál að lífríki á vatnasvæði Lagarfljóts sé að drepast. Það er stórslys og náttúrulega alveg forkastanlegt. Menn eru bara slegnir," segir Pétur Elísson og bendir á að málið varði ekki aðeins landeigendur við Lagarfljótið sjálft. Áhrifin nái til þveránna sem til þessa hafi notið fiskgengdar úr fljótinu. "Það má segja að þetta sé dauðadómur," segir hann en undirstrikar þó að niðurstöður rannsókna Landsvirkjunar séu enn ekki endanlegar. "Vegna eðlis Lagarfljóts og lífríkis þess er það mat ráðuneytisins að breytingar á svifaur muni ekki valda miklum áhrifum á lífríki vatnsins," sagði í úrskurði Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra þegar hún síðla árs 2001 ógilti synjun Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn Kárahnúkavirkjun. Aðspurður játar Pétur því að legið hafi fyrir að rýni í Lagarfljóti myndi minnka með tilheyrandi áhrifum á lífríkið þegar Kárahnjúkavirkjun væri komin í gang. "En það datt engum í hug að þetta yrði með þessum ósköpum eins og virðist vera núna," segir hann. Lagarfljót er um eitt hundrað ferkílómetrar, að sögn Péturs, og vatnasviðið allt miklu stærra. "Ég held að við getum ekki gortað af hreinni orku til laða til okkar ferðamenn ef við drepum lífríkið á fleiri hundruð ferkílómetrum."
Tengdar fréttir Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00 Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót "Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir. 11. mars 2013 06:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00
Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót "Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir. 11. mars 2013 06:00