Fleiri fréttir

Harma brottför Steinunnar frá Fréttablaðinu

Stjórn Félags fjölmiðlakvenna harmar þá niðurstöðu að Steinunn Stefánsdóttir víki úr forystusveit Fréttablaðsins, en hún var aðstoðarritstjóri blaðsins. Staða kvenna í efstu stöðum ritstjórna dagblaða sé rýr.

Hugsuðu allir um að svipta sig lífi eftir misnotkunina

Karlar sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku upplifa djúpa og óbærilega vanlíðan eftir brotin, segir í nýrri, íslenskri rannsókn. Allir þátttakendur hafa hugsað ítrekað um sjálfsvíg og margir þjást af geðröskunum.

Eftirlitsmyndavélar í strætó

Fyrirhugað er að setja upp öryggismyndavélar í alla strætisvagna við reglubundna endurnýjun þeirra á komandi árum. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir að slíkt kerfi sé nú þegar til staðar í einum vagni til prófunar og hafi gefið góða raun.

Stjórnin mun sitja út allt kjörtímabilið

Vantrauststillaga Þórs Saari var felld á Alþingi í gær. Jón Bjarnason sat hjá og Atli Gíslason var fjarverandi. Þung orð féllu í umræðunum en að lokum kusu 32 þingmenn gegn tillögunni. Alþingi verður frestað á föstudag samkvæmt áætlun.

Tókst ekki að leysa Davíð úr haldi í gær

Davíð Örn Bjarnason situr enn í fangelsi í Tyrklandi grunaður um smygl á fornminjum og enginn veit hvort eða hvenær hann verður látinn laus. „Ég er búin að missa hann,“ segir kærastan eftir að hann fékk nýjan lögmann á vegum yfirvalda.

„Þurfum náttúrlega að ná í þennan mann“

Lögreglan á Suðurnesjum bíður enn eftir upplýsingum frá Bandaríkjunum um handtöku íslenska flugdólgsins sem Icelandair kærði eftir að hann trylltist í flugvél á leið til New York í upphafi árs.

Gera ráð fyrir 80 milljóna leigu

Samningur Reykjavíkurborgar og ríkisins um leigu á Perlunni liggur fyrir og bíður samþykktar borgarráðs. Með samningnum er sýningarhúsnæði fyrir Náttúruminjasafn Íslands tryggt til næstu fimmtán ára.

Björgunarskipin munu fá andlitslyftingu

Alþingi samþykkti í gær að fela innanríkisráðherra að gera samkomulag við Slysavarnafélagið Landsbjörgu um endurbætur og viðhald björgunarskipa félagsins fyrir árin 2014 til 2021.

Elsta stjarna í heimi er 14,5 milljarða ára gömul

Ný stjarna er fundin og samkvæmt nýjustu rannsóknum er hún 14,5 milljarða gömul. Það þýðir að um er að ræða elstu stjörnu sem fundist hefur en líka að þarna er um að ræða fyrirbæri sem er eldri en sjálfur alheimurinn. Stjarnan heitir HD 140283 en hún mun í daglegu tali verða kölluð Metúsalem.

Hvort skyldi hann kjósa, mömmu eða pabba?

Hvað gerir kjósandi þegar mamma og pabbi eru bæði í framboði, - en hvort fyrir sinn flokkinn? Viðmælandi okkar úr þættinum "Um land allt" frá Húsavík í gærkvöldi stendur frammi fyrir þessum vanda.

Játaði sölu fíkniefna

Stórtækur fíkniefnasali var stöðvaður í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á dögunum. Lögregla hafði upphaflega afskipti af manninum, sem er um fertugt, þar sem hann var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Vilja að varsla lítilla skammta af fíkniefnum verði refsilaus

Nokkrir þingmenn Hreyfingarinnar og stjórnarflokkanna vilja nýja stefnu í fíkniefnamálum þar sem horfið verði frá glæpavæðingu og unnið gegn fíkniefnaneyslu á forsendum heilbrigðis- og félagslega kerfisins. Þingmennirnir hafa lagt fram tillögu á Alþingi þessa efnis, en Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður hennar.

Ónæmi gegn sýklalyfjum er raunverulegt vandamál

"Þetta er raunverulegt vandamál og auðvitað verðum við að hafa áhyggjur af þessu," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Hann tekur undir með prófessor Sally Davies, landlækni Bretlands, sem lýsti í dag áhyggjum sínum af vaxandi ónæmi sýkla gegn fúkkalyfjum. Hún sagði ónæmið vera tifandi tímasprengju meðal þjóðarinnar.

Vantrauststillagan felld

Vantrausttillaga Þórs Saari á ríkisstjórnina hefur verið felld á Alþingi Íslendinga. 32 greiddu atkvæði gegn tillögunni en 29 greiddu atkvæði með henni.

Halim Al gæti hugsanlega hjálpað

"Málið verður víst ekki tekið fyrir í dag. Þeir vita ekkert hvenær málið verður tekið fyrir. Það er búið að taka þá úr málinu. Þetta lítur verr út með hverjum deginum," segir Þóra Björg Birgisdóttir.

Léleg loftgæði í Reykjavík vegna svifryks

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við lélegum loftgæðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Veðurskilyrði eru ástæða þess að svifryksgildi eru há núna en hægur vindur og lágt hitastig eru í borginni.

Alþingi á suðupunkti: "Stundum færi þér betur að þegja“

Það má segja að allt sé á suðupunkti á Austurvelli þar sem umræða um vantrauststillögu Þórs Saari á ríkisstjórnina fer fram. Alls höfðu 24 þingmenn tekið til máls þegar Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvaddi sér hljóðs. Hún benti á ýmsa hnökra sem höfðu verið á stjórnarskrármálinu. Meðal annars að hin breiða fylking af landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu hefði ekki náð kjöri í kosningum til Stjórnlagaráðs. Það hefðu að mestu leyti verið þekkt andlit sem hefðu verið kjörin. Þetta þyrfti að hafa í huga þegar verið væri að ræða um persónukjör.

„Þetta er auðvitað alveg geðveikt“

"Þetta er auðvitað alveg geðveikt. Þetta ber vitni um það að tónlistarmenn vilja koma hingað á Iceland Airwaves," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar. Fyrr í dag var tilkynnt að þýska tölvupoppsveitin Kraftwerk mun stíga á stokk á hátíðinni, sunnudaginn 3. nóvember.

Kraftwerk spilar á Iceland Airwaves

Þýska tölvupoppsveitin Kraftwerk kemur fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í ár. Sveitin mun stíga á stokk sunnudaginn 3. nóvember. Á vefsíðu hátíðarinnar ksegir að Kraftwerk muni flytja magnað þrívíddarverk sem vakið hefur mikla athygli undanfarið.

Hryggur næturinnar fangaður við Bláfjöll

Áhugaljósmyndarinn Ómar Örn Smith fangaði fegurð himintunglanna rétt utan við Hafnarfjörð, skammt frá Bláfjöllum. Á ljósmyndinni má sjá tignarlegan hrygg Vetrarbrautarinnar.

Börnin alveg róleg

Betur fór en á horfðist þegar kviknaði í út frá þvottavél á leikskólanum Árbæ við Fossveg 1 á Selfossi á ellefta tímanum í morgun. Fréttablað Suðurlands greindi fyrst miðla frá þessu.

Ákærður fyrir að sparka í löggu

26 ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir að sparka í lögreglumann við skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur sumarið 2011.

"Ég er ekki gott handbendi neins"

"Ég held að ég hafi sýnt í mínum störfum að það verður erfitt fyrir einhvern að stjórna mér. Ég er ekki gott handbendi neins," segir Mikael Torfason sem ráðinn var ritstjóri Fréttablaðsins í síðustu viku.

Þór vill þjóðstjórn fram að kosningum

Þór Saari vill að ríkisstjórn, skipuð fulltrúum allra flokka á Alþingi, taki við núverandi ríkisstjórn og starfi fram að kosningum. Þór mælti fyrir vantrausttillögu á ríkisstjórnina á þingfundi sem hófst klukkan hálfellefu. Þór telur að með skipun þjóðstjórnar, fremur en að núverandi ríkisstjórn starfi sem starfsstjórn fram að kosningum, séu meiri líkur á að sátt náist um ýmis mál er varða þjóðarhag.

Reyndi að smygla kókaíni til landsins

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál rúmlega þrítugs karlmanns sem reyndi að smygla tæplega 200 grömmum af kókaíni til landsins fyrr í þessum mánuði. Maðurinn var stöðvaður af tollgæslu við komu til landsins frá Kaupmannahöfn.

Wow ætlar til Bandaríkjanna

Flugfélagið Wow Air stefnir á að hefja flug til Bandaríkjanna vorið 2014. Þetta staðfestir Skúli Mogensen, forstjóri félagsins, í viðtali við danska vefinn Standby.

Sigmundur Davíð kýldur á kjaftinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins fékk kjaftshögg þegar hann var staddur á Góufagnaði í Fljótsdalshéraði í fyrrakvöld.

Reynir að fá Davíð Örn lausan

Ræðismaður Íslands í Ankara í Tyrklandi, Selim Sariibrahimoglu, ætlar að beita sér fyrir því í dag að Davíð Erni Bjarnasyni verði sleppt úr fangelsi. Þetta kemur fram á vef Rúv.

Skora á Alþingi að klára stjórnarskrármálið

Stjórn samtakanna Landsbyggðin lifi, skorar á Alþingi og ríkisstjórn að sjá til þess að vilji þjóðarinnar verði virtur og að hún fái tækifæri til að samþykkja eða hafna frumvarpi stjórnlagaráðs, við næstu alþingiskosningar.

Mikið af háhyrningum á Grundarfirði

Mikið hefur verið um háhyrninga á Grundarfirði að undanförnu, og í gær voru þar að minnsta kosti 20 hvalir, sem léku listir sínar fyrir hvalaskoðara.

Ungmenni skemmta sér í hættulegu húsi

Hópur unglinga hefur undanfarið safnast saman í niðurníddu húsi í Hjartagarðinum, gamla Hljómalindarreitnum við Laugaveginn, og haldið þar partí um helgar. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins kom á staðinn síðla á laugardagskvöld hafði nokkurn fjölda ungmenna drifið að. Þau biðu þess að komast inn í húsið.

Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót

"Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir.

Brottkast myndað af sjófugli

Hugvitssamleg notkun myndavélartækni hefur gefið nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit á sjó. Vísindamenn festu myndavélar á tíu súlur, sem er stærsti sjófugl Evrópu, og fylgdust með hversu mikið sjófuglar sækja í brottkast fiskiskipa við veiðar; heilan fisk og fiskúrgang. Með þessu freistuðu þeir þess að finna svör við því hvort bann við brottkasti á nýtanlegum fiski gæti haft áhrif á fuglastofna, auk upplýsinga um hegðunarmynstur þeirra. Gárungar setja fram þá kenningu að fundin sé tækni til að vakta ólöglegt brottkast.

Á merkingar matvöru skorti

Ómerktir ofnæmis- og óþolsvaldar hafa orðið til þess að kalla hefur þurft af markaði fjölda vara sem merktar eru og framleiddar af Lifandi markaði. Innköllunin, sem gerð er í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, nær til rauðs pestós, villisveppasósu, villisveppasúpu, gulrótarsúpu og hnetusteikar. Í vörunum fannst ýmist soja, súlfít eða hveiti, án þess að þess væri getið.

Stytta verði reist af Neil Armstrong á Íslandi

Einn bandarísku Apollo-geimfaranna laumaði íslenskum 25-eyringi með sér í tunglferð og er hann sagður eini peningur mannkyns sem fór slíka ferð.gsson, hótelstjóri á Húsavík, að Íslendingar geri meira úr hlutverki Íslands í tunglferðunum, en 9 af þeim 12 mönnum, sem lentu á tunglinu, komu hingað til lands til jarðfræðináms.

Bakgrunnur starfsmanna kirkjunnar verður skoðaður

Allir starfsmenn þjóðkirkjunnar þurfa nú að skrifa undir plagg þar sem þeir gefa leyfi til að sakaferill þeirra og bakgrunnur verði skoðaður. Biskup Íslands segir nauðsynlegt að hafa svona fyrirkomulag á stofnunum og öllum stöðum þar sem börn og unglingar koma við sögu.

Malta og Sviss einu löndin sem hafa gert hlé á ESB viðræðum

Malta og Sviss eru einu Evrópulöndin sem gert hafa hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hætti Ísland viðræðum við ESB yrði ekki hægt að byggja á þeim samningum sem þegar hafa náðst um tiltekna kafla, ef þær yrðu hafnar að nýju, segir prófessor í stjórnmálafræði.

Unnustan veit ekkert - "Er búið að berja hann í tætlur?"

Þriggja til 10 ára fangelsidómur eða milljóna sektir bíða íslensks karlmanns sem handtekinn var á flugvelli í Tyrklandi á föstudag. Hann er grunaður um að hafa ætlað að flytja gamlar minjar úr landi. Kona hans og börn hafa ekkert fengið að heyra frá honum.

Sjá næstu 50 fréttir