Innlent

Vinnuslys í álverinu í Straumsvík

Vinnuslys varð í álverinu í Straumsvík á þriðja tímanum í nótt þegar starfsmaður klemmdist á báðum fótum og er líklega fótbrotinn, að mati lögreglu.

Hann var fluttur á slysadeild lögreglunnar og verða tildrög slyssins rannsökuð nánar.

Þá slasaðist ungur snjóbrettamaður þegar hann féll í brekku í Bláfjöllum í gærkvöldi. Hann meiddist á baki og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til rannsókna og aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×