Innlent

Lítil trilla strandaði undan Sæbrautinni í Reykjavík

Tvo bátsverja sakaði ekki þegar lítil trilla þeirra strandaði í fjörunni norðan við Höfða við Sæbraut í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt, þegar þeir voru að koma úr róðri.

Þeir óskuðu eftir aðstoð og var áhöfn björgunarskips Landsbjargar í Reykjavík kölluð út, en áður en skipið héldi úr höfn , losnaði trillan af strandstað og gat siglt til hafnar fyrir eigin vélarafli.

Lögregla tók skýrslu af mönnunum, en gefur ekkert upp um ástæðu strandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×