Andri Snær: Lagarfljótið er dautt - ekki að það hafi komið á óvart 12. mars 2013 15:07 Andri Snær Magnason. „Þá er komið í ljós það sem margir óttuðust. Lagarfljótið er dautt. Það er ekki hægt að segja að það hafi komið á óvart. Sjálfur skrifaði ég heila bók vegna málsins," skrifar Andri Snær Magnason rithöfundur á bloggið sitt en bókin sem hann vitnar til í þarna er bókin Draumalandið - sjálfshjálparbók fyrir hrædda þjóð. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, teldi lífríki Lagafljóts á vonarvöl. Ástæðan er einföld; bygging Kárahnjúkarvirkjunar. Gunnar segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: „Þetta er nýjasta sjokkið. Fljótið er orðið svo dökkt að sólarljós kemst ekki niður og þar með fer þörungagróðurinn. Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti." Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. Á undanförnum mánuðum hefur Landsvirkjun kynnt skýrslur um landbrot á bökkum Lagarfljóts og um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsstöðu og grunnvatnsstöðu í ánni. Landbrotið er mikið og vatnsmagnið í Lagarfljóti er meira en öll reiknilíkön sýndu. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að Landsvirkjun grípi til aðgerða til að hindra landbrotið eins og sagði í Fréttablaðinu í gær. Gunnar Jónsson segir að nýjasta "sjokkið" hafi komið á síðasta fundi samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar. Lagarfljót sé orðið mun dekkra en áður og það hindri ljóstillífun í þörungablóma. Fiskur er meðal annars að hverfa úr fljótinu að sögn Gunnars. Andri Snær skrifar um málið á vefsvæði sínu og segir að niðurstaðan komi ekki á óvart. Hann spyr aftur á móti hvort Íslendingar ætli að læra af reynslunni. Hann vill meina að örlög Mývatns verði þau sömu. Ástæðan er 90 MW Bjarnarflagsvirkjun sem fyrirhugað er að reisa þar. Andri Snær er harðrorðu á vefsvæði sínu þar sem hann skrifar meðal annars um ástæður þess að svo fór sem fór: „Lagarfljótið var ekki eyðilagt óvart, það var eyðilagt vísvitandi af spilltum stjórnmálamönnum sem virtu ekki leikreglur samfélagsins, virtu ekki faglega ferla og þoldu ekki upplýsta umræðu. Við skulum ekki gleyma því að mönnum var hótað, menn voru beittir þrýstingi. Þetta eru sömu menn og settu Ísland á hausinn svo það þarf ekki neitt að koma á óvart." Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri Grænna, hefur óskað eftir að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjalli hið fyrsta um niðurstöður rannsókna á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á landbrot við Lagarfljót og lífríki Lagarins. Álfheiður vísaði til úrskurðar umhverfisráðuneytis frá því í desember 2001 þar sem fjallað var um áætluð áhrif af framkvæmdinni. Þar kom m.a. fram að breytingar á vantsrennsli og rýni gætu haft áhrif á fæðuframboð og fæðuöflunarsvæði í Lagarfljóti og að breytingar á gróðurfari og varpstöðvum gætu haft áhrif á fuglastofna, hætta á landbroti myndi aukast, litur myndi breytast vegna allt að fimmföldunar á magni svifaurs í vatninu, og draga myndi úr frumframleiðni og fæðuframboði fyrir smádýrastofna og fiska. Þessi spá virðist að nokkru leytinu til hafa gengið eftir. Tengdar fréttir Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
„Þá er komið í ljós það sem margir óttuðust. Lagarfljótið er dautt. Það er ekki hægt að segja að það hafi komið á óvart. Sjálfur skrifaði ég heila bók vegna málsins," skrifar Andri Snær Magnason rithöfundur á bloggið sitt en bókin sem hann vitnar til í þarna er bókin Draumalandið - sjálfshjálparbók fyrir hrædda þjóð. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, teldi lífríki Lagafljóts á vonarvöl. Ástæðan er einföld; bygging Kárahnjúkarvirkjunar. Gunnar segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: „Þetta er nýjasta sjokkið. Fljótið er orðið svo dökkt að sólarljós kemst ekki niður og þar með fer þörungagróðurinn. Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti." Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. Á undanförnum mánuðum hefur Landsvirkjun kynnt skýrslur um landbrot á bökkum Lagarfljóts og um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsstöðu og grunnvatnsstöðu í ánni. Landbrotið er mikið og vatnsmagnið í Lagarfljóti er meira en öll reiknilíkön sýndu. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að Landsvirkjun grípi til aðgerða til að hindra landbrotið eins og sagði í Fréttablaðinu í gær. Gunnar Jónsson segir að nýjasta "sjokkið" hafi komið á síðasta fundi samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar. Lagarfljót sé orðið mun dekkra en áður og það hindri ljóstillífun í þörungablóma. Fiskur er meðal annars að hverfa úr fljótinu að sögn Gunnars. Andri Snær skrifar um málið á vefsvæði sínu og segir að niðurstaðan komi ekki á óvart. Hann spyr aftur á móti hvort Íslendingar ætli að læra af reynslunni. Hann vill meina að örlög Mývatns verði þau sömu. Ástæðan er 90 MW Bjarnarflagsvirkjun sem fyrirhugað er að reisa þar. Andri Snær er harðrorðu á vefsvæði sínu þar sem hann skrifar meðal annars um ástæður þess að svo fór sem fór: „Lagarfljótið var ekki eyðilagt óvart, það var eyðilagt vísvitandi af spilltum stjórnmálamönnum sem virtu ekki leikreglur samfélagsins, virtu ekki faglega ferla og þoldu ekki upplýsta umræðu. Við skulum ekki gleyma því að mönnum var hótað, menn voru beittir þrýstingi. Þetta eru sömu menn og settu Ísland á hausinn svo það þarf ekki neitt að koma á óvart." Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri Grænna, hefur óskað eftir að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjalli hið fyrsta um niðurstöður rannsókna á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á landbrot við Lagarfljót og lífríki Lagarins. Álfheiður vísaði til úrskurðar umhverfisráðuneytis frá því í desember 2001 þar sem fjallað var um áætluð áhrif af framkvæmdinni. Þar kom m.a. fram að breytingar á vantsrennsli og rýni gætu haft áhrif á fæðuframboð og fæðuöflunarsvæði í Lagarfljóti og að breytingar á gróðurfari og varpstöðvum gætu haft áhrif á fuglastofna, hætta á landbroti myndi aukast, litur myndi breytast vegna allt að fimmföldunar á magni svifaurs í vatninu, og draga myndi úr frumframleiðni og fæðuframboði fyrir smádýrastofna og fiska. Þessi spá virðist að nokkru leytinu til hafa gengið eftir.
Tengdar fréttir Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00