Andri Snær: Lagarfljótið er dautt - ekki að það hafi komið á óvart 12. mars 2013 15:07 Andri Snær Magnason. „Þá er komið í ljós það sem margir óttuðust. Lagarfljótið er dautt. Það er ekki hægt að segja að það hafi komið á óvart. Sjálfur skrifaði ég heila bók vegna málsins," skrifar Andri Snær Magnason rithöfundur á bloggið sitt en bókin sem hann vitnar til í þarna er bókin Draumalandið - sjálfshjálparbók fyrir hrædda þjóð. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, teldi lífríki Lagafljóts á vonarvöl. Ástæðan er einföld; bygging Kárahnjúkarvirkjunar. Gunnar segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: „Þetta er nýjasta sjokkið. Fljótið er orðið svo dökkt að sólarljós kemst ekki niður og þar með fer þörungagróðurinn. Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti." Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. Á undanförnum mánuðum hefur Landsvirkjun kynnt skýrslur um landbrot á bökkum Lagarfljóts og um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsstöðu og grunnvatnsstöðu í ánni. Landbrotið er mikið og vatnsmagnið í Lagarfljóti er meira en öll reiknilíkön sýndu. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að Landsvirkjun grípi til aðgerða til að hindra landbrotið eins og sagði í Fréttablaðinu í gær. Gunnar Jónsson segir að nýjasta "sjokkið" hafi komið á síðasta fundi samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar. Lagarfljót sé orðið mun dekkra en áður og það hindri ljóstillífun í þörungablóma. Fiskur er meðal annars að hverfa úr fljótinu að sögn Gunnars. Andri Snær skrifar um málið á vefsvæði sínu og segir að niðurstaðan komi ekki á óvart. Hann spyr aftur á móti hvort Íslendingar ætli að læra af reynslunni. Hann vill meina að örlög Mývatns verði þau sömu. Ástæðan er 90 MW Bjarnarflagsvirkjun sem fyrirhugað er að reisa þar. Andri Snær er harðrorðu á vefsvæði sínu þar sem hann skrifar meðal annars um ástæður þess að svo fór sem fór: „Lagarfljótið var ekki eyðilagt óvart, það var eyðilagt vísvitandi af spilltum stjórnmálamönnum sem virtu ekki leikreglur samfélagsins, virtu ekki faglega ferla og þoldu ekki upplýsta umræðu. Við skulum ekki gleyma því að mönnum var hótað, menn voru beittir þrýstingi. Þetta eru sömu menn og settu Ísland á hausinn svo það þarf ekki neitt að koma á óvart." Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri Grænna, hefur óskað eftir að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjalli hið fyrsta um niðurstöður rannsókna á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á landbrot við Lagarfljót og lífríki Lagarins. Álfheiður vísaði til úrskurðar umhverfisráðuneytis frá því í desember 2001 þar sem fjallað var um áætluð áhrif af framkvæmdinni. Þar kom m.a. fram að breytingar á vantsrennsli og rýni gætu haft áhrif á fæðuframboð og fæðuöflunarsvæði í Lagarfljóti og að breytingar á gróðurfari og varpstöðvum gætu haft áhrif á fuglastofna, hætta á landbroti myndi aukast, litur myndi breytast vegna allt að fimmföldunar á magni svifaurs í vatninu, og draga myndi úr frumframleiðni og fæðuframboði fyrir smádýrastofna og fiska. Þessi spá virðist að nokkru leytinu til hafa gengið eftir. Tengdar fréttir Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
„Þá er komið í ljós það sem margir óttuðust. Lagarfljótið er dautt. Það er ekki hægt að segja að það hafi komið á óvart. Sjálfur skrifaði ég heila bók vegna málsins," skrifar Andri Snær Magnason rithöfundur á bloggið sitt en bókin sem hann vitnar til í þarna er bókin Draumalandið - sjálfshjálparbók fyrir hrædda þjóð. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, teldi lífríki Lagafljóts á vonarvöl. Ástæðan er einföld; bygging Kárahnjúkarvirkjunar. Gunnar segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: „Þetta er nýjasta sjokkið. Fljótið er orðið svo dökkt að sólarljós kemst ekki niður og þar með fer þörungagróðurinn. Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti." Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. Á undanförnum mánuðum hefur Landsvirkjun kynnt skýrslur um landbrot á bökkum Lagarfljóts og um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsstöðu og grunnvatnsstöðu í ánni. Landbrotið er mikið og vatnsmagnið í Lagarfljóti er meira en öll reiknilíkön sýndu. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að Landsvirkjun grípi til aðgerða til að hindra landbrotið eins og sagði í Fréttablaðinu í gær. Gunnar Jónsson segir að nýjasta "sjokkið" hafi komið á síðasta fundi samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar. Lagarfljót sé orðið mun dekkra en áður og það hindri ljóstillífun í þörungablóma. Fiskur er meðal annars að hverfa úr fljótinu að sögn Gunnars. Andri Snær skrifar um málið á vefsvæði sínu og segir að niðurstaðan komi ekki á óvart. Hann spyr aftur á móti hvort Íslendingar ætli að læra af reynslunni. Hann vill meina að örlög Mývatns verði þau sömu. Ástæðan er 90 MW Bjarnarflagsvirkjun sem fyrirhugað er að reisa þar. Andri Snær er harðrorðu á vefsvæði sínu þar sem hann skrifar meðal annars um ástæður þess að svo fór sem fór: „Lagarfljótið var ekki eyðilagt óvart, það var eyðilagt vísvitandi af spilltum stjórnmálamönnum sem virtu ekki leikreglur samfélagsins, virtu ekki faglega ferla og þoldu ekki upplýsta umræðu. Við skulum ekki gleyma því að mönnum var hótað, menn voru beittir þrýstingi. Þetta eru sömu menn og settu Ísland á hausinn svo það þarf ekki neitt að koma á óvart." Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri Grænna, hefur óskað eftir að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjalli hið fyrsta um niðurstöður rannsókna á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á landbrot við Lagarfljót og lífríki Lagarins. Álfheiður vísaði til úrskurðar umhverfisráðuneytis frá því í desember 2001 þar sem fjallað var um áætluð áhrif af framkvæmdinni. Þar kom m.a. fram að breytingar á vantsrennsli og rýni gætu haft áhrif á fæðuframboð og fæðuöflunarsvæði í Lagarfljóti og að breytingar á gróðurfari og varpstöðvum gætu haft áhrif á fuglastofna, hætta á landbroti myndi aukast, litur myndi breytast vegna allt að fimmföldunar á magni svifaurs í vatninu, og draga myndi úr frumframleiðni og fæðuframboði fyrir smádýrastofna og fiska. Þessi spá virðist að nokkru leytinu til hafa gengið eftir.
Tengdar fréttir Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl "Þetta er nýjasta sjokkið,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. 12. mars 2013 13:00