Innlent

Mikilvægt að læra af reynslunni

Álfheiður Ingadóttir
Álfheiður Ingadóttir
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri Grænna, hefur óskað eftir að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjalli hið fyrsta um niðurstöður rannsókna á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á landbrot við Lagarfljót og lífríki Lagarins.

Álfheiður vísar til úrskurðar umhverfisráðuneytis frá því í desember 2001 þar sem fjallað var um áætluð áhrif af framkvæmdinni. Þar kemur m.a. fram að breytingar á vantsrennslí og rýni geti haft áhrif á fæðuframboð og fæðuöflunarsvæði í Lagarfljóti og að breytingar á gróðurfari og varpstöðvum gætu haft áhrif á fuglastofna, hætta á landbroti muni aukast, litur muni breytast vegna allt að fimmföldunar á magni svifaurs í vatninu, og draga muni úr frumframleiðni og fæðuframboði fyrir smádýrastofna og fiska.

Álfheiður bendir á að þrátt fyrir þessa vitneskju hafi Kárahnjúkaivkrjun fengið græntljós en framkvæmdaraðila falið að vinna tilteknar rannsóknir eftirá. Hún telur mjög mikilvægt að Íslendingar læri af reynslunni af virkjuninni og láti náttúruna njóta vafans. Sé varúðarreglan í heiðri höfð áður en framkvæmdir eru heimilaðar munu afleiðingar þeirra ekki koma mönnum á óvart eins og nú virðist ver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×