Innlent

Halldór Ásgrímsson hættur hjá ráðherranefndinni

Halldór Ásgrímsson er hættur sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar eftir sex ára starf. Dagfinn Høybråten hefur tekið við stöðunni.

Høybråten hefur verið stjórnmálamaður í rúmlega 30 ár og sat í 7 ár í ráðherranefndinni sem heilbrigðisráðherra, atvinnumálaráðherra og félagsmálaráðherra fyrir Kristilega þjóðarflokkinn í Noregi. Eftir það var hann forseti Norðurlandaráðs 2007 - 2008.

Høybråten segir í viðtali á vefsíðunni norden.org að hann muni leggja metnað sinn í að þróa og efla norræna samstarfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×