Innlent

Er með Þjóðverjum í klefa sem útveguðu honum föt

Davíð Örn á flugvellinum í Tyrklandi, nokkrum mínútum áður en hann var handtekinn.
Davíð Örn á flugvellinum í Tyrklandi, nokkrum mínútum áður en hann var handtekinn. Mynd úr einkasafni
Davíð Örn Bjarnason, sem situr í fangelsi í Tyrklandi grunaður um fornminjasmygl, þjáist af magakveisu vegna matarins sem boðið er upp á í tyrkneska fangelsinu. Hann deilir herbergi með tveimur Þjóðverjum og eru þeir honum innan handar - þeir hafa meðal annars útvegað honum föt.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Dr. Selim Sarıibrahimoğlu, ræðismanni Íslands í Ankara í Tyrklandi, við fyrirspurn Vísis.

Í svarinu rekur Selim atburðarásina frá því að Davíð Örn og unnusta hans komu til Tyrklands í byrjun mars. Mögulegt er að Davíð Örn verði látinn laus gegn tryggingargjaldi, segir Selim.

Selim segir að Davíð líði vel í fangelsinu en langi til að hringja í konu sína og börn.

Bréfið frá Selim má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×