Ríkið dæmt til þess að greiða bætur vegna mislukkaðs dvergakasts 12. mars 2013 15:33 Héraðsdómur Austurlands. Héraðsdómur Austurlands dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða konu rúmar fjórar milljónir króna í miskabætur vegna mislukkaðs dvergakasts sem átti sér stað á íþróttahátíð framhaldsskóla á Austurlandi. Hátíðin var kölluð Austfirsku ólympíuleikarnir og fóru fram á Neskaupsstað árið 2008. Konan var að læra hárgreiðslu í Verkmenntaskólanum á Austurlandi en hún hóf þar nám árið 2007. Konan segir málavexti þá að einn kennaranna hafi lagt að henni að taka þátt í dvergakastinu sem dvergur fyrir hönd skólans. Kennarinn hafi sagt við hana að hún væri minnst og léttust og ætti því að vera dvergur í dvergakastinu. Konan kveðst þannig hafa fengið bein fyrirmæli um að taka þátt en ekki hafi verið kannað hvort hún vildi taka þátt í þessu. Henni var meðal annars sagt að hún yrði að taka þátt í einhverri íþrótt. Dvergakastinu er lýst svo fyrir héraðsdómi að tveir menn hafi tekið undir lappir „dvergsins" og kastað honum yfir slá sem í þessu tilfelli var 1.8 metrar á hæð. Í þessu tilviki fór ekki betur en svo að mönnunum fipaðist eitthvað til þannig konan lenti harkalega á gólfinu fyrir framan stöngina. Hún kveðst muna höggið en síðan hafa misst úr í stutta stund. Hún muni næst eftir sér þar sem hún lá á gólfinu og var að reyna rísa upp. Síðan hafi hún rankað við sér þar sem hún sat á bekk í íþróttahúsinu og allur salurinn horfði á hana. Myndband náðist af atvikinu og er því lýst svona í dóminum: „Á framlögðu myndskeiði af atburðinum kemur fram að tveir piltar taka undir fætur stefnanda, lyfta henni upp og ætla að kasta henni yfir þverslá. Þeir ná hins vegar ekki að kasta henni yfir slána heldur fellur hún niður á stöngina og niður á gólfið en lendir með höfuðið á dýnunni sem átti að kasta henni á." Í niðurstöðu dómara segir svo að telja verði augljóst að slíkt atriði væri áhættusamt og þurfi mikillar samhæfingar við. Ekki liggur fyrir að um hefðbundna íþróttagrein sé að ræða sem nemendur höfðu fengið þjálfun í. Svo segir orðrétt: „Telja verður að skólastjórnendur hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi með því að leyfa slíkt atriði á leikunum. Einkum er það ámælisvert þegar litið er til þess að atriðið var framkvæmt án alls undirbúnings, leiðbeininga eða þjálfunar af hálfu skólans, eins og fram kemur í framburðum þeirra sem skýrslu gáfu fyrir dómi." Þar af leiðandi er skólanum gert að greiða konunni miskabætur en hún hlaut einnig varanlega örorku vegna óhappsins. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða konu rúmar fjórar milljónir króna í miskabætur vegna mislukkaðs dvergakasts sem átti sér stað á íþróttahátíð framhaldsskóla á Austurlandi. Hátíðin var kölluð Austfirsku ólympíuleikarnir og fóru fram á Neskaupsstað árið 2008. Konan var að læra hárgreiðslu í Verkmenntaskólanum á Austurlandi en hún hóf þar nám árið 2007. Konan segir málavexti þá að einn kennaranna hafi lagt að henni að taka þátt í dvergakastinu sem dvergur fyrir hönd skólans. Kennarinn hafi sagt við hana að hún væri minnst og léttust og ætti því að vera dvergur í dvergakastinu. Konan kveðst þannig hafa fengið bein fyrirmæli um að taka þátt en ekki hafi verið kannað hvort hún vildi taka þátt í þessu. Henni var meðal annars sagt að hún yrði að taka þátt í einhverri íþrótt. Dvergakastinu er lýst svo fyrir héraðsdómi að tveir menn hafi tekið undir lappir „dvergsins" og kastað honum yfir slá sem í þessu tilfelli var 1.8 metrar á hæð. Í þessu tilviki fór ekki betur en svo að mönnunum fipaðist eitthvað til þannig konan lenti harkalega á gólfinu fyrir framan stöngina. Hún kveðst muna höggið en síðan hafa misst úr í stutta stund. Hún muni næst eftir sér þar sem hún lá á gólfinu og var að reyna rísa upp. Síðan hafi hún rankað við sér þar sem hún sat á bekk í íþróttahúsinu og allur salurinn horfði á hana. Myndband náðist af atvikinu og er því lýst svona í dóminum: „Á framlögðu myndskeiði af atburðinum kemur fram að tveir piltar taka undir fætur stefnanda, lyfta henni upp og ætla að kasta henni yfir þverslá. Þeir ná hins vegar ekki að kasta henni yfir slána heldur fellur hún niður á stöngina og niður á gólfið en lendir með höfuðið á dýnunni sem átti að kasta henni á." Í niðurstöðu dómara segir svo að telja verði augljóst að slíkt atriði væri áhættusamt og þurfi mikillar samhæfingar við. Ekki liggur fyrir að um hefðbundna íþróttagrein sé að ræða sem nemendur höfðu fengið þjálfun í. Svo segir orðrétt: „Telja verður að skólastjórnendur hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi með því að leyfa slíkt atriði á leikunum. Einkum er það ámælisvert þegar litið er til þess að atriðið var framkvæmt án alls undirbúnings, leiðbeininga eða þjálfunar af hálfu skólans, eins og fram kemur í framburðum þeirra sem skýrslu gáfu fyrir dómi." Þar af leiðandi er skólanum gert að greiða konunni miskabætur en hún hlaut einnig varanlega örorku vegna óhappsins.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira