Fleiri fréttir

Miliband á leið til Íslands

David Miliband, fyrrverandi utanríkisráðherra og umhverfisráðherra Breta, kemur til Íslands í næstu viku. David Miliband var kjörinn á þing árið 2001 og varð ráðherra skólamála ári síðar; árið 2006 varð hann umhverfisráðherra og árið 2007 utanríkisráðherra, þá aðeins 41 árs gamall. Miliband hefur látið til sín taka í umræðum um loftslagsbreytingar og hvetur til alþjóðlegs samstarfs um umhverfisvernd, málefni hafsins og orkumál. Á vef Háskóla Íslands kemur fram að Miliband hefur sent frá sér margvíslegar ritsmíðar.

Chopin gerði útslagið - sýknaður af líkamsárás

Karlmaður á sextugsaldri var sýknaður af líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness í dag en hann var ákærður fyrir að taka um hönd konu, sem var nágranni hans, snúa upp á hana og henda henni utan í nálægan steinvegg. Þá var honum einnig gefið að sök að hafa slegið mann hennar með stunguskóflu en árásin átti að hafa átt sér stað í janúar á síðasta ári.

Á þriðja hundrað manns hafa greitt atkvæði

Alls eru nú 267 manns búnir að greiða atkvæði utankjörfundar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs sem fram fer 20 október næstkomandi. Þar af hafa 165 greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst við embætti sýslumannsins í Reykjavík þann 25. ágúst síðastliðinn.

Vilja 5 milljóna bætur vegna úrgangs í Ytri-Rangá

Leigutaki Ytri-Rangár vill að sveitarfélagið Rangárþing ytra greiði 5 milljóna króna bætur vegna tjóns sem varð er kjúklingaúrgangur lak frá sláturhúsi á Hellu í fyrra. Ekki okkar ábyrgð þótt við eigum fráveituna segir sveitarstjórinn.

Forsætisráðherra vísar svikabrigslum til föðurhúsanna

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, vísar því til föðurhúsanna að fyrirheit í stöðugleikasáttmálunum hafi verið svikin. Það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem vakti máls á því á Alþingi í dag að Samtök Atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin teldu stjórnvöld ekki hafa staðið við sinn hlut stöðugleikasáttmálans.

Ímyndum okkur að opna þyrfti hommaathvarf

"Ímyndum okkur að árásir og ógn við líf samkynhneigðra væri svo útbreitt samfélagsmein að það yrði að opna sérstakt hommaathvarf í miðbæ Reykjavíkur," segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir leikkona, sem fjallar um kynbundið ofbeldi og Kvennaathvarfið í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Nubo-frétt eins og þruma úr heiðskíru lofti

"Þetta kemur eiginlega eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvegaráðherra, um frétt China Daily sem greinir frá því í dag að samningur Huang Nubo, um leigu á Grímsstöðum á fjöllum, liggi endanlega fyrir og að skrifað verði undir samninginn í næsta mánuði.

Dómstólarnir með opið hús

Héraðsdómstólarnir verða með opið hús á laugardag, milli klukkan 11 og 14, í tilefni af 20 ára afmæli dómstólanna. Þar gefst almenningi kostur á að kynna sér starfsemi dómstólanna, fara í skoðunarferðir um dómhúsin og sitja sýndarréttarhöld í Héraðsdómi Reykjavíkur sem Háskólinn í Reykjavík mun leiða. Þá gefst gestum tækifæri til að koma með nytsamlegar ábendingar í "skilaboðaskjóðu", sem liggur fyrir í anddyri hvers dómstóls. Í hana eru allar ábendingar vel þegnar er snúa að starfsemi dómstólanna, bæði hvað sé gott í starfinu og það sem betur má fara.

Umferðarstofa varar ökumenn við sólinni

Undanfarna daga hefur mátt rekja fjölda árekstra og óhappa til þess að sólin hafi blindað ökumenn. Sólin er nú lágt á lofti og himinn heiður víða um land. Þó það sé auðvitað fyrst og fremst ánægjulegt vill Umferðarstofa vara ökumenn við þeirri hættu sem því fylgir.

China Daily: Skrifað undir samning við Nubo í næsta mánuði

Staðhæft er á vefsíðu kínverska blaðsins China Daily að samningur Huang Nubo um leigu á Grímsstöðum á fjöllum liggi endanlega fyrir og að skrifað verði undir samninginn í næsta mánuði. Þá verði boðað til blaðamannafundar til að kynna samninginn.

Hætt við uppsagnir á RÚV

Stjórn Ríkisútvarpsins ákvað á fundi sínum í gær að hætta við að segja upp fjórum til sex starfsmönnum Rásar 1. Þetta staðfesti Halldór Guðmundsson, stjórnarmaður í RÚV, í samtali við vefmiðilinn Smuguna í gærkvöldi. Starfsmenn Rásar 1 höfðu skrifað Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, bréf þar sem fyrirhuguðum uppsögnum var mótmælt.

Sumarísinn er að hverfa

Einn fremsti vísindamaður heims á sviði hafísmála segir hættu á að eftir fjögur ár heyri hafís á sumrin sögunni til á norðurskautinu. Brött spá, segir veðurfræðingur, en ísinn fer minnkandi. Hefur áhrif á veðurfar og lífríki sjávar. Draga verður úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Töluvert um innbrot í borginni

Töluvert var um innbrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt en lögreglan var meðal annars kölluð að tveimur heimilum í Kópavogi.

Skógur í Fnjóskadal jafnaðist við jörðu

Skóglendi innst í Fnjóskadal fór afar illa í veðurhörkunum fyrr í mánuðinum. Hundrað ára gömul tré gáfu sig undan snjónum. Enn finnst dautt fé á Norðausturlandi. Skógræktarbændur í Þingeyjarsýslum segja trén hafa farið illa.

Tveir teknir með töluvert af kannabis í fórum sínum

Tvö fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en skömmu fyrir miðnætti gerði lögreglan húsleit hjá karlmanni í íbúð hans í Breiðholti vegna gruns um að hann seldi þar fíkniefni.

Rekin vegna Ólympíuleikanna?

"Það er auðvitað algjörlega út í hött að ef menn tapa á Ólympíuleikum komi það niður á til dæmis starfsfólki á Rás 1, réttara sagt á hlustendum,“ sagði Mörður Árnason, alþingismaður Samfylkingar, á þingfundi í fyrradag. Vitnaði Mörður til "lausafregna“ um að fjárhagur RÚV væri nú miklu verri en áður hefði komið fram.

Loftorka bauð lægst í verkið

Loftorka átti lægsta tilboð í gerð Álftanesvegar milli Hafnarfjarðarvegar og Bessastaðavegar, en tilboð voru opnuð fyrr í vikunni.

Leiguverð íbúða hefur hækkað hratt

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,3% í ágúst samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands. Leiguverð hefur hækkað hratt á síðustu mánuðum eða um 6,8% síðustu þrjá mánuði og 10,6% sé litið til síðastliðinna tólf mánaða.

Hættir við kaup á þyrlu

Ríkisstjórnin samþykkti á þriðjudag, að tillögu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, að segja upp samstarfssamningi við Norðmenn um kaup á björgunarþyrlu, en samningurinn var gerður í nóvember 2007. Þess í stað verður boðin út langtímaleiga á tveimur þyrlum til viðbótar við núverandi þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Förum ekki í manngreinarálit

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir alfarið unnið eftir lögum og reglugerðum þegar teknar eru ákvarðanir um það hvort fangar megi ljúka afplánun utan fangelsis, ýmist á áfangaheimilinu Vernd eða undir rafrænu eftirliti. Þar sé aldrei farið í manngreinarálit.

Íslenskir ofurhugar stefna á Everest ræðaranna

„Rúmlega fimm þúsund manns hafa klifið Everest - þetta hefur hins vegar enginn gert." Þetta segir Einar Örn Sigurdórsson, róðrarmaður og einn af fjórum Íslendingum sem nú stefna á að róa frá Noregi til Ameríku og slá um leið heimsmet.

"Þeir gerðu málið verra"

Hjúkrunarfræðingar segja að of seint sé í rassinn gripið með samkomulagi Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, og Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans. Skaðinn sé nú þegar skeður.

Nauðsynlegt að efla löggæslu á Suðurlandi

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Suðurlands, segir að staða lögreglunnar í sýslunni sé langt fyrir neðan þolmörk. Hann tekur undir með yfirlögregluþjóni á Selfossi sem lýsti bágri stöðu mála í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Hjartagarðurinn tekur breytingum

Minna verður byggt á Hljómalindarreitnum við Laugarveginn en áður var gert ráð fyrir og færri hús rifin. Þetta segir formaður skipulagsráðs borgarinnar sem kynnti nýtt skipulag svæðisins í dag.

Sviðsettu leit að týndum manni

Íbúar á Snæfellsnesi tóku í dag þátt í að sviðsetja leit sem gerð var að Bjarna Matthíasi Sigurðssyni sem hvarf árið 1974, þegar hann var 79 ára gamall. Það gerðu þeir í tilefni af því að nú er verið að hefja tökur á þáttunum Mannshvörf á Íslandi, í umsjá Helgu Arnardóttur fréttamanns.

Börnin hætt að þrífa sig og borða

Á hverju ári koma börn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans sem þjást af tölvufíkn. Félagsráðgjafi segir sum þeirra hætta að þrífa sig og borða.

Störfum fækkar á ný - verri staða atvinnumála

Samtök atvinnulífsins segja ástand atvinnumála mun alvarlegra en talið var. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkaði heildarvinnustundum á Íslandi um fimm prósent milli ára. Teikn hafa verið á lofti fyrri hluta ársins um að störfum í landinu færi fjölgandi. Nýjasta vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar fyrir ágústmánuð sýnir hins vegar þróun til verri vegar.

Tölvufíkill loks laus við tölvuna

Ungur maður sem hætti að mæta í skóla og einangraðist þar sem tölvufíkn tók yfir líf hans í sex ár segir það í rauninni alveg dásamlegt að vera laus við tölvuna. Hann spilaði tölvuleiki í allt að fjórtán tíma samfellt og féll í yfirlið þar sem hann hafði ekki tíma til að borða.

Þingmenn vilja styðja við íslenska tónlist

Fimmtán þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um myndun starfshóps sem á að útfæra stuðning við íslenskt tónlistarlíf. Starfshópurinn á m.a. að skoða hvernig efla megi sköpun, tónleikahald, þróunarstarf og útflutning á íslenskri tónlist. Hópurinn á að skila niðurstöðum í vor á næsta ári.

Ben Stiller auglýsir Vatnajökul

Tökur á stórmynd Ben Stiller, The secret life of Walter Mitty, standa enn yfir og munu standa fram í næstu viku. Tökuliðið var við tökur við Vatnajökul fyrr í vikunni. Þar var myndin hér til hliðar tekin sem svo rataði inn á Twitter síðu Ben Stiller og vakti þar talsverða athygli.

Hætta við að hækka laun forstjóra Landspítalans

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, hafa náð samkomulagi um að falla frá launahækkun Björns. Ráðgert var að hún kæmi til framkvæmda um næstu mánaðamót. Fyrirhuguð hækkun nam um 400 þúsund krónum.

Leikstjóri Game of Thrones endurgerir Mýrina

Leikstjóri Game of Thrones, Brian Kirk, mun leikstýra endurgerð á Mýrinni, sem Baltasar Kormákur gerði. Frá þessu er greint á vef Los Angeles Times. Eins og kunnugt er byggir myndin Mýrin á samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar, en um er að ræða eina af hans allra vinsælustu bókum.

Íslendingar áhugalausir um stjórnarskrána

Áhugaleysi virðist ríkja um stjórnarskrána, þrátt fyrir að einungis mánuður sé þangað til þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fer fram.

Er ESB-umsóknin dauð?

Heimssýn - hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum heldur opinn hádegisfund undir yfirskriftinni "Er ESB-umsóknin dauð?".

Ætlar að endurgreiða styrkina

"Ég er óskaplega þakklátur og finn fyrir miklum létti. Ég fékk stefnuna á afmælisdaginn minn 23. mars árið 2011 og síðan þá hefur þetta hangið yfir mér eins og þrumuský. En það er nú að stórum hluta farið í burtu," segir bloggarinn Teitur Atlason, sem var í dag sýknaður af meiðyrðakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans.

Björgunaraðgerðir fyrir norðan á byrjunarstigi

Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir alla hafa lagst á eitt við að bjarga því sem bjargað verður eftir óveðrið sem reið yfir Norðausturland í síðustu viku. Hún segir aðgerðir þó enn í fullum gangi.

Myndlíkingin þótti ekki refsiverð aðdróttun

Myndlíking sem Teitur Atlason greip til þegar hann bloggaði um Gunnlaug Sigmundsson þótti ekki refsiverð aðdróttun að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Teitur líkti Gunnlaugi við mann sem ber á náungum sínum með hamri.

Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir

Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi.

Engilbert ósáttur við forsvarsmenn myndarinnar Svartur á leik

Engilbert Jensen, söngvari í hljómsveitinni Hljómum, stendur í málaferlum við framleiðendur íslensku kvikmyndarinnar Svartur á leik, sem frumsýnd var í vor. Ástæðan er lagið Þú og ég, með Hljómum, sem var endurhljóðblandað fyrir myndina. Þetta kemur fram í DV í dag.

Gunnlaugur og frú íhuga að áfrýja til Hæstaréttar

Hjónin Gunnlaugur M. Sigmundsson og Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir telja að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þeirra gegn Teiti Atlasyni sé rangur í veigamiklum atriðum. Eins og kunnugt er var Teitur sýknaður af bótakröfum vegna ummæla sem Teitur viðhafði á bloggi sínu. Kröfum um ógildingu ummæla var vísað frá.

Ásmundur krefur Steingrím upplýsinga um ferðaþjónustuna

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í morgun eftir sérstakri umræðu um stöðu ferðaþjónustunnar. Hann óskar eftir því að Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra verði til svara. Ásmundur Einar vill meðal annars vita hversu miklar gjaldeyristekjur ferðaþjónustan skapar, hversu margir hafa beina atvinnu af ferðaþjónustu og hversu mörg afleidd störf hún skapar. Þá vill hann jafnframt vita hversu háir skattar eru af gistingu á Norðurlöndunum. Eins og fram hefur komið gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir því að á næsta ári hækki skattar á gistingu úr 7% í 25,5%

Græðgin varð hrafninum að falli

Segja má að hrafninn á þessari mynd hafi orðið óbeint fórnarlamb fárviðrisins sem geisaði á Norðurlandi í síðustu viku. Það var leitarmaðurinn Jóhann Sveinsson sem gekk fram á þessa sjón á Holtavörðuheiði og smellti af henni mynd sem birtist á fréttavef Skessuhorns í dag.

Framhald Hungurleikanna er vinsælast

Þriðja bókin í þríleiknum um Hungurleikana er mest selda bók síðustu viku í Eymundsson. Hún skýtur sér þar með upp fyrir erótísku skáldsöguna Fimmtíu gráa skugga sem hafnar í þriðja sæti listans.

Sjá næstu 50 fréttir