Innlent

Nauðsynlegt að efla löggæslu á Suðurlandi

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Suðurlands, segir að staða lögreglunnar í sýslunni sé langt fyrir neðan þolmörk. Hann tekur undir með yfirlögregluþjóni á Selfossi sem lýsti bágri stöðu mála í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Þingmaðurinn var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

„Þetta mál hefur oft verið tekið upp í þinginu," segir Björgvin. „Við munum funda með lögreglunni í kjördæmavikunni í október."

Í frétt Stöðvar 2 í gær sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, að oft á tíðum væru aðeins þrír lögreglumenn á vaktinni. Þá hafi lögreglumennirnir þurft að aka framhjá slysum til þess að sinna brýnni verkefnum.

„Það verður auðvitað að endurskoða þetta," segir Björgvin. „Við munum auðvitað berjast fyrir því í fjárlagagerðinni í haust að ráðuneytið endurskoði þessa ráðstöfun sína."

„Löggæslumálin eru ekki ósvipuð velferðarmálunum. Þau snúa að grunnþjónustu samfélagsins. En nú er raunin sú að það vantar fjármagn til að bæta í og ráða fleiri lögreglumenn. Þetta er hins vegar líka spurning um hvernig um hvernig fjármagninu er ráðstafað innan lögreglunnar. "

Hægt er að hlusta á viðtalið við Björgvin í heild sinni hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Hafa þurft að keyra framhjá slysum vegna manneklu

Lögreglumenn á Selfossi eru að bugast undan vinnuálagi því lögreglumönnunum fækkar stöðugt á vöktum, eru oft bara þrír en eiga á sama tíma að sinna fimmtán þúsund íbúum í Árnessýslu og ferðamönnum á svæðinu. Yfirlögregluþjónn segir að lögreglumenn þurfi stundum að keyra fram hjá slysum til að sinn öðrum brýnni verkefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×