"Þeir gerðu málið verra" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. september 2012 22:00 Hjúkrunarfræðingar segja að of seint sé í rassinn gripið með samkomulagi Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, og Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans. Skaðinn sé nú þegar skeður. „Sá skaði er fyrst og fremst trúnaðarbrestur," segir Elsa Friðfinnsdóttir, formaður Félags Hjúkrunarfræðinga. „Og sá trúnaðarbrestur er á milli forstjóra Landspítalans og starfsmanna stofnunarinnar." Fallið var frá boðaðri launahækkun Björns í dag. Kauphækkunin féll í vægast sagt grýttan jarðveg og var það starfsfólk spítalans sem var hvað háværast í gagnrýni sinni. Elsa telur að málið eigi eftir að draga dilk á efti sér. Hún bendir á að bæði Guðbjartur og Björn hafi fært rök fyrir launahækkuninni í fjölmiðlum.Elsa Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.„Svo segir Björn í fréttum að hann hafi ætlað að sjá hver viðbrögðin yrðu. Var bara verið að athuga hvort að þetta myndi ganga upp?" spyr Elsa og bætir við: „Þeir gerðu málið í raun verra með þessu." „Það var aldrei okkar keppikefli að Björn hefði ekki samkeppnishæf laun. En það þarf að hugsa um alla þá sem koma að rekstri spítalans, samkeppnisstöðu þeirra, bæði hér á landi sem og erlendis." Samt sem áður telur Elsa að málið hafi skapað afar jákvæða og mikilvæga umræðu um starfsemi heilbrigðisþjónustunnar. „Annars vegar færist nú kastljósið á laun starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar og þá í samanburði við ríkisstarfsmenn í annarri þjónustu. Hins vegar hefur þetta mál opnað á þá umræðu um hversu langt hefur í raun verið gengið í niðurskurði á Landspítalanum." Tengdar fréttir Hætta við að hækka laun forstjóra Landspítalans Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, hafa náð samkomulagi um að falla frá launahækkun Björns. Ráðgert var að hún kæmi til framkvæmda um næstu mánaðamót. Fyrirhuguð hækkun nam um 400 þúsund krónum. 19. september 2012 16:36 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar segja að of seint sé í rassinn gripið með samkomulagi Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, og Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans. Skaðinn sé nú þegar skeður. „Sá skaði er fyrst og fremst trúnaðarbrestur," segir Elsa Friðfinnsdóttir, formaður Félags Hjúkrunarfræðinga. „Og sá trúnaðarbrestur er á milli forstjóra Landspítalans og starfsmanna stofnunarinnar." Fallið var frá boðaðri launahækkun Björns í dag. Kauphækkunin féll í vægast sagt grýttan jarðveg og var það starfsfólk spítalans sem var hvað háværast í gagnrýni sinni. Elsa telur að málið eigi eftir að draga dilk á efti sér. Hún bendir á að bæði Guðbjartur og Björn hafi fært rök fyrir launahækkuninni í fjölmiðlum.Elsa Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.„Svo segir Björn í fréttum að hann hafi ætlað að sjá hver viðbrögðin yrðu. Var bara verið að athuga hvort að þetta myndi ganga upp?" spyr Elsa og bætir við: „Þeir gerðu málið í raun verra með þessu." „Það var aldrei okkar keppikefli að Björn hefði ekki samkeppnishæf laun. En það þarf að hugsa um alla þá sem koma að rekstri spítalans, samkeppnisstöðu þeirra, bæði hér á landi sem og erlendis." Samt sem áður telur Elsa að málið hafi skapað afar jákvæða og mikilvæga umræðu um starfsemi heilbrigðisþjónustunnar. „Annars vegar færist nú kastljósið á laun starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar og þá í samanburði við ríkisstarfsmenn í annarri þjónustu. Hins vegar hefur þetta mál opnað á þá umræðu um hversu langt hefur í raun verið gengið í niðurskurði á Landspítalanum."
Tengdar fréttir Hætta við að hækka laun forstjóra Landspítalans Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, hafa náð samkomulagi um að falla frá launahækkun Björns. Ráðgert var að hún kæmi til framkvæmda um næstu mánaðamót. Fyrirhuguð hækkun nam um 400 þúsund krónum. 19. september 2012 16:36 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Hætta við að hækka laun forstjóra Landspítalans Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, hafa náð samkomulagi um að falla frá launahækkun Björns. Ráðgert var að hún kæmi til framkvæmda um næstu mánaðamót. Fyrirhuguð hækkun nam um 400 þúsund krónum. 19. september 2012 16:36