Hjartagarðurinn tekur breytingum Lillý Valgerður Pétursdóttir. skrifar 19. september 2012 20:15 Minna verður byggt á Hljómalindarreitnum við Laugarveginn en áður var gert ráð fyrir og færri hús rifin. Þetta segir formaður skipulagsráðs borgarinnar sem kynnti nýtt skipulag svæðisins í dag. Ný deiliskipulög fyrir nokkuð stórt svæði milli Laugavegs og Hverfisgötu voru kynnt í dag. Um er að ræða tvo reiti sem hafa verið kenndir við Hljómalind og Brynju. Nýju skipulögin fela í sér að minna verður byggt á svæðinu en áður var gert ráð fyrir. Páll Hjaltason formaður skipulagsráðs borgarinnar segir mikla áherslu vera lagða á að vernda götumyndina. Gert sé ráð fyrir að fjögur hús verði rifin á svæðinu. Páll segir það mun færri hús en gert var ráð fyrir að myndu verða fjarlægð í skipulagi sem kynnt var árið 2007. „Skipulagið núna er mun hófstilltara í uppbyggingu," segir Páll. „Það er verið að halda eftir öllum þeim húsum sem eru kennileiti í borginni. Við Laugarveginn eru hús færð í upprunalegt far og öll hornhús þau halda sér." Hins vegar mun Hjartagarðurinn þar sem nú er til að mynda aðstaða fyrir hjólabrettafólk breytast, þar sem útisvæðið mun minnka. Á svæðinu munu verða verslanir og jafnvel hótel. Þá mun nokkur fjöldi íbúða rísa. „Þeir eru að skoða hversu stórar þær verða og hversu margar þær þar af leiðandi verða sem og hvort að eitthvað af þessu verði hugsanlega hótel. Mig minnir að á Hljómalindarreit sé verið að tala um 40-50 íbúðir og eitthvað minna á Brynjureit." Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Minna verður byggt á Hljómalindarreitnum við Laugarveginn en áður var gert ráð fyrir og færri hús rifin. Þetta segir formaður skipulagsráðs borgarinnar sem kynnti nýtt skipulag svæðisins í dag. Ný deiliskipulög fyrir nokkuð stórt svæði milli Laugavegs og Hverfisgötu voru kynnt í dag. Um er að ræða tvo reiti sem hafa verið kenndir við Hljómalind og Brynju. Nýju skipulögin fela í sér að minna verður byggt á svæðinu en áður var gert ráð fyrir. Páll Hjaltason formaður skipulagsráðs borgarinnar segir mikla áherslu vera lagða á að vernda götumyndina. Gert sé ráð fyrir að fjögur hús verði rifin á svæðinu. Páll segir það mun færri hús en gert var ráð fyrir að myndu verða fjarlægð í skipulagi sem kynnt var árið 2007. „Skipulagið núna er mun hófstilltara í uppbyggingu," segir Páll. „Það er verið að halda eftir öllum þeim húsum sem eru kennileiti í borginni. Við Laugarveginn eru hús færð í upprunalegt far og öll hornhús þau halda sér." Hins vegar mun Hjartagarðurinn þar sem nú er til að mynda aðstaða fyrir hjólabrettafólk breytast, þar sem útisvæðið mun minnka. Á svæðinu munu verða verslanir og jafnvel hótel. Þá mun nokkur fjöldi íbúða rísa. „Þeir eru að skoða hversu stórar þær verða og hversu margar þær þar af leiðandi verða sem og hvort að eitthvað af þessu verði hugsanlega hótel. Mig minnir að á Hljómalindarreit sé verið að tala um 40-50 íbúðir og eitthvað minna á Brynjureit."
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira