Fleiri fréttir

"Það munu ekki margir feta í fótspor Jóhönnu“

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi staðið sig gríðarlega vel bæði sem forsætisráðherra og þingmaður alla tíð. Jóhanna tilkynnti í dag að hún hyggðist hætta í pólitík eftir líðandi kjörtímabil.

Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að hætta í stjórnmálum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar að láta af embætti í lok kjörtímabilsins og formennsku í Samfylkingunni. Þetta segir hún í tölvupósti til samflokksmanna sinna. Í tölvupóstinum fer Jóhanna yfir kjörtímabilið sem brátt er á enda, úrslit síðustu kosninga og hvað áunnist hefur í efnahagsmálum.

Forseti Alþingis þrýstir á Ríkisendurskoðun

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, krefst þess að Ríkisendurskoðun ljúki við skýrslu í lok október næstkomandi sem stofnuninni var falið að gera í apríl 2004. Umrædd skýrsla snýst um kaup ríkisins á fjárhags- og mannauðskerfinu Oracle á árinu 2001, innleiðingu kerfisins og rekstur þess síðan þá. Umrædd skýrsla hefur verið töluvert til umfjöllunar í vikunni eftir Kastjlóssþátt á mánudaginn þar sem fram kom að kostnaður vegna kerfisins hefði verið miklu meiri en talið var.

Sveppatínsla á Selfossi - stórhættulegt segir lögreglan

Lögreglan handtók í gærkvöldi 17 ára ungling sem var við sveppatínslu á Selfossi á opnu svæði en þó nokkuð er um að unglingar séu að týna sveppi í bæjarfélaginu þessa dagana. Þá voru tveir menn um þrítugt teknir nú eftir hádegi fyrir sveppatínslu á sama stað og unglingurinn í gærkvöldi.

Gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmálið fundust í sumar

Gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmálið fundust á Þjóðskjalasafni í júlí síðastliðnum. Gögnin tengjast rannsókn málsins og eru meðal annars frá lögreglu og úr sakadómi, segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, formaður starfshóps sem innanríkisráðherra fól að skoða málið.

Átta Íslendingar í haldi í Danmörku - höfuðpaurinn íslenskur

Íslendingarnir sem flæktir eru í risastórt fíkniefnamál í Danmörku eru átta talsins. Þeir eru allir í haldi þar ytra. Talsmaður dönsku fíkniefnalögreglunnar segir að höfuðpaurinn í málinu sé Íslendingur og hann lofar samstarf dönsku lögreglunnar við þá íslensku í málinu.

Götuvirði efnanna hálfur milljarður

"Þetta er eitt af stærstu málum sem við höfum fengist við í gegnum tíðina,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar. Alls voru átta íslendingar handteknir í Danmörku og Noregi í tengslum við gríðarstórt fíkniefnamál. Málið teygir anga sína víða en brotin voru framin á Norðurlöndum.

Fæst sveitarfélög hafa útbúið viðbragðsáætlun við gróðureldum

Fæst sveitarfélög hafa sett sér viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegra gróðurelda þrátt fyrir tilmæli Mannvirkjastofnunar í þá átt. Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að fullt tilefni sé til að útbúa viðbragðsáætlanir af þessum toga enda aukist hætta á gróðureldum stöðugt í takt við hlýnandi veðurfar og breytingar í landbúnaði.

Leit afturkölluð

Leit af svissneskum ferðmanni sem var villtur á Kili hefur verið afturkölluð. Maðurinn hafði samband við Neyðarlínu fyrir skömmu og sagðist hafa fundið bíl sinni og væri nú leið til byggðar. Maðurinn hafði villst í þoku og rigningu fyrr í dag og óskaði eftir aðstoð Landsbjörg í kjölfarið.

Leita að týndum ferðalangi

Allar björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út fyrir stundu til að leita að rammvilltum ferðamanni sem gekk einn af stað frá Gullfossi í gær. Maðurinn hringdi á Neyðarlínuna um ellefu leytið í morgun, hefur verið á göngu í alla nótt og er nú rammvilltur. Hann óskaði aðstoðar en sambandið slitnaði áður en hann náði að lýsa umhverfi sínu.

Vitnaði í kommentakerfi DV.is

Lögmaður Friðriks Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ, vitnaði í kommentakerfið á dv.is í munnlegum málflutningi sínum í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þar kæmi greinilega fram að fólk tæki orð Ólafs Arnarsonar, um að LÍÚ myndi styrkja vefinn AMX um 20 milljónir á ári, trúanleg.

Stórhuga smiður á of litlum bíl

Myndin hér til hliðar er tekin fyrir utan Byko í Kópavogi þar sem stórhugi nokkur virðist hafa sagt rýminu í bílnum sínum stríð á hendur. Þannig ætlaði hann að leggja af stað út í umferðina með spýtur sem voru kannski um helmingi lengri en bíllinn hans.

Skorað á stjórnvöld að tryggja íslenskum börnum tannvernd

Nemendur úr Landakotsskóla afhentu núna í morgun Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra undirskriftalista þar sem skorað er á yfirvöld og aðra hlutaðeigandi að tryggja íslenskum börnum þá tannvernd sem þeim ber samkvæmt ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tæplega sex þúsund manns skrifuðu undir áskorunina.

Deila hagfræðings og framkvæmdastjóra LÍÚ í héraðsdómi

"Ég var einu sinni að koma út úr útsendingu á Bylgjunni sumarið 2011, og þá var hann greinilega að fara í útsendingu. Ég reyndi að kasta á hann kveðju, en það var fátt um svör,“ sagði Ólafur Arnarson, hagfræðingur, við dómara í morgun þegar hann talaði um samskipti sín við Friðrik Arngrímsson, formann LÍÚ.

Jón Gnarr baðst afsökunar á ímynd hjóla í Næturvaktinni

Jón Gnarr hefur opinberlega beðið hjólreiðamenn afsökunar á þeirri listrænu framsetningu sem fram kom í þáttaröðinni um Næturvaktina. Þar er hann í hlutverki Georgs Bjarnfreðarsonar og til þess að undirstrika hversu andfélagsleg staða Georgs í þáttunum er, kemur hann á reiðhjóli í vinnuna.

Björguðu manni af skeri í Þingvallavatni

Björgunarsveitirnar Tintron, Grafningi og Ingunn Laugarvatni, voru kallaðar út rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi vegna manns sem sat fastur á skeri undan Skálabrekku vestan megin í Þingvallavatni.

Kanínan orðin hluti af villtri fánu Íslands

Rétt er að líta svo á að kanínur hafi unnið sér þegnrétt sem villt tegund í fánu Íslands, að mati sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Talið er líklegt, í ljósi hlýnandi veðurfars hér á landi og mikillar aðlögunarhæfni tegundarinnar, að hún auki útbreiðslu sína og fjölgi hratt að óbreyttu. Margir líta á kanínu sem meindýr og að henni beri að halda í skefjum.

Beikonkreppa er í uppsiglingu

Evrópskir neytendur þurfa mögulega að greiða tvöfalt hærra verð fyrir beikon vegna minni framleiðslu. Bændur í Evrópu hafa skorið niður svínastofninn vegna hækkandi fóðurverðs, að því er segir á fréttavef danska ríkisútvarpsins sem vitnar í Wall Street Journal.

Óttast að tóbak og vín flæði til landsins eftir ESB-aðild

Regluverk Evrópusambandsins (ESB) um það hversu mikið áfengi og tóbak fólk má flytja milli landa er mun rýmra en þær reglur sem nú eru í gildi á Íslandi. Ef það yrði tekið upp mundi það leiða til verulegs tekjutaps fyrir ríkið og meðal annars af þeim sökum fer samninganefnd Íslands við Evrópusambandið fram á fimm ára aðlögunartíma til að taka það upp.

Var plötuð í skólann en stýrir nú Herjólfi

„Það má alveg kalla þetta draum sem hefur ræst. Ég vil vinna hérna heima í Eyjum og þetta er starfið sem ég vildi helst af öllu, enda hefur áhugi minn á starfinu alltaf orðið meiri og meiri,“ segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir, 2. stýrimaður á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Hún er nýútskrifuð með stýrimannsréttindi og var boðið starf stýrimanns. Hún þekkir skipið eins og handarbakið á sér, enda er þetta ekki hennar fyrsta starf þar um borð.

Ríkisendurskoðun missir traust þingsins

Ríkisendurskoðun nýtur ekki trausts Alþingis, ef marka má ummæli þingmanna í gær. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að ófært sé annað en að lagfæra það trúnaðarrof sem orðið hafi á milli þings og stofnunarinnar

Ályktun um Píkusafn er satíra

"Ályktuninni fylgir mikil alvara. En hún er til komin vegna hugmyndar bæjarstjórnar um villidýrasafn, sem okkur finnst fáránleg. Það var spurning um að toppa vitleysuna,“ segir Kristín Pálsdóttir, ritari Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ. Flokkurinn samþykkti ályktun í vikunni um að láta reisa Píkusafn í bænum, í anda Reðasafnsins. Að sögn bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar var ályktunin þó meira ádeila en nokkuð annað.

Jafngildir milljón í kjaraskerðingu

Lífeindafræðingar á Landspítalanum eru orðnir langþreyttir á áralöngum launalækkunum og krefjast úrbóta. Þetta segir Edda Sóley Óskarsdóttir, talsmaður lífeindafræðinga, en þeir stóðu fyrir samstöðufundi í gær. Helstu kröfur eru annars vegar að stofnanasamningur við stéttina verði endurskoðaður, í fyrsta sinn frá árinu 2006.

Tvö óskyld mál tengd barnaníði

Lögreglunni á Akranesi bárust tvær kærur vegna kynferðislegrar misnotkunar á börnum, yngri en fimmtán ára, í síðustu viku.

100.000 krónur á hvern íbúa

Kostnaðurinn vegna slökkvistarfs í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar, þegar eldur brann á fjórtán hektara svæði, nemur um 20 milljónum króna. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri býst við því að Súðavík muni bera kostnaðinn að langstærstu leyti en viðræðum við innanríkisráðuneytið um það er þó ekki lokið.

Hærri skattar þýða færri ferðamenn

Hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu á Íslandi mun hægja á vexti greinarinnar hér á landi. Þetta kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi á mánudag.

Færri læra nú þrjú tungumál

Skólaárið 2011-2012 lærðu 33.937 börn ensku í grunnskólum, eða 80,1 prósent, og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá því Hagstofan hóf að birta tölur um fjölda barna sem læra erlend tungumál árið 1999.

Krabbamein í munnholi eykst á sama tíma og reykingar minnka

Krabbamein í munnholi fer vaxandi og það sem verra er, það greinist nú í yngra fólki en áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Sigurð Benediktsson, formann tannlæknafélagsins, í Reykjavík síðdegis í dag.

Segir Íslendinga ekki kunna að umgangast sælgæti

Heildarframboð sælgætis er 6000 tonn á ári hér á landi samkvæmt grein sem birtist á vef Viðskiptablaðsins í kvöld. Næringarsérfræðingur segir þar að Íslendinga kunni ekki að umgangast nammi.

Alþingi hætti að nota kerfið - fjársýslustjóri segir Kastljós misskilja

Fjársýslustjóri ríkisins, Gunnar H. Hall, vill meina að umfjöllun Kastljóss um bókhaldskerfi ríkisins, Oracle, sé á misskilningi byggð. Í viðtali í Kastljósi í kvöld sagði hann að ef dæmið væri að ríkið hefði keypt flugvél fyrir milljarða, en síðan keypt bensín og fleira og rekið flugvélina fyrir 300 milljónir á ári, þá myndi fáum detta í hug að segja að kaupverð flugvélarinnar hefði verið þrír milljarða tíu árum síðar.

Logaði í potti við Meistaravelli

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Meistaravelli í Reykjavík í kvöld. Um smávægilegan eld var að ræða en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði hafði eldur komið upp í potti.

Segir meiri líkur á að Bretar segir sig úr ESB

Evrukrísan mun breyta Evrópusambandinu og verði það lagskipt í framtíðinni, eins og nú er spáð, eru meiri líkur á því að Bretland segi sig úr sambandinu en að vera í neðri deild þess. Þetta sagði David Miliband, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, í erindi sem hann hélt í Háskóla Íslands í dag.

Miliband heimsótti Carbon Recycling

David Miliband, fyrrverandi utanríkis- og umhverfisráðherra Bretlands, sem staddur er hér á landi í boði forseta Íslands og Háskóla Íslands, heimsótti verksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi í dag.

Tilviljun að íslenskur talgervill er í Android-símum

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði hjá Háskóla Íslands, segir að það þurfi að bregðast fljótt við varðandi tungumál og tækni áður en slíkt verið of seint. Eiríkur var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann tók þátt í rannsókn á síðasta ári þar sem staða 30 tungumála í Evrópu gegn tækninni var skoðuð.

Íslenskar bókmenntir í Gautaborg

Norðurlöndin verða í brennidepli á bókasýningunni í Gautaborg í ár en hún verður haldin dagana 27. til 30. september. Fjölmargir íslenskir rithöfunar koma fram, kynna verk sín og ræða þau.

Tvítugir fíkniefnasalar handteknir

Tvítugur karlmaður var handtekinn á dögunum vegna gruns um dreifingu og sölu fíkniefna. Á heimili hans fundust að auki fimm grömm af kókaíni og tæplega 10 grömm af kannabisefnum. Á meðan leitinni stóð kom félagi mannsins, sem einnig er á tvítugsaldri, á staðinn og reyndist hann einnig vera selja kannabisefni, en á honum fundust 50 grömm af kannabisefnum.

Hitafundur í Kópavogi - Gunnar og Guðríður sammála

Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs klofnaði þegar verið var að taka afstöðu til tillögu Aðalsteins Jónssonar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tímatöflur íþróttafélaganna í gær. Heimildir Vísis herma að mikill hiti hafi verið á fundinum vegna málsins.

Tugmilljóna tjón í Súðavík - kostar hvern íbúa um 100 þúsund

Kostnaðurinn vegna slökkvistarfs í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar, þegar sinueldur brann á fjórtán hektara svæði, nemur um 20 milljónum króna. Ómar Már Jónsson, sveitastjóri, býst við því að Súðavík muni bera kostnaðinn að langstærstu leyti en viðræðum við innanríkisráðuneytið um það er þó ekki lokið. Um 200 manns búa í Súðavík og því nemur kostnaðurinn um 100 þúsund krónum á hvern mann. Talið er að kviknað hafi í útfrá einnota grilli sem einhver kærulaus ferðalangur hafi lagt frá sér. "Þetta er ábyggilega dýrasti hamborgari

Landlæknir vonast eftir byltingu í heilbrigðiskerfinu

Embætti landlæknis hyggst nota rafræn skilríki til öruggrar auðkenningar fyrir aðgang lækna að lyfjasögu skjólstæðinga sinna úr lyfjagagnagrunni. Almenningi verður einnig veittur aðgangur að sinni lyfjasögu með rafrænum skilríkjum.

Talsvert skortir á rannsóknir á klámi hér á landi

Um fimmtíu manns mættu til samráðsfundar um klám á Íslandi sem innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti efndu til síðastliðinn mánudag. Á fundinum var fjallað um klám út frá lagalegu, heilbrigðislegu og samfélagslegu sjónarhorni en til hans var boðið fulltrúum frá stofnunum, grasrótarsamtökum, þingflokkum og fræðasamfélagi, að því er segir á vef innanríkisráðuneytisins.

Sjá næstu 50 fréttir