Innlent

Björguðu manni af skeri í Þingvallavatni

Björgunarsveitirnar Tintron, Grafningi og Ingunn Laugarvatni, voru kallaðar út rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi vegna manns sem sat fastur á skeri undan Skálabrekku vestan megin í Þingvallavatni.

Maðurinn hafði verið á siglingu á harðbotna mótorbáti á vatninu þegar hann steytti á skerinu, nokkuð harkalega að því er virðist þar sem báturinn var nánast á þurru.

Kona sem var með honum í bátnum synti í land, um 70-100 metra leið, til að hringja eftir hjálp þar sem hvorugt þeirra var með síma.

Björgunarsveitarmenn voru komnir að manninum á skerinu klukkan 23:10 og fluttu þeir hann í land. Báturinn var skilinn eftir enda heftir myrkur athafnir á vatninu sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×