Deila hagfræðings og framkvæmdastjóra LÍÚ í héraðsdómi 27. september 2012 09:55 Ólafur Arnarson gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en Friðrik Arngrímsson, formaður LÍÚ, hefur stefnt honum fyrir meiðyrði. „Ég var einu sinni að koma út úr útsendingu á Bylgjunni sumarið 2011, og þá var hann greinilega að fara í útsendingu. Ég reyndi að kasta á hann kveðju, en það var fátt um svör," sagði Ólafur Arnarson, hagfræðingur, við dómara í morgun þegar hann talaði um samskipti sín við Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ. Friðrik hefur stefnt Ólafi fyrir meiðyrði og fór aðalmeðferðin fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Friðrik mætti ekki með lögmanni sínum í dómsal en Ólafur mætti ásamt sínum lögmanni og gaf skýrslu. Málið snýst um tvo pistla sem Ólafur birti á vefmiðlinum Pressunni, fyrst í júlí 2010 og svo í júlí 2011. Þar hélt Ólafur því fram að LÍÚ, fyrir tilstilli og undir stjórn Friðriks, styddi vefinn AMX.is til nafnlausra níðskrifa með dulbúnum fjárframlögum sem næmu tugum milljónum á ári. Friðrik vill eina milljón í miskabætur frá Ólafi auk 1,6 milljónir til að standa straum af kostnaði við að birta dóminn í fjölmiðlum. Ólafur sagðist ekki vera neinn pólitískur andstæðingur Friðriks og að hann ætti ekkert sökótt við hann. „Ég sá hann á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þannig að við erum ekki neinir pólitískir andstæðingar." Lögmaður Friðriks spurði Ólaf út í eftirfarandi setningu í bloggfærslunni: „Nú hefur DV upplýst, að LÍÚ greiðir eina og hálfa milljón á mánuði til AMX, eða sem nemur nærri 20 milljónum króna á ári." Ólafur sagði að þarna hafi hann verið að vísa í annan miðil, en þá hafi hann einnig haft heimildir fyrir þessu sjálfur. Lögmaður Friðriks sagði að þessi „frétt" sem Ólafur var að vísa í á dv.is var svokallað Sandkorn. Í munnlegum málflutningi sínum sagði lögmaður Friðriks frá því að hann hafi farið fram á að færslan yrði tekin út og hann myndi biðjast afsökunar á skrifum sínum. Ólafur varð ekki við því heldur skrifaði aðra færslu með fyrsögninni: „Friðrik afneitar AMX". Þegar Ólafur var spurður hvort færslurnar væru enn inni sagði Ólafur: „Ég hef ekki fjarlægt þær." Tengdar fréttir Ólafur Arnarson segir stefnuna bjánalega Ólafur Arnarson segir meiðyrðastefnu Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ, á hendur sér bjánalega. Hann treystir því að dómstólar láti ekki frekju og fantaskap verða til þess að venjulegt fólk, eins og hann, verði fyrir stóru fjárhagstjóni. 2. apríl 2012 12:10 Friðrik stefnir Ólafi fyrir dóm Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), hefur stefnt hagfræðingnum Ólafi Arnarsyni fyrir meiðyrði. 2. apríl 2012 06:30 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Ég var einu sinni að koma út úr útsendingu á Bylgjunni sumarið 2011, og þá var hann greinilega að fara í útsendingu. Ég reyndi að kasta á hann kveðju, en það var fátt um svör," sagði Ólafur Arnarson, hagfræðingur, við dómara í morgun þegar hann talaði um samskipti sín við Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ. Friðrik hefur stefnt Ólafi fyrir meiðyrði og fór aðalmeðferðin fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Friðrik mætti ekki með lögmanni sínum í dómsal en Ólafur mætti ásamt sínum lögmanni og gaf skýrslu. Málið snýst um tvo pistla sem Ólafur birti á vefmiðlinum Pressunni, fyrst í júlí 2010 og svo í júlí 2011. Þar hélt Ólafur því fram að LÍÚ, fyrir tilstilli og undir stjórn Friðriks, styddi vefinn AMX.is til nafnlausra níðskrifa með dulbúnum fjárframlögum sem næmu tugum milljónum á ári. Friðrik vill eina milljón í miskabætur frá Ólafi auk 1,6 milljónir til að standa straum af kostnaði við að birta dóminn í fjölmiðlum. Ólafur sagðist ekki vera neinn pólitískur andstæðingur Friðriks og að hann ætti ekkert sökótt við hann. „Ég sá hann á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þannig að við erum ekki neinir pólitískir andstæðingar." Lögmaður Friðriks spurði Ólaf út í eftirfarandi setningu í bloggfærslunni: „Nú hefur DV upplýst, að LÍÚ greiðir eina og hálfa milljón á mánuði til AMX, eða sem nemur nærri 20 milljónum króna á ári." Ólafur sagði að þarna hafi hann verið að vísa í annan miðil, en þá hafi hann einnig haft heimildir fyrir þessu sjálfur. Lögmaður Friðriks sagði að þessi „frétt" sem Ólafur var að vísa í á dv.is var svokallað Sandkorn. Í munnlegum málflutningi sínum sagði lögmaður Friðriks frá því að hann hafi farið fram á að færslan yrði tekin út og hann myndi biðjast afsökunar á skrifum sínum. Ólafur varð ekki við því heldur skrifaði aðra færslu með fyrsögninni: „Friðrik afneitar AMX". Þegar Ólafur var spurður hvort færslurnar væru enn inni sagði Ólafur: „Ég hef ekki fjarlægt þær."
Tengdar fréttir Ólafur Arnarson segir stefnuna bjánalega Ólafur Arnarson segir meiðyrðastefnu Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ, á hendur sér bjánalega. Hann treystir því að dómstólar láti ekki frekju og fantaskap verða til þess að venjulegt fólk, eins og hann, verði fyrir stóru fjárhagstjóni. 2. apríl 2012 12:10 Friðrik stefnir Ólafi fyrir dóm Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), hefur stefnt hagfræðingnum Ólafi Arnarsyni fyrir meiðyrði. 2. apríl 2012 06:30 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ólafur Arnarson segir stefnuna bjánalega Ólafur Arnarson segir meiðyrðastefnu Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ, á hendur sér bjánalega. Hann treystir því að dómstólar láti ekki frekju og fantaskap verða til þess að venjulegt fólk, eins og hann, verði fyrir stóru fjárhagstjóni. 2. apríl 2012 12:10
Friðrik stefnir Ólafi fyrir dóm Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), hefur stefnt hagfræðingnum Ólafi Arnarsyni fyrir meiðyrði. 2. apríl 2012 06:30